Skagamenn fá að ráða örlögum strompsins Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2018 22:00 Strompurinn á Akranesi sést hér fyrir miðri mynd. Vísir/GVA Íbúum á Akranesi mun standa til boða að segja sína skoðun á því hvort rífa eigi stromp Sementsverksmiðju ríkisins eða láta hann standa. Munu þeir hafa færi á að segja sína skoðun í könnun sem fer fram á vef Akraneskaupstaðar og verður kynnt fljótlega að sögn bæjarstjórans. Greint var fyrst frá könnuninni á vef Morgunblaðsins en niðurrif á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Á Sementsreitnum eiga að rísa 356 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina. Bæjarstjórinn segir um gríðarlega breytingu að ræða á heildarmynd bæjarins. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesivísir/daníel Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi hann segir bæjaryfirvöld hafa ákveðið þessa könnun fyrir nokkrum vikum. Var það gert vegna umræðu um þennan gamla stromp sem hefur hefur þótt afar einkennandi fyrir ásýnd bæjarstæðisins á Akranesi. „Umræðan byrjaði fyrir ári síðan þegar við vorum að undirbúa niðurrifið. Þá voru margir þeirrar skoðunar að að hann yrði að vera áfram og það þyrfti að nýta hann með einhverjum hætti. Svo hefur umræðan verið að færast til,“ segir Sævar og nefnir til að mynda skoðanakönnun á vef Skagafrétta þar sem sex af hverjum tíu vildu rífa sementsstrompinn. „Við ætlum að taka af skarið og vera með eina vandaða skoðanakönnun á þessu og þá hafa bæjarfulltrúar þetta með framan sig þegar þeir taka ákvörðun,“ segir Sævar.Á kynningarfundi vegna framkvæmdanna kom fram í umræðu um strompinn að hann væri hættulegur og þyrfti því að rífa hann niður. Þar var einnig greint frá úttekt Mannvits á viðhaldskostnaði ef strompurinn fengi að standa. Kostnaðurinn yrði 30 milljónir króna í upphafi og síðan 2 til 3 milljónir á nokkurra ára fresti. Sævar Freyr segir vera þeirra skoðunar að strompurinn eigi að fá að víkja. „En að skilin verði eftir ummerki um hann þannig að fólk geti séð leifar af því hvar hann stóð. Það er þannig sem ég myndi vilja ganga frá því, á snyrtilegan hátt, þannig að það yrði gaman að koma að því. “ Skipulag Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Íbúum á Akranesi mun standa til boða að segja sína skoðun á því hvort rífa eigi stromp Sementsverksmiðju ríkisins eða láta hann standa. Munu þeir hafa færi á að segja sína skoðun í könnun sem fer fram á vef Akraneskaupstaðar og verður kynnt fljótlega að sögn bæjarstjórans. Greint var fyrst frá könnuninni á vef Morgunblaðsins en niðurrif á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Á Sementsreitnum eiga að rísa 356 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina. Bæjarstjórinn segir um gríðarlega breytingu að ræða á heildarmynd bæjarins. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesivísir/daníel Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi hann segir bæjaryfirvöld hafa ákveðið þessa könnun fyrir nokkrum vikum. Var það gert vegna umræðu um þennan gamla stromp sem hefur hefur þótt afar einkennandi fyrir ásýnd bæjarstæðisins á Akranesi. „Umræðan byrjaði fyrir ári síðan þegar við vorum að undirbúa niðurrifið. Þá voru margir þeirrar skoðunar að að hann yrði að vera áfram og það þyrfti að nýta hann með einhverjum hætti. Svo hefur umræðan verið að færast til,“ segir Sævar og nefnir til að mynda skoðanakönnun á vef Skagafrétta þar sem sex af hverjum tíu vildu rífa sementsstrompinn. „Við ætlum að taka af skarið og vera með eina vandaða skoðanakönnun á þessu og þá hafa bæjarfulltrúar þetta með framan sig þegar þeir taka ákvörðun,“ segir Sævar.Á kynningarfundi vegna framkvæmdanna kom fram í umræðu um strompinn að hann væri hættulegur og þyrfti því að rífa hann niður. Þar var einnig greint frá úttekt Mannvits á viðhaldskostnaði ef strompurinn fengi að standa. Kostnaðurinn yrði 30 milljónir króna í upphafi og síðan 2 til 3 milljónir á nokkurra ára fresti. Sævar Freyr segir vera þeirra skoðunar að strompurinn eigi að fá að víkja. „En að skilin verði eftir ummerki um hann þannig að fólk geti séð leifar af því hvar hann stóð. Það er þannig sem ég myndi vilja ganga frá því, á snyrtilegan hátt, þannig að það yrði gaman að koma að því. “
Skipulag Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira