Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2018 20:36 Myndin er tekin rétt áður en fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst klukkan 20 í kvöld. Vísir/Egill Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. Embættismenn frá ráðuneytinu auk nefndarmanna voru mættir þegar fréttamann Stöðvar 2 bar að garði en boðað var til fundarins vegna loftárása Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði fyrir fundinn á áttunda tímanum í kvöld að afstaða íslenskra yfirvalda til árásanna væri mjög misvísandi. Því væri brýnt að utanríkisráðherra geri betur grein fyrir afstöðu stjórnvalda í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kvaðst fyrir fundinn munu upplýsa nefndina eftir bestu getu. Þá sagði hann afstöðu Íslendinga í samræmi við nágrannalönd og þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns utanríkismálanefndar, er ráðgert að fundurinn standi yfir í um klukkustund. Nokkurs misræmi þykir hafa gætt í viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við loftárásum vesturveldanna. Utanríkisráðherra sagði í gær skiljanlegt að ríkin þrjú hafi gripið til hernaðaraðgerða eftir efnavopaárásar sem Sýrlandsstjórn er sökuð um að hafa gert á bæinn Douma um síðustu helgi. Nokkrir þingmenn hafa lýst efasemdum sínum um árásirnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í þættinum Sprengisandi í hádeginu að hún væri mótfallin árásunum. Loftárásir hefðu engan vanda leyst í Sýrlandi fram að þessu. Sýrland Tengdar fréttir Segir hagsmuni Sýrlendinga „ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin“ Þórunn Ólafsdóttir, formaður samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir viðbrögð sín við loftárásum vesturveldanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, á Sýrland nú um helgina. 15. apríl 2018 18:56 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. Embættismenn frá ráðuneytinu auk nefndarmanna voru mættir þegar fréttamann Stöðvar 2 bar að garði en boðað var til fundarins vegna loftárása Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði fyrir fundinn á áttunda tímanum í kvöld að afstaða íslenskra yfirvalda til árásanna væri mjög misvísandi. Því væri brýnt að utanríkisráðherra geri betur grein fyrir afstöðu stjórnvalda í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kvaðst fyrir fundinn munu upplýsa nefndina eftir bestu getu. Þá sagði hann afstöðu Íslendinga í samræmi við nágrannalönd og þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns utanríkismálanefndar, er ráðgert að fundurinn standi yfir í um klukkustund. Nokkurs misræmi þykir hafa gætt í viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við loftárásum vesturveldanna. Utanríkisráðherra sagði í gær skiljanlegt að ríkin þrjú hafi gripið til hernaðaraðgerða eftir efnavopaárásar sem Sýrlandsstjórn er sökuð um að hafa gert á bæinn Douma um síðustu helgi. Nokkrir þingmenn hafa lýst efasemdum sínum um árásirnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í þættinum Sprengisandi í hádeginu að hún væri mótfallin árásunum. Loftárásir hefðu engan vanda leyst í Sýrlandi fram að þessu.
Sýrland Tengdar fréttir Segir hagsmuni Sýrlendinga „ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin“ Þórunn Ólafsdóttir, formaður samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir viðbrögð sín við loftárásum vesturveldanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, á Sýrland nú um helgina. 15. apríl 2018 18:56 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Segir hagsmuni Sýrlendinga „ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin“ Þórunn Ólafsdóttir, formaður samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir viðbrögð sín við loftárásum vesturveldanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, á Sýrland nú um helgina. 15. apríl 2018 18:56
Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25