Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2018 12:05 Guðlaugur Þór telur aðgerðir ríkjanna þriggja í Sýrlandi skiljanlegar. VÍSIR/Andri Marinó Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar gerðu loftárásir á skotmörk sem þeir teljast tengjast efnavopnum ríkisstjórnar Bashars al-Assad í Sýrlandi í nótt. Utanríkisráðherra segir íslensk yfirvöld og önnur Natóríki ekki hafa verið upplýst um áformin áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá þeim í gær. „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ekki hafi náðst pólitísk lausn í Sýrlandi og það hefur ítrekað verið reynt, síðast í þessari viku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland beitti enn á ný neitunarvaldi sínu. Og þetta stríð er búið að geisa núna í sjö ár og þeir sem hafa fallið er svipaður fjöldi og íslenska þjóðin og milljónir lagt á flótta,” segir Guðlaugur Þór. Neyð almennings sé gríðarleg og í ofanálag hafi stjórnarherinn í Sýrlandi margsinnis gerst sekur um að beita ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum, nú síðast í borginni Douma fyrir nokkrum dögum, að sögn Guðlaugs Þórs. „Þessi vopn eru ómannúðleg og með öllu bönnuð samkvæmt alþjóðalögum og við höfum ítrekað fordæmt þau og það sé skiljanlegt við þessar aðstæður að Frakkland, Bretland og Bandaríkin hafi ákveðið að hefja afmarkaðar loftárásir og það er á staði sem geyma slík vopn og jafnframt senda þau skilaboð að notkun þeirra hafi afleiðingar í för með sér,” segir Guðlaugur. Áfram sé brýnt að ná pólitískri lausn í málefnum Sýrlands og í því samhengi þurfi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að axla ábyrgð sína. „Skilaboðin eru skýr, að það hafi afleiðingar í för með sér. Þeir sem verða fyrir mestum skaða eru almennir borgarar,“ segir Guðlaugur Þór. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar gerðu loftárásir á skotmörk sem þeir teljast tengjast efnavopnum ríkisstjórnar Bashars al-Assad í Sýrlandi í nótt. Utanríkisráðherra segir íslensk yfirvöld og önnur Natóríki ekki hafa verið upplýst um áformin áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá þeim í gær. „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ekki hafi náðst pólitísk lausn í Sýrlandi og það hefur ítrekað verið reynt, síðast í þessari viku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland beitti enn á ný neitunarvaldi sínu. Og þetta stríð er búið að geisa núna í sjö ár og þeir sem hafa fallið er svipaður fjöldi og íslenska þjóðin og milljónir lagt á flótta,” segir Guðlaugur Þór. Neyð almennings sé gríðarleg og í ofanálag hafi stjórnarherinn í Sýrlandi margsinnis gerst sekur um að beita ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum, nú síðast í borginni Douma fyrir nokkrum dögum, að sögn Guðlaugs Þórs. „Þessi vopn eru ómannúðleg og með öllu bönnuð samkvæmt alþjóðalögum og við höfum ítrekað fordæmt þau og það sé skiljanlegt við þessar aðstæður að Frakkland, Bretland og Bandaríkin hafi ákveðið að hefja afmarkaðar loftárásir og það er á staði sem geyma slík vopn og jafnframt senda þau skilaboð að notkun þeirra hafi afleiðingar í för með sér,” segir Guðlaugur. Áfram sé brýnt að ná pólitískri lausn í málefnum Sýrlands og í því samhengi þurfi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að axla ábyrgð sína. „Skilaboðin eru skýr, að það hafi afleiðingar í för með sér. Þeir sem verða fyrir mestum skaða eru almennir borgarar,“ segir Guðlaugur Þór.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54