Ísland leiðandi í baráttu gegn lifrarbólgu C Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 16. apríl 2018 19:44 Sjúkrahúsið Vogur, Landspítali og embætti sóttvarnarlæknis vinna saman að því að lækna lifrarbólgu C hérlendis. VÍSIR/VILHELM Átak gegn lifrarbólgu C sem starfrækt hefur verið hérlendis frá árinu 2016 skilar góðum árangri en alls eru á sjöunda hundrað manns læknuð eða á batavegi fyrir tilstilli þess. Átakið hófst í byrjun árs 2016 í kjölfar baráttu Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur fyrir því að hljóta meðferð. Fanney Björk var hafnað um meðferð við sjúkdómnum á grundvelli kostnaðar meðferðarinnar en kostnaður við lyfjagjöf hvers sjúklings getur numið allt að tíu milljónum króna. Fanney Björk höfðaði í kjölfarið mál gegn íslenska ríkinu. Úrskurður var kvaddur í máli hennar í september árið 2015 og tapaði Fanney málinu. Þrátt fyrir að tapa málinu fyrir héraðsdómi náði barátta hennar rækilega á kortið og veittu Eyjafréttir henni titilinn Eyjamaður ársins. Barátta Fanneyjar var þó alls ekki til einskis því þremur vikum síðar var tilkynnt var að sjúklingum með lifrarbólgu C myndi bjóðast lyfjagjöf. Fanney er í dag ein af fjölmörgum sem læknast hafa af lifrarbólgu C.Fanney Björk læknaðist fyrir tilstilli átaksins.Visir / StefánValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti niðurstöður átaksins á alþjóðlegri ráðstefnu í París í síðustu viku. Niðurstöðurnar ná yfir fyrstu 15 mánuði átaksins. Tekist hefur að lækka um 72% algengi lifrarbólgu C meðal þeirra sem leggjast inn á Vog með sögu um neyslu vímuefna um æð. Árið 2015 var algengi smits hjá þessum hópi 43% en var komið niður í 12% árið 2017. Árangurinn hér á landi hefur vakið athygli utan landsteinanna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett sér markmið um að fækka þeim sem smitast af lifrarbólgu C um 80% fyrir árið 2030. Líklegt þykir miðað við gengi átaksins hérlendis að Ísland muni fyrst landa ná markmiðinu, alls tíu árum á undan áætlun. Innlent Tengdar fréttir Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Fanney laus við lifrarbólgu C: „Þetta er eins og nýtt líf“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Eyjakona með meiru fagnar í dag. Ári eftir að hafa tapað máli gegn íslenska ríkinu er hún laus við sjúkdóminn. 22. september 2016 12:51 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Sjá meira
Átak gegn lifrarbólgu C sem starfrækt hefur verið hérlendis frá árinu 2016 skilar góðum árangri en alls eru á sjöunda hundrað manns læknuð eða á batavegi fyrir tilstilli þess. Átakið hófst í byrjun árs 2016 í kjölfar baráttu Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur fyrir því að hljóta meðferð. Fanney Björk var hafnað um meðferð við sjúkdómnum á grundvelli kostnaðar meðferðarinnar en kostnaður við lyfjagjöf hvers sjúklings getur numið allt að tíu milljónum króna. Fanney Björk höfðaði í kjölfarið mál gegn íslenska ríkinu. Úrskurður var kvaddur í máli hennar í september árið 2015 og tapaði Fanney málinu. Þrátt fyrir að tapa málinu fyrir héraðsdómi náði barátta hennar rækilega á kortið og veittu Eyjafréttir henni titilinn Eyjamaður ársins. Barátta Fanneyjar var þó alls ekki til einskis því þremur vikum síðar var tilkynnt var að sjúklingum með lifrarbólgu C myndi bjóðast lyfjagjöf. Fanney er í dag ein af fjölmörgum sem læknast hafa af lifrarbólgu C.Fanney Björk læknaðist fyrir tilstilli átaksins.Visir / StefánValgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, kynnti niðurstöður átaksins á alþjóðlegri ráðstefnu í París í síðustu viku. Niðurstöðurnar ná yfir fyrstu 15 mánuði átaksins. Tekist hefur að lækka um 72% algengi lifrarbólgu C meðal þeirra sem leggjast inn á Vog með sögu um neyslu vímuefna um æð. Árið 2015 var algengi smits hjá þessum hópi 43% en var komið niður í 12% árið 2017. Árangurinn hér á landi hefur vakið athygli utan landsteinanna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett sér markmið um að fækka þeim sem smitast af lifrarbólgu C um 80% fyrir árið 2030. Líklegt þykir miðað við gengi átaksins hérlendis að Ísland muni fyrst landa ná markmiðinu, alls tíu árum á undan áætlun.
Innlent Tengdar fréttir Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Fanney laus við lifrarbólgu C: „Þetta er eins og nýtt líf“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Eyjakona með meiru fagnar í dag. Ári eftir að hafa tapað máli gegn íslenska ríkinu er hún laus við sjúkdóminn. 22. september 2016 12:51 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Sjá meira
Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10
Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52
Fanney laus við lifrarbólgu C: „Þetta er eins og nýtt líf“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir Eyjakona með meiru fagnar í dag. Ári eftir að hafa tapað máli gegn íslenska ríkinu er hún laus við sjúkdóminn. 22. september 2016 12:51