Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 10:57 Björn Leví (t.h.) segist ekki telja árásirnar í Sýrlandi réttlætanlegar. Vísir/Anton Brink Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur áhyggjur af ósamræmi í yfirlýsingu Nató annars vegar og íslenskra ráðamanna hins vegar um stuðning Íslands við loftárásirnar í Sýrlandi um helgina. Hann segist telja það afsagnarsök ef ráðherrar hafi ekki sagt satt um stuðning Íslands. Atlantshafsbandalagið (NATO) sagði í gær að öll aðildarríki þess hefðu lýst stuðningi við loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi á aðfaranótt laugardags. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði hins vegar að íslensk stjórnvöld hefðu ekki lýst við sérstökum stuðningi við árásirnar í viðtali við RÚV í gær. Af þessu ósamræmi sagðist Björn Leví hafa áhyggjur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Það væri mjög alvarlegt ef annað hvort Nató eða íslenskir ráðherrar væru að segja ósátt um stuðninginn. „Ef að íslenskir ráðamenn tóku þá ákvörðun að segja já við þessum árásum og segja svo ekki satt um það finnst mér það vera afsagnarsök,“ sagði Björn Leví sem líkti stuðningnum við ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að styðja innrásina í Írak árið 2003. Um árásirnar sjálfar sagði Björn Leví að hann teldi þær örugglega ekki réttlætanlegar. Sjálfur væri hann friðarsinni og teldi ofbeldi aldrei svar við neinu, óháð því hver hafi átt upptökin að átökunum. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar réðust á skotmörk sem þeir segja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar. Með þeim vildu ríkin bregðast við efnavopnaárás í bænum Douma um síðustu helgi sem þau segja ríkisstjórn Bashars al-Assad bera ábyrgð á. Sýrland Tengdar fréttir Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur áhyggjur af ósamræmi í yfirlýsingu Nató annars vegar og íslenskra ráðamanna hins vegar um stuðning Íslands við loftárásirnar í Sýrlandi um helgina. Hann segist telja það afsagnarsök ef ráðherrar hafi ekki sagt satt um stuðning Íslands. Atlantshafsbandalagið (NATO) sagði í gær að öll aðildarríki þess hefðu lýst stuðningi við loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi á aðfaranótt laugardags. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði hins vegar að íslensk stjórnvöld hefðu ekki lýst við sérstökum stuðningi við árásirnar í viðtali við RÚV í gær. Af þessu ósamræmi sagðist Björn Leví hafa áhyggjur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Það væri mjög alvarlegt ef annað hvort Nató eða íslenskir ráðherrar væru að segja ósátt um stuðninginn. „Ef að íslenskir ráðamenn tóku þá ákvörðun að segja já við þessum árásum og segja svo ekki satt um það finnst mér það vera afsagnarsök,“ sagði Björn Leví sem líkti stuðningnum við ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að styðja innrásina í Írak árið 2003. Um árásirnar sjálfar sagði Björn Leví að hann teldi þær örugglega ekki réttlætanlegar. Sjálfur væri hann friðarsinni og teldi ofbeldi aldrei svar við neinu, óháð því hver hafi átt upptökin að átökunum. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar réðust á skotmörk sem þeir segja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar. Með þeim vildu ríkin bregðast við efnavopnaárás í bænum Douma um síðustu helgi sem þau segja ríkisstjórn Bashars al-Assad bera ábyrgð á.
Sýrland Tengdar fréttir Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Sjá meira
Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent