Ekki bara spilað heldur dansað líka Jónas Sen skrifar 13. apríl 2018 12:00 Í Norðurljósum á sunnudaginn var þó dansað við tónlist frá barokktímanum. Dansararnir voru þau Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Ásgeir Helgi Magnússon. Tónlistin var eftir frönsk barokktónskáld í uppáhaldi hjá aðalsfólki og hirð Loðvíks 14. og 15. „Börn eiga að vera séð, ekki heyrð.“ Þetta var algeng skoðun í gamla daga. Segja má að því sé öfugt farið um barokkdansa á tónleikum nútímans. Þeir eru heyrðir, ekki séðir. Veraldleg barokktónlist (þegar Bach og Händel voru á lífi) skiptist oftast í stutta kafla sem bera nöfn mismunandi danstegunda. Þetta eru chaconne, menúett, badinage, sarabanda, allemande o.s.frv. Maður heyrir slíka tónlist á tónleikum með reglulegu millibili, en þá er hún slitin úr samhengi. Það er ekki dansað við hana. Í Norðurljósum á sunnudaginn var þó dansað við tónlist frá barokktímanum. Dansararnir voru þau Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Ásgeir Helgi Magnússon. Tónlistin var eftir frönsk barokktónskáld í uppáhaldi hjá aðalsfólki og hirð Loðvíks 14. og 15. Það var dásamleg tilbreyting að meðtaka svona músík eins og hún var upphaflega hugsuð. Þau Unnur og Ásgeir voru í fallegum fötum barokktímans, og dansinn sem þau stigu var einkar þokkafullur. Hann einkenndist af mjúkum, fáguðum hreyfingum og fumlausu fasi. Fyrir aftan var hljómsveitin, Barokkbandið Brák, einnig klædd í búninga tímabilsins. Hljóðfærin tilheyrðu, þarna var t.d. ekki leikið á þverflautu úr málmi, heldur var hún úr tré eins og tíðkaðist á barokktímanum. Hljómurinn úr henni er nokkuð öðruvísi, hann er þýðari og ávalari. Strengjahljómurinn var líka mildari en maður á að venjast. Heildarútkoman var ákaflega fögur, í senn lifandi og fínleg, nostursamlega ofin. Hún rímaði fullkomlega við virðulegan dansinn. Það var þó ekki allt virðulegt. Á meðan hljómsveitin spilaði chaconne eftir Leclair, köstuðu dansararnir af sér ytri klæðum, settust við borð og duttu í það. Þau drukku hvert glasið á fætur öðru, hlógu, prumpuðu reglulega (eftir því sem best var séð) og frúin fyllti jafnan á aftur. Allt var endurtekið á nákvæmlega sama hátt. Fólk kunni að leika sér á barokktímanum, þó flest hafi verið óskaplega formfast, og í þessu skemmtilega dansatriði var þess minnst á eftirminnilegan hátt. Atriðið var eftir Unni Elísabetu, sem og lokaatriðið, þar sem dansararnir tóku sér tambúrínur í hönd (litlar handtrommur með bjöllum) og slógu þær af krafti. Það var einstaklega glæsilegt, í anda barokkdansanna vissulega, en um leið fullt af nútímalegri, nánast groddalegri kímni. Tilfinningin var eins og verið væri að gefa öllu ritúalinu í gamla daga langt nef, en þó á góðlátlegan hátt. Hvert einasta atriði á tónleikunum var magnað. Barokkdansarnir voru dásamlegir, en Ingibjörg Björnsdóttir, ballettkennari og barokkdansþjálfi, kenndi þar þeim Unni og Ásgeiri þá. Nútímadansinn var líka flottur og hljóðfæraleikurinn í fremstu röð. Það mætti vera oftar eitthvað í þessum dúr á barokktónleikum á Íslandi.Niðurstaða: Fagur dans og fögur tónlist gerði tónleikana að mikilli skemmtun. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
„Börn eiga að vera séð, ekki heyrð.“ Þetta var algeng skoðun í gamla daga. Segja má að því sé öfugt farið um barokkdansa á tónleikum nútímans. Þeir eru heyrðir, ekki séðir. Veraldleg barokktónlist (þegar Bach og Händel voru á lífi) skiptist oftast í stutta kafla sem bera nöfn mismunandi danstegunda. Þetta eru chaconne, menúett, badinage, sarabanda, allemande o.s.frv. Maður heyrir slíka tónlist á tónleikum með reglulegu millibili, en þá er hún slitin úr samhengi. Það er ekki dansað við hana. Í Norðurljósum á sunnudaginn var þó dansað við tónlist frá barokktímanum. Dansararnir voru þau Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Ásgeir Helgi Magnússon. Tónlistin var eftir frönsk barokktónskáld í uppáhaldi hjá aðalsfólki og hirð Loðvíks 14. og 15. Það var dásamleg tilbreyting að meðtaka svona músík eins og hún var upphaflega hugsuð. Þau Unnur og Ásgeir voru í fallegum fötum barokktímans, og dansinn sem þau stigu var einkar þokkafullur. Hann einkenndist af mjúkum, fáguðum hreyfingum og fumlausu fasi. Fyrir aftan var hljómsveitin, Barokkbandið Brák, einnig klædd í búninga tímabilsins. Hljóðfærin tilheyrðu, þarna var t.d. ekki leikið á þverflautu úr málmi, heldur var hún úr tré eins og tíðkaðist á barokktímanum. Hljómurinn úr henni er nokkuð öðruvísi, hann er þýðari og ávalari. Strengjahljómurinn var líka mildari en maður á að venjast. Heildarútkoman var ákaflega fögur, í senn lifandi og fínleg, nostursamlega ofin. Hún rímaði fullkomlega við virðulegan dansinn. Það var þó ekki allt virðulegt. Á meðan hljómsveitin spilaði chaconne eftir Leclair, köstuðu dansararnir af sér ytri klæðum, settust við borð og duttu í það. Þau drukku hvert glasið á fætur öðru, hlógu, prumpuðu reglulega (eftir því sem best var séð) og frúin fyllti jafnan á aftur. Allt var endurtekið á nákvæmlega sama hátt. Fólk kunni að leika sér á barokktímanum, þó flest hafi verið óskaplega formfast, og í þessu skemmtilega dansatriði var þess minnst á eftirminnilegan hátt. Atriðið var eftir Unni Elísabetu, sem og lokaatriðið, þar sem dansararnir tóku sér tambúrínur í hönd (litlar handtrommur með bjöllum) og slógu þær af krafti. Það var einstaklega glæsilegt, í anda barokkdansanna vissulega, en um leið fullt af nútímalegri, nánast groddalegri kímni. Tilfinningin var eins og verið væri að gefa öllu ritúalinu í gamla daga langt nef, en þó á góðlátlegan hátt. Hvert einasta atriði á tónleikunum var magnað. Barokkdansarnir voru dásamlegir, en Ingibjörg Björnsdóttir, ballettkennari og barokkdansþjálfi, kenndi þar þeim Unni og Ásgeiri þá. Nútímadansinn var líka flottur og hljóðfæraleikurinn í fremstu röð. Það mætti vera oftar eitthvað í þessum dúr á barokktónleikum á Íslandi.Niðurstaða: Fagur dans og fögur tónlist gerði tónleikana að mikilli skemmtun.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira