Með rúmlega tvær milljónir á mánuði Hörður Ægisson skrifar 12. apríl 2018 08:00 Stefnir, sem er dótturfélag Arions-banka, borgar hæstu launin á meðal stærstu sjóðastýringarfyrirtækja landsins. VÍSIR/PJETUR Meðallaun starfsmanna Stefnis, dótturfélags Arion banka og stærsta sjóðastýringarfyrirtækis landsins, námu tæplega 2.100 þúsundum króna á mánuði í fyrra og hækkuðu um 13 prósent á milli ára. Af stærstu sjóðastýringarfélögunum greiddi Stefnir sem fyrr hæstu launin á síðasta ári en laun starfsmanna GAMMA Capital Management hækkuðu hins vegar mest, eða um 327 þúsund krónur á mánuði, og voru þau að meðaltali um 1.716 þúsund. Í prósentum talið hækkuðu laun starfsmanna félagsins, en fjöldi þeirra var að meðaltali 22 á árinu, því um 23,5 prósent á árinu. Launagreiðslur til starfsmanna Íslandssjóða og Landsbréfa, dótturfélaga Íslandsbanka og Landsbankans, voru að meðaltali um 1.670 þúsund krónur á mánuði á liðnu ári, eða um 400 þúsundum lægri en hjá Stefni. Á meðan laun starfsmanna Landsbréfa hækkuðu að jafnaði um 5 prósent í fyrra lækkuðu þau um 4,7 prósent í tilfelli Íslandssjóða en það skýrist að hluta til vegna starfslokasamnings við fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins sem var gjaldfærður á árinu 2016. Starfsmenn Júpíters rekstrarfélags, dótturfélags Kviku banka, voru hins vegar með næsthæstu launin á meðal helstu sjóðastýringarfyrirtækja landsins. Námu þau að meðaltali nærri 1.900 þúsundum króna í fyrra og hækkuðu um rúmlega 100 þúsund á milli ára. Upplýsingar um launagreiðslur fyrirtækjanna byggja á nýbirtum ársreikningum þeirra um heildarlaun og meðalfjölda starfsmanna á árinu 2017. Í einhverjum tilfellum, meðal annars hjá Stefni, innihalda þær greiðslur kaupauka sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félaganna fengu í sinn hlut í fyrra. Hagnaðurinn jókst mikið í fyrra Sjóðastýringarfélög stóru bankanna eru hvað umsvifamest á eignastýringarmarkaði og voru þau með eignir í stýringu upp á samanlagt um 760 milljarða í árslok 2017. Sé hins vegar einnig tekið tillit til Júpíters og GAMMA eru þessi fimm stærstu sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 970 milljarða eignir í stýringu. Íslandsbanki og Landsbankinn eru eins og kunnugt er í eigu íslenska ríkisins. Þrátt fyrir að eignir í stýringu Stefnis hafi minnkað um liðlega 60 milljarða á árinu, meðal annars vegna innlausna lífeyrissjóða, þá er félagið með nærri 350 milljarða í stýringu og nam hagnaður þess 1.680 milljónum í fyrra og næstum tvöfaldaðist á milli ára. Afkoma Landsbréfa batnaði einnig umtalsvert á síðasta ári, einkum vegna árangurstengdra þóknana af rekstri framtakssjóða, þar sem hagnaðurinn jókst um rúmlega 400 milljónir og var samtals 1.113 milljónir. Hagnaður Íslandssjóða var 183 milljónir borið saman við 97 milljóna hagnað árið áður. Júpíter skilaði um 59 milljóna króna hagnaði í fyrra og tvöfaldaðist hann á milli ára. Eignir í stýringu voru rúmlega 70 milljarðar í árslok, borið saman við 31 milljarð árið áður, en sú aukning skýrist einkum af sameiningu við sjóði sem áður voru í stýringu Virðingar og Öldu en félögin voru yfirtekin af Kviku banka á árinu. Á sama tíma og meðallaun starfsmanna GAMMA hækkuðu verulega á síðasta ári versnaði afkoma félagsins aftur á móti og dróst hagnaðurinn saman um rúmlega fjórðung og var tæplega 626 milljónir. Námu eignir í stýringu GAMMA 139 milljörðum í árslok. Á undanförnum árum hefur verið hvað mest launaskrið á meðal sjóðastýringarfélaganna hjá Stefni. Meðalmánaðarlaun starfsmanna Stefnis námu þannig um 820 þúsundum króna á árinu 2009 og hafa þau því hækkað um liðlega 155 prósent á síðustu átta árum. Á sama tíma hefur almenn launavísitala hækkað um rúmlega 60 prósent. Þá eru meðallaun starfsmanna í stærstu sjóðastýringarfyrirtækjum landsins töluvert hærri en almennt þekkist innan fjármálageirans. Heildarlaun í fjármála- og vátryggingarstarfsemi voru að meðaltali um 893 þúsund krónur á mánuði á árinu 2016, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, en ekki hafa verið birtar tölur fyrir árið 2017. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Meðallaun starfsmanna Stefnis, dótturfélags Arion banka og stærsta sjóðastýringarfyrirtækis landsins, námu tæplega 2.100 þúsundum króna á mánuði í fyrra og hækkuðu um 13 prósent á milli ára. Af stærstu sjóðastýringarfélögunum greiddi Stefnir sem fyrr hæstu launin á síðasta ári en laun starfsmanna GAMMA Capital Management hækkuðu hins vegar mest, eða um 327 þúsund krónur á mánuði, og voru þau að meðaltali um 1.716 þúsund. Í prósentum talið hækkuðu laun starfsmanna félagsins, en fjöldi þeirra var að meðaltali 22 á árinu, því um 23,5 prósent á árinu. Launagreiðslur til starfsmanna Íslandssjóða og Landsbréfa, dótturfélaga Íslandsbanka og Landsbankans, voru að meðaltali um 1.670 þúsund krónur á mánuði á liðnu ári, eða um 400 þúsundum lægri en hjá Stefni. Á meðan laun starfsmanna Landsbréfa hækkuðu að jafnaði um 5 prósent í fyrra lækkuðu þau um 4,7 prósent í tilfelli Íslandssjóða en það skýrist að hluta til vegna starfslokasamnings við fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins sem var gjaldfærður á árinu 2016. Starfsmenn Júpíters rekstrarfélags, dótturfélags Kviku banka, voru hins vegar með næsthæstu launin á meðal helstu sjóðastýringarfyrirtækja landsins. Námu þau að meðaltali nærri 1.900 þúsundum króna í fyrra og hækkuðu um rúmlega 100 þúsund á milli ára. Upplýsingar um launagreiðslur fyrirtækjanna byggja á nýbirtum ársreikningum þeirra um heildarlaun og meðalfjölda starfsmanna á árinu 2017. Í einhverjum tilfellum, meðal annars hjá Stefni, innihalda þær greiðslur kaupauka sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félaganna fengu í sinn hlut í fyrra. Hagnaðurinn jókst mikið í fyrra Sjóðastýringarfélög stóru bankanna eru hvað umsvifamest á eignastýringarmarkaði og voru þau með eignir í stýringu upp á samanlagt um 760 milljarða í árslok 2017. Sé hins vegar einnig tekið tillit til Júpíters og GAMMA eru þessi fimm stærstu sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 970 milljarða eignir í stýringu. Íslandsbanki og Landsbankinn eru eins og kunnugt er í eigu íslenska ríkisins. Þrátt fyrir að eignir í stýringu Stefnis hafi minnkað um liðlega 60 milljarða á árinu, meðal annars vegna innlausna lífeyrissjóða, þá er félagið með nærri 350 milljarða í stýringu og nam hagnaður þess 1.680 milljónum í fyrra og næstum tvöfaldaðist á milli ára. Afkoma Landsbréfa batnaði einnig umtalsvert á síðasta ári, einkum vegna árangurstengdra þóknana af rekstri framtakssjóða, þar sem hagnaðurinn jókst um rúmlega 400 milljónir og var samtals 1.113 milljónir. Hagnaður Íslandssjóða var 183 milljónir borið saman við 97 milljóna hagnað árið áður. Júpíter skilaði um 59 milljóna króna hagnaði í fyrra og tvöfaldaðist hann á milli ára. Eignir í stýringu voru rúmlega 70 milljarðar í árslok, borið saman við 31 milljarð árið áður, en sú aukning skýrist einkum af sameiningu við sjóði sem áður voru í stýringu Virðingar og Öldu en félögin voru yfirtekin af Kviku banka á árinu. Á sama tíma og meðallaun starfsmanna GAMMA hækkuðu verulega á síðasta ári versnaði afkoma félagsins aftur á móti og dróst hagnaðurinn saman um rúmlega fjórðung og var tæplega 626 milljónir. Námu eignir í stýringu GAMMA 139 milljörðum í árslok. Á undanförnum árum hefur verið hvað mest launaskrið á meðal sjóðastýringarfélaganna hjá Stefni. Meðalmánaðarlaun starfsmanna Stefnis námu þannig um 820 þúsundum króna á árinu 2009 og hafa þau því hækkað um liðlega 155 prósent á síðustu átta árum. Á sama tíma hefur almenn launavísitala hækkað um rúmlega 60 prósent. Þá eru meðallaun starfsmanna í stærstu sjóðastýringarfyrirtækjum landsins töluvert hærri en almennt þekkist innan fjármálageirans. Heildarlaun í fjármála- og vátryggingarstarfsemi voru að meðaltali um 893 þúsund krónur á mánuði á árinu 2016, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, en ekki hafa verið birtar tölur fyrir árið 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira