Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. apríl 2018 13:19 Fjármálaeftirlitið skoðaði fjárfestingu Frjálsa lífeyrissjóðsins í United Silicon. Vísir/Vilhelm Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. Lífeyrissjóðurinn útvistar starfsemi sinni til Arion banka sem var einnig stór fjárfestir í United Silicon. Þetta er mat Fjármálaeftirlitsins sem hóf athugun á ferli fjárfestingar Frjálsa lífeyrissjóðsins í United Silicon í haust. Segir í niðurstöðu eftirlitsins að með hliðsjón af „hinu sérstaka rekstrarfyrirkomulagi lífeyrissjóðsins og hagsmunatengslum rekstraraðila lífeyrissjóðsins við umrædda fjárfestingu“ hafi Frjálsi lífeyrissjóðurinn ekki tekið fullnægjandi tillit til þeirrar orðsporðsáhættu sem lífeyrissjóðurinn stór frammi fyrir vegna þessa. „Þá taldi stofnunin að skjalfesting á forsendum og umræðum í tengslum við ákvörðun stjórnar hefði verið ófullnægjandi í ljósi þess að lífeyrissjóðurinn og rekstraraðili hans voru báðir hagsmunaaðilar að verkefninu,“ segir í niðurstöðunni. Með hliðsjón af þessu er það mat eftirlitsins að „fjárfestingarferli lífeyrissjóðsins hafi ekki verið eðlilegt og heilbrigt.“ Fer eftirlitið fram á það við lífeyrissjóðinn ritun fundargerða lífeyrissjóðsins verði framvegis með þeim hætti að hægt sé að sýna fram á að sjónarmið og hagsmunir lífeyrissjóðsins hafi verið í fyrirrúmi við ákvörðunartöku. Einnig er farið fram á það að álífeyrissjóðurinn gripi til ráðstafana til að lágmarkaorðsporsáhættu vegna hagsmunatengsla sjóðsins og rekstraraðila og endurskoði verklag sitt auk þess sem að farið er fram á það að lífeyrissjóðurinn geri Fjármálaeftirlitinu grein fyrir þeim aðgerðum sem sjóðurinn hefur eða hyggst grípa til til þess að bæta verklag við fjárfestingarákvarðanir.Frjálsi segist hafa brugðist við Í yfirlýsingu frá Frjálsa lífeyrissjóðnum segir að sjóðurinn hafi brugðist við niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins og gert viðeigandi úrbætur. Í því felst meðal annars að í ákveðnum tilvikum verði óskað eftir utanaðkomandi greiningum á fýsileika og áhættu fjárfestinga. Markmið breytinganna er að lágmarka orðsporsáhættu vegna útvistunar á rekstri sjóðsins til fjármálafyrirtækis.Yfirlýsing Frjálsa lífeyrissjóðsins í heild sinni„Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins (Frjálsi) hefur brugðist við niðurstöðum athugunar Fjármálaeftirlitsins (FME) vegna fjárfestingar sjóðsins í United Silicon og gert viðeigandi úrbætur. Fjárfestingarferli sjóðsins hefur verið lagað enn frekar að kröfum um gagnsæi og ásýnd vegna orðsporsáhættu, sér í lagi þegar rekstaraðili sjóðsins eða aðilar honum tengdir eru einnig haghafar að fjárfestingarverkefnum. Í því felst meðal annars að í ákveðnum tilvikum verði óskað eftir utanaðkomandi greiningum á fýsileika og áhættu fjárfestinga. Markmið breytinganna er að lágmarka orðsporsáhættu vegna útvistunar á rekstri sjóðsins til fjármálafyrirtækis. Slíkt rekstrarfyrirkomulag er við líði hjá fimm öðrum lífeyrissjóðum og hefur að mati stjórnar Frjálsa átt drjúgan þátt í velgengni sjóðsins þá fjóra áratugi sem hann hefur starfað.Stjórnin hefur einnig breytt starfsreglum sínum þannig að fundargerðir stjórnarfunda veiti gleggri heildarsýn yfir umræður á stjórnarfundum. Ástæða þykir til að leiða skýrt í ljós við ritun fundargerða að sjónarmið og hagsmunir lífeyrissjóðsins séu jafnan í fyrirrúmi við ákvarðanatöku.Engar athugasemdir koma fram í athugun FME um að lög, reglur, reglugerðir eða samþykktir sjóðsins hafi verið brotnar af hálfu Frjálsa. Hinsvegar telur FME að sá hluti fjárfestingarferlisins sem snýr að mati á orðsporsáhættu og skjalfestingu á forsendum og umræðum í tengslum við ákvarðanir stjórnar hafi ekki verið eðlilegur og heilbrigður. Stjórnin telur að í reynd hafi ekki skort á gagnrýna umræðu innan stjórnar í fjárfestingarferlinu. Hún gerir hins vegar ekki ágreining við FME um að hún hefði mátt taka meira tillit til þeirrar orðsporsáhættu sem fjárfestingunni var samfara og til þess að ritun fundargerða hefði mátt fanga betur umræður stjórnarfunda.“ United Silicon Tengdar fréttir Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29 Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fjárfestingin í kísilveri United Silicon verstu viðskipti ársins Fjárfesting Arion banka og lífeyrissjóða í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. Lífeyrissjóðurinn útvistar starfsemi sinni til Arion banka sem var einnig stór fjárfestir í United Silicon. Þetta er mat Fjármálaeftirlitsins sem hóf athugun á ferli fjárfestingar Frjálsa lífeyrissjóðsins í United Silicon í haust. Segir í niðurstöðu eftirlitsins að með hliðsjón af „hinu sérstaka rekstrarfyrirkomulagi lífeyrissjóðsins og hagsmunatengslum rekstraraðila lífeyrissjóðsins við umrædda fjárfestingu“ hafi Frjálsi lífeyrissjóðurinn ekki tekið fullnægjandi tillit til þeirrar orðsporðsáhættu sem lífeyrissjóðurinn stór frammi fyrir vegna þessa. „Þá taldi stofnunin að skjalfesting á forsendum og umræðum í tengslum við ákvörðun stjórnar hefði verið ófullnægjandi í ljósi þess að lífeyrissjóðurinn og rekstraraðili hans voru báðir hagsmunaaðilar að verkefninu,“ segir í niðurstöðunni. Með hliðsjón af þessu er það mat eftirlitsins að „fjárfestingarferli lífeyrissjóðsins hafi ekki verið eðlilegt og heilbrigt.“ Fer eftirlitið fram á það við lífeyrissjóðinn ritun fundargerða lífeyrissjóðsins verði framvegis með þeim hætti að hægt sé að sýna fram á að sjónarmið og hagsmunir lífeyrissjóðsins hafi verið í fyrirrúmi við ákvörðunartöku. Einnig er farið fram á það að álífeyrissjóðurinn gripi til ráðstafana til að lágmarkaorðsporsáhættu vegna hagsmunatengsla sjóðsins og rekstraraðila og endurskoði verklag sitt auk þess sem að farið er fram á það að lífeyrissjóðurinn geri Fjármálaeftirlitinu grein fyrir þeim aðgerðum sem sjóðurinn hefur eða hyggst grípa til til þess að bæta verklag við fjárfestingarákvarðanir.Frjálsi segist hafa brugðist við Í yfirlýsingu frá Frjálsa lífeyrissjóðnum segir að sjóðurinn hafi brugðist við niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins og gert viðeigandi úrbætur. Í því felst meðal annars að í ákveðnum tilvikum verði óskað eftir utanaðkomandi greiningum á fýsileika og áhættu fjárfestinga. Markmið breytinganna er að lágmarka orðsporsáhættu vegna útvistunar á rekstri sjóðsins til fjármálafyrirtækis.Yfirlýsing Frjálsa lífeyrissjóðsins í heild sinni„Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins (Frjálsi) hefur brugðist við niðurstöðum athugunar Fjármálaeftirlitsins (FME) vegna fjárfestingar sjóðsins í United Silicon og gert viðeigandi úrbætur. Fjárfestingarferli sjóðsins hefur verið lagað enn frekar að kröfum um gagnsæi og ásýnd vegna orðsporsáhættu, sér í lagi þegar rekstaraðili sjóðsins eða aðilar honum tengdir eru einnig haghafar að fjárfestingarverkefnum. Í því felst meðal annars að í ákveðnum tilvikum verði óskað eftir utanaðkomandi greiningum á fýsileika og áhættu fjárfestinga. Markmið breytinganna er að lágmarka orðsporsáhættu vegna útvistunar á rekstri sjóðsins til fjármálafyrirtækis. Slíkt rekstrarfyrirkomulag er við líði hjá fimm öðrum lífeyrissjóðum og hefur að mati stjórnar Frjálsa átt drjúgan þátt í velgengni sjóðsins þá fjóra áratugi sem hann hefur starfað.Stjórnin hefur einnig breytt starfsreglum sínum þannig að fundargerðir stjórnarfunda veiti gleggri heildarsýn yfir umræður á stjórnarfundum. Ástæða þykir til að leiða skýrt í ljós við ritun fundargerða að sjónarmið og hagsmunir lífeyrissjóðsins séu jafnan í fyrirrúmi við ákvarðanatöku.Engar athugasemdir koma fram í athugun FME um að lög, reglur, reglugerðir eða samþykktir sjóðsins hafi verið brotnar af hálfu Frjálsa. Hinsvegar telur FME að sá hluti fjárfestingarferlisins sem snýr að mati á orðsporsáhættu og skjalfestingu á forsendum og umræðum í tengslum við ákvarðanir stjórnar hafi ekki verið eðlilegur og heilbrigður. Stjórnin telur að í reynd hafi ekki skort á gagnrýna umræðu innan stjórnar í fjárfestingarferlinu. Hún gerir hins vegar ekki ágreining við FME um að hún hefði mátt taka meira tillit til þeirrar orðsporsáhættu sem fjárfestingunni var samfara og til þess að ritun fundargerða hefði mátt fanga betur umræður stjórnarfunda.“
United Silicon Tengdar fréttir Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29 Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fjárfestingin í kísilveri United Silicon verstu viðskipti ársins Fjárfesting Arion banka og lífeyrissjóða í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48
Fjárfestingin í kísilveri United Silicon verstu viðskipti ársins Fjárfesting Arion banka og lífeyrissjóða í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 27. desember 2017 07:00
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent