Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 20:00 Í opnu bréfi foreldra til þingmanna þar sem barnaverndarkerfið á Íslandi var sagt að þrotum komið, kom meðal annars fram að börn fái ekki viðeigandi hjálp í skólakerfinu og að skólastjórnendur segi við foreldra að þeir geti ekki aðstoðað börnin, þar sem fagþjónustan sé ekki til staðar. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir skólastjórnendur hafa upplifað mikinn vanmátt um árabil. Að skólastjórar tilkynni vímuefnaneyslu barna til barnaverndarnefnda og leiti aðstoðar hjá þjónustumiðstöðvum en komi oft að lokuðum dyrum. „Það vantar aukin úrræði fyrir börn sem eiga í margþættum vanda og það hefur valdið skólastjórnendum vandræðum á undanförnum árum,“ segir hann. Þorsteinn segir því dæmi um að nemendur séu í skólanum sem ættu frekar að vera á sérhæfum stofnunum að fá faglega aðstoð. Þannig skili úrræðaleysið sér inn í skólastofurnar og auki álag á kennara. „Við finnum fyrir þessu í skólanum og gerum okkur ljóst að börn innan grunnskóla sem ánetjast vímuefnum eiga ekki heima í grunnskólum. Þau þurfa viðeigandi þjónustu sem grípur inn í, sem aðstoðar að koma í veg fyrir vandann svo þau nái góðum árangri í samfélaginu.“ Mikið hefur verið rætt um vímuefnavanda ungs fólks síðustu vikur og fer skólasamfélagið ekki varhluta af þeirri þróun. „Því er ekki að neita. Við verðum umtalsvert vör við að það er aukinn fíknivandi í samfélaginu og hann nær sífellt til yngra fólks,“ segir Þorsteinn Sæberg. Tengdar fréttir „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
Í opnu bréfi foreldra til þingmanna þar sem barnaverndarkerfið á Íslandi var sagt að þrotum komið, kom meðal annars fram að börn fái ekki viðeigandi hjálp í skólakerfinu og að skólastjórnendur segi við foreldra að þeir geti ekki aðstoðað börnin, þar sem fagþjónustan sé ekki til staðar. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir skólastjórnendur hafa upplifað mikinn vanmátt um árabil. Að skólastjórar tilkynni vímuefnaneyslu barna til barnaverndarnefnda og leiti aðstoðar hjá þjónustumiðstöðvum en komi oft að lokuðum dyrum. „Það vantar aukin úrræði fyrir börn sem eiga í margþættum vanda og það hefur valdið skólastjórnendum vandræðum á undanförnum árum,“ segir hann. Þorsteinn segir því dæmi um að nemendur séu í skólanum sem ættu frekar að vera á sérhæfum stofnunum að fá faglega aðstoð. Þannig skili úrræðaleysið sér inn í skólastofurnar og auki álag á kennara. „Við finnum fyrir þessu í skólanum og gerum okkur ljóst að börn innan grunnskóla sem ánetjast vímuefnum eiga ekki heima í grunnskólum. Þau þurfa viðeigandi þjónustu sem grípur inn í, sem aðstoðar að koma í veg fyrir vandann svo þau nái góðum árangri í samfélaginu.“ Mikið hefur verið rætt um vímuefnavanda ungs fólks síðustu vikur og fer skólasamfélagið ekki varhluta af þeirri þróun. „Því er ekki að neita. Við verðum umtalsvert vör við að það er aukinn fíknivandi í samfélaginu og hann nær sífellt til yngra fólks,“ segir Þorsteinn Sæberg.
Tengdar fréttir „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
„Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16