Landvernd vill Þingvallaveg í umhverfismat og krefst stöðvunar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Þingvallavegur er fjölfarinn, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Vísir/Vilhelm Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að endurbætur á Þingvallavegi milli þjónustumiðstöðvar og syðri vegamóta við Vallarveg í Bláskógabyggð skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Í kæru Landverndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi og að endurbætur á Þingvallavegi verði stöðvaðar á meðan kærumálið er hjá nefndinni. „Þessi krafa er gerð til að koma í veg fyrir yfirvofandi náttúruspjöll,“ segir í kærunni. „Fyrir liggur að framkvæmdaraðilar eru tilbúnir að hefja verkið á næstu vikum eða mánuðum.“ Í rökstuðningi sínum vísar Landvernd til ýmissa verndarákvæða sem eiga við um svæðið. Svæðið njóti verndar samkvæmt lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og samkvæmt skráningu á Heimsminjaskrá UNESCO. Einnig sé vistkerfi á svæðinu afar viðkvæmt. Jafnframt sé ljóst að áhrif á birkiskóg og eldhraun á svæðinu verði neikvæð, en þessi svæði njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Þá bendir Landvernd á að í ákvörðun Skipulagsstofnunar komi fram að áhrif á fernar fornleifar verði neikvæð og óafturkræf. Þó séu áhrifin ekki talin breyta einkennum jarðminja í þjóðgarðinum á Þingvöllum. „Skipulagsstofnun segir þrátt fyrir ofangreint að endurbætur á Þingvallavegi séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Landvernd bendir aftur á móti á framangreindar niðurstöður stofnunarinnar sem sýna sannarlega neikvæð umhverfisáhrif. Hvenær verða umhverfisáhrif framkvæmda umtalsverð?“ segir í kærunni. Landvernd telur málið vanreifað og að full ástæða sé til að opna fyrir samráð meðal almennings um framkvæmdina. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að endurbætur á Þingvallavegi milli þjónustumiðstöðvar og syðri vegamóta við Vallarveg í Bláskógabyggð skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Í kæru Landverndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi og að endurbætur á Þingvallavegi verði stöðvaðar á meðan kærumálið er hjá nefndinni. „Þessi krafa er gerð til að koma í veg fyrir yfirvofandi náttúruspjöll,“ segir í kærunni. „Fyrir liggur að framkvæmdaraðilar eru tilbúnir að hefja verkið á næstu vikum eða mánuðum.“ Í rökstuðningi sínum vísar Landvernd til ýmissa verndarákvæða sem eiga við um svæðið. Svæðið njóti verndar samkvæmt lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og samkvæmt skráningu á Heimsminjaskrá UNESCO. Einnig sé vistkerfi á svæðinu afar viðkvæmt. Jafnframt sé ljóst að áhrif á birkiskóg og eldhraun á svæðinu verði neikvæð, en þessi svæði njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Þá bendir Landvernd á að í ákvörðun Skipulagsstofnunar komi fram að áhrif á fernar fornleifar verði neikvæð og óafturkræf. Þó séu áhrifin ekki talin breyta einkennum jarðminja í þjóðgarðinum á Þingvöllum. „Skipulagsstofnun segir þrátt fyrir ofangreint að endurbætur á Þingvallavegi séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Landvernd bendir aftur á móti á framangreindar niðurstöður stofnunarinnar sem sýna sannarlega neikvæð umhverfisáhrif. Hvenær verða umhverfisáhrif framkvæmda umtalsverð?“ segir í kærunni. Landvernd telur málið vanreifað og að full ástæða sé til að opna fyrir samráð meðal almennings um framkvæmdina.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira