Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. apríl 2018 20:00 Meintur þolandi í máli starfsmanns Barnaverndar segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig en að það hafi verið í hvert skipti sem þeir hittust. Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur hefur setið í gæsluvarðandi frá því í janúar grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Talið er að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem stuðningsfulltrúi til þess að nálgast börnin en ekkert þeirra var vistað á heimili barnaverndar þar sem maðurinn starfaði. Frá því málið var kært í ágúst í fyrra komu í ljós ýmsar brotalamir í verkferlum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur en tilkynningum í málinu var illa eða ekki sinnt. Bæði lögregla og barnavernd hafa viðurkennt mistök og steig Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn til hliðar sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þá hefur Halldóra D. Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur sagt starfi sínu lausu. „Frá upphafi, þegar ég kom að þessu máli, þá var alveg ljóst að kerfið hefur brugðist. Það brást þeim sem þurftu mest á því að halda,“ segir Sævar Þór Jónsson, verjandi þolanda í málinu. Einn meintra þolenda mannsins segist nú í fyrsta skipti trúa því að ná fram réttlæti í málinu þar sem ákæra verður gefin út. „Ég var ekkert einu sinni viss um að þetta færi svona langt fyrst þegar ég fór til hans. En núna í dag er ég frekar viss um að við náum jafnvel að klára þetta,“ segir maðurinn. Nokkrir af meintum þolendum mannsins voru aftur boðaðir til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í síðustu viku vegna nýrra upplýsinga. Einn þeirra segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en við fermingu að maðurinn hafði verið búinn að brjóta á sér í mörg ár. „Hann keypti mann alltaf. Leyfði manni að fara í tölvuna, vaka fram eftir, gaf manni pening. Ég fattaði það ekki fyrr en ég var að fermast að allt það sem hann gerði var í raun og veru rangt. Þá fyrst byrjaði mér að líða virkilega illa út af þessu.“Gerir þú þér grein fyrir hvað þetta gerðist oft?„Ég hef ekki hugmynd, þetta var allt of oft. Ég hef ekki tölu á því, ég get ekki einu sinni rifjað upp öll skiptin. Þetta var nánast í hvert einasta skipti sem ég kom til hans.“ Sævar segir að skaðabótaábyrgð snúa alfarið að Barnavernd Reykjavíkurborgar en ekki lögreglu vegna þeirra mistaka sem voru gerð við meðhöndlun eins málanna sem tilkynnt var 2008. Ekki var unnið úr þeirri tilkynningu en brot mannsins gegn skjólstæðingi Sævars stóðu yfir á árunum 2004-2010. Ef mark hefði verið tekið á tilkynningunni 2008 hefði verið hægt að koma í veg fyrir frekari brot. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Sjá meira
Meintur þolandi í máli starfsmanns Barnaverndar segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig en að það hafi verið í hvert skipti sem þeir hittust. Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur hefur setið í gæsluvarðandi frá því í janúar grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Talið er að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem stuðningsfulltrúi til þess að nálgast börnin en ekkert þeirra var vistað á heimili barnaverndar þar sem maðurinn starfaði. Frá því málið var kært í ágúst í fyrra komu í ljós ýmsar brotalamir í verkferlum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur en tilkynningum í málinu var illa eða ekki sinnt. Bæði lögregla og barnavernd hafa viðurkennt mistök og steig Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn til hliðar sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þá hefur Halldóra D. Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur sagt starfi sínu lausu. „Frá upphafi, þegar ég kom að þessu máli, þá var alveg ljóst að kerfið hefur brugðist. Það brást þeim sem þurftu mest á því að halda,“ segir Sævar Þór Jónsson, verjandi þolanda í málinu. Einn meintra þolenda mannsins segist nú í fyrsta skipti trúa því að ná fram réttlæti í málinu þar sem ákæra verður gefin út. „Ég var ekkert einu sinni viss um að þetta færi svona langt fyrst þegar ég fór til hans. En núna í dag er ég frekar viss um að við náum jafnvel að klára þetta,“ segir maðurinn. Nokkrir af meintum þolendum mannsins voru aftur boðaðir til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í síðustu viku vegna nýrra upplýsinga. Einn þeirra segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en við fermingu að maðurinn hafði verið búinn að brjóta á sér í mörg ár. „Hann keypti mann alltaf. Leyfði manni að fara í tölvuna, vaka fram eftir, gaf manni pening. Ég fattaði það ekki fyrr en ég var að fermast að allt það sem hann gerði var í raun og veru rangt. Þá fyrst byrjaði mér að líða virkilega illa út af þessu.“Gerir þú þér grein fyrir hvað þetta gerðist oft?„Ég hef ekki hugmynd, þetta var allt of oft. Ég hef ekki tölu á því, ég get ekki einu sinni rifjað upp öll skiptin. Þetta var nánast í hvert einasta skipti sem ég kom til hans.“ Sævar segir að skaðabótaábyrgð snúa alfarið að Barnavernd Reykjavíkurborgar en ekki lögreglu vegna þeirra mistaka sem voru gerð við meðhöndlun eins málanna sem tilkynnt var 2008. Ekki var unnið úr þeirri tilkynningu en brot mannsins gegn skjólstæðingi Sævars stóðu yfir á árunum 2004-2010. Ef mark hefði verið tekið á tilkynningunni 2008 hefði verið hægt að koma í veg fyrir frekari brot.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Sjá meira