Buffon sér ekki eftir einu orði sem hann sagði um Michael Oliver Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2018 08:30 Gianluigi Buffon fagnar eftir sigur Juventus í ítölsku deildinni um helgina. Vísir/Getty Gianluigi Buffon er ekki runnin reiðin. Hann er ennþá brjálaður út í enska dómarann Michael Oliver sem endaði Meistaradeildarferil ítalska markvarðarins í síðustu viku. Oliver dæmdi víti á Juventus í uppbótartíma og við það sturlaðist Gianluigi Buffon. Michael Oliver lyfti þá rauða spjaldinu. Buffon kláraði því ekki síðasta leik sinn á ferlinum í Meistaradeildinni en var þess í stað sendur í sturtu. Real Madrid skoraði úr vítinu og tryggði sér sæti í undanúrslitunum en Juve liðið hafði gert ótrúlega hluti með því að komast í 3-0 á útivelli og leikurinn var þarna á leiðinni í framlengingu. Eftir leikinn hraunaði Buffon yfir Michael Oliver og talaði meðal annars um að enski dómarinn væri með ruslapoka í staðinn fyrir hjarta. „Ég stend við öll orðin mín,“ sagði Gianluigi Buffon í sjónvarpsviðtali á Ítalíu.“I’d say them all again.” Gianluigi Buffon has said he stands by his comments about Michael Oliver. Full story https://t.co/kM3mUt5hDIpic.twitter.com/EoVQkwWzms — BBC Sport (@BBCSport) April 15, 2018 „Ég myndi segja þau aftur en myndi kannski notað annað orðbragð. Þú reynir að finna leið til að koma orðunum frá þér og stundum eru þessi orð óhófleg. Þetta er bara ég, ég er Gigi Buffon,“ sagði Buffon. „Ég er viss um að Oliver muni eiga flottan dómaraferil í fótboltanum en hann var bara of ungur til að dæma leik eins og þennan. Dómari með meiri reynslu hefði aldrei flautað í þessu tilfelli og ákveðið um leið að verða sjálfur örlagavaldur leiksins,“ sagði Buffon. „Slíkur dómari hefði alltaf látið leikinn ganga og leyft liðunum að berjast um þetta í framlengingunni. Reyndur dómari hefði látið völlinn skera út um sigurvegara,“ sagði Buffon. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Gianluigi Buffon er ekki runnin reiðin. Hann er ennþá brjálaður út í enska dómarann Michael Oliver sem endaði Meistaradeildarferil ítalska markvarðarins í síðustu viku. Oliver dæmdi víti á Juventus í uppbótartíma og við það sturlaðist Gianluigi Buffon. Michael Oliver lyfti þá rauða spjaldinu. Buffon kláraði því ekki síðasta leik sinn á ferlinum í Meistaradeildinni en var þess í stað sendur í sturtu. Real Madrid skoraði úr vítinu og tryggði sér sæti í undanúrslitunum en Juve liðið hafði gert ótrúlega hluti með því að komast í 3-0 á útivelli og leikurinn var þarna á leiðinni í framlengingu. Eftir leikinn hraunaði Buffon yfir Michael Oliver og talaði meðal annars um að enski dómarinn væri með ruslapoka í staðinn fyrir hjarta. „Ég stend við öll orðin mín,“ sagði Gianluigi Buffon í sjónvarpsviðtali á Ítalíu.“I’d say them all again.” Gianluigi Buffon has said he stands by his comments about Michael Oliver. Full story https://t.co/kM3mUt5hDIpic.twitter.com/EoVQkwWzms — BBC Sport (@BBCSport) April 15, 2018 „Ég myndi segja þau aftur en myndi kannski notað annað orðbragð. Þú reynir að finna leið til að koma orðunum frá þér og stundum eru þessi orð óhófleg. Þetta er bara ég, ég er Gigi Buffon,“ sagði Buffon. „Ég er viss um að Oliver muni eiga flottan dómaraferil í fótboltanum en hann var bara of ungur til að dæma leik eins og þennan. Dómari með meiri reynslu hefði aldrei flautað í þessu tilfelli og ákveðið um leið að verða sjálfur örlagavaldur leiksins,“ sagði Buffon. „Slíkur dómari hefði alltaf látið leikinn ganga og leyft liðunum að berjast um þetta í framlengingunni. Reyndur dómari hefði látið völlinn skera út um sigurvegara,“ sagði Buffon.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira