Eigandi British Airways skoðar kaup á Norwegian Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2018 13:47 Norwegian Air hefur vaxið hratt undanfarin ár. Vísir/Getty IAG SA, eigandi breska flugfélagsins British Airways, hefur keypt rúman fjögurra prósenta hlut í norska flugfélaginu Norwegian Air. Félagið er sagt vera að íhuga yfirtöku á Norwegian. Félagið hefur keypt alls 4,61 prósent hlut í Norwegian, sem vaxið hefur gríðarlega undanfarin ár en glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu vegna hraðs vaxtar og harðrar samkeppni. Á félagið meðal annars í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og WOW air. Markaðsvirði Norwegian er metið á milljarð dollara, um hundrað milljarða króna, en möguleg kaup IAG á félaginu eru metin á þrjá milljarða dollara, um þrjú hundruð milljarða króna.Í frétt Bloomberg segir að IAG hafi á undanförnum mánuðum fylgst náið með Norwegian og muni nýta sér nýtilkomið eignarhald sitt í flugfélaginu til þess að hefja viðræður um kaup. Gengi hlutabréfa í Norwegian hafa hækkað mjög það sem af er degi í kjölfar tíðindanna, eða um 40 prósent þegar þetta er skrifað. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
IAG SA, eigandi breska flugfélagsins British Airways, hefur keypt rúman fjögurra prósenta hlut í norska flugfélaginu Norwegian Air. Félagið er sagt vera að íhuga yfirtöku á Norwegian. Félagið hefur keypt alls 4,61 prósent hlut í Norwegian, sem vaxið hefur gríðarlega undanfarin ár en glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu vegna hraðs vaxtar og harðrar samkeppni. Á félagið meðal annars í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og WOW air. Markaðsvirði Norwegian er metið á milljarð dollara, um hundrað milljarða króna, en möguleg kaup IAG á félaginu eru metin á þrjá milljarða dollara, um þrjú hundruð milljarða króna.Í frétt Bloomberg segir að IAG hafi á undanförnum mánuðum fylgst náið með Norwegian og muni nýta sér nýtilkomið eignarhald sitt í flugfélaginu til þess að hefja viðræður um kaup. Gengi hlutabréfa í Norwegian hafa hækkað mjög það sem af er degi í kjölfar tíðindanna, eða um 40 prósent þegar þetta er skrifað.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00