Fékk fugl í bókstaflegri merkingu og missti af niðurskurðinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. apríl 2018 23:00 Menn verða ekki mikið óheppnari en Kraft. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Kelly Kraft lenti í ótrúlegu atviki á PGA-móti síðasta föstudag. Er hann tók upphafshögg á par 3 holu þá vildi ekki betur til en svo að boltinn fór í fugl og þaðan beint ofan í vatn. Kraft vildi fá að endurtaka höggið en fékk það ekki þar sem boltinn fór ekki í hlut sem er byggður af mönnum. Hann neyddist til þess að taka víti og það var blóðugt því hann missti af niðurskurði mótsins með einu höggi. Þessu upphafshöggi. „Þessi fugl sá til þess að ég komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Algjör synd því ég negldi upphafshöggið. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi,“ sagði Kraft en hann varð af miklum tekjum þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Fuglinum varð ekki meint af högginu og flaug aftur á brott skömmu síðar. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Kelly Kraft lenti í ótrúlegu atviki á PGA-móti síðasta föstudag. Er hann tók upphafshögg á par 3 holu þá vildi ekki betur til en svo að boltinn fór í fugl og þaðan beint ofan í vatn. Kraft vildi fá að endurtaka höggið en fékk það ekki þar sem boltinn fór ekki í hlut sem er byggður af mönnum. Hann neyddist til þess að taka víti og það var blóðugt því hann missti af niðurskurði mótsins með einu höggi. Þessu upphafshöggi. „Þessi fugl sá til þess að ég komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Algjör synd því ég negldi upphafshöggið. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi,“ sagði Kraft en hann varð af miklum tekjum þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Fuglinum varð ekki meint af högginu og flaug aftur á brott skömmu síðar.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira