Fjórföldun skógræktar sé arðbær fjárfesting Sveinn Arnarsson skrifar 14. apríl 2018 07:45 Þingmenn eru ósammála um hvort gert sé ráð fyrir aukningu til skógræktar í fjármálaáætlun. Fréttablaðið/Aðalsteinn Hugmyndir Skógræktar ríkisins um fjórföldun nýskógræktar næstu áratugina gætu bundið fjórðung þess sem við losum samkvæmt Kyoto-bókun loftslagssamningsins verði þær að veruleika. Þá séu hugmyndirnar arðbær fjárfesting til langs tíma. Hundruð starfa myndu verða til í greininni vítt og breitt um landið. Þingmenn eru ósammála um hvort gert sé ráð fyrir aukningu til skógræktar í fjármálaætlun. „Við sýnum fram á að fjórföldun nýskógræktar frá því sem nú er mun strax upp úr árinu 2030 hafa mikil áhrif á nettólosun gróðurhúsalofttegunda og á næstu tveimur áratugum þar á eftir munu þau áhrif tæplega sexfaldast,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar. „Heildaráhrif skógræktar væru þá um miðja þessa öld um 1,15 milljónir tonna CO2-ígilda sem er fjórðungur af núverandi heildarlosun frá Íslandi sem talin er fram í bókhaldi Kyoto-bókunar loftslagssamningsins.“ Sigríður Júlía og Arnór Snorrason kynntu þessa rannsókn sína í Hofi á Akureyri á degi skógræktar. Skógar á landinu binda nú um 400 þúsund tonn af koltvísýringi árlega. Skortur er á skógum en 95 prósentum skóglendis hér á landi hefur verið eytt og um 40 prósent jarðvegs á Íslandi hafa eyðst. Í dag er svo komið að aðeins 0,42 prósent landsins eru þakin ræktuðum skógi. Unnið er að því að ræktaðir og náttúrulegir skógar geti þakið um 4 prósent landsins árið 2040. „Einnig mátum við tekjur af kolefnisbindingu og viðarsölu á móti stofnkostnaði við nýskógrækt. Miðað við þær forsendur sem eru fyrir hendi sem og rauntölur frá skógræktinni eru raunvextir fjárfestingar í nýskógrækt metnir um 3,5 prósent miðað við fjórföldun nýskógræktar á næstu árum,“ segir Sigríður Júlía. „Að auki eru önnur mikilvæg áhrif, eins og styrking byggðar vítt og breitt um landið, ómetin en við áætlum að við getum fjölgað ársverkum í skógrækt upp í um þrjú hundruð og þá mest á landsbyggðinni.“ Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir skorta á fjárveitingar til verkefnisins. „Ég vona að menn veiti fé í þetta. Hins vegar sést það ekki í fjárlögum sem samþykkt voru í desember og er heldur ekki fyrirséð í fjármálaáætlun,“ segir Bergþór. „Þetta heyrir undir umhverfisráðherra og eðlilegt að hann hafi forgöngu um að þetta sé fært til betri vegar.“ Ari Trausti Guðmundsson er ósammála Bergþóri og styður aukninguna en segir aðra þurfa að leggjast á árarnar en bara ríkið. „Það er af og frá að það sé ekki verið að gera ráð fyrir aukningunni,“ segir Ari. „Mér finnst mikilvægt að sveitarfélög, einstaklingar og félagasamtök komi einnig að þessu sem ákveðinni tegund af þjóðarátaki til að ná þessu marki.“Ari Trausti Fréttablaðið/Ernir Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hugmyndir Skógræktar ríkisins um fjórföldun nýskógræktar næstu áratugina gætu bundið fjórðung þess sem við losum samkvæmt Kyoto-bókun loftslagssamningsins verði þær að veruleika. Þá séu hugmyndirnar arðbær fjárfesting til langs tíma. Hundruð starfa myndu verða til í greininni vítt og breitt um landið. Þingmenn eru ósammála um hvort gert sé ráð fyrir aukningu til skógræktar í fjármálaætlun. „Við sýnum fram á að fjórföldun nýskógræktar frá því sem nú er mun strax upp úr árinu 2030 hafa mikil áhrif á nettólosun gróðurhúsalofttegunda og á næstu tveimur áratugum þar á eftir munu þau áhrif tæplega sexfaldast,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar. „Heildaráhrif skógræktar væru þá um miðja þessa öld um 1,15 milljónir tonna CO2-ígilda sem er fjórðungur af núverandi heildarlosun frá Íslandi sem talin er fram í bókhaldi Kyoto-bókunar loftslagssamningsins.“ Sigríður Júlía og Arnór Snorrason kynntu þessa rannsókn sína í Hofi á Akureyri á degi skógræktar. Skógar á landinu binda nú um 400 þúsund tonn af koltvísýringi árlega. Skortur er á skógum en 95 prósentum skóglendis hér á landi hefur verið eytt og um 40 prósent jarðvegs á Íslandi hafa eyðst. Í dag er svo komið að aðeins 0,42 prósent landsins eru þakin ræktuðum skógi. Unnið er að því að ræktaðir og náttúrulegir skógar geti þakið um 4 prósent landsins árið 2040. „Einnig mátum við tekjur af kolefnisbindingu og viðarsölu á móti stofnkostnaði við nýskógrækt. Miðað við þær forsendur sem eru fyrir hendi sem og rauntölur frá skógræktinni eru raunvextir fjárfestingar í nýskógrækt metnir um 3,5 prósent miðað við fjórföldun nýskógræktar á næstu árum,“ segir Sigríður Júlía. „Að auki eru önnur mikilvæg áhrif, eins og styrking byggðar vítt og breitt um landið, ómetin en við áætlum að við getum fjölgað ársverkum í skógrækt upp í um þrjú hundruð og þá mest á landsbyggðinni.“ Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir skorta á fjárveitingar til verkefnisins. „Ég vona að menn veiti fé í þetta. Hins vegar sést það ekki í fjárlögum sem samþykkt voru í desember og er heldur ekki fyrirséð í fjármálaáætlun,“ segir Bergþór. „Þetta heyrir undir umhverfisráðherra og eðlilegt að hann hafi forgöngu um að þetta sé fært til betri vegar.“ Ari Trausti Guðmundsson er ósammála Bergþóri og styður aukninguna en segir aðra þurfa að leggjast á árarnar en bara ríkið. „Það er af og frá að það sé ekki verið að gera ráð fyrir aukningunni,“ segir Ari. „Mér finnst mikilvægt að sveitarfélög, einstaklingar og félagasamtök komi einnig að þessu sem ákveðinni tegund af þjóðarátaki til að ná þessu marki.“Ari Trausti Fréttablaðið/Ernir
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira