„Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2018 07:44 Nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Vísir/epa Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu er hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. Áður hafði verið staðfest að einn lést í slysinu en ekki fengist upplýsingar um hvort sá hefði verið umræddur farþegi er sogaðist út um gatið. Konan sem lést hét Jennifer Riordan og starfaði sem varaforstjóri hjá fjármálafyrirtækinu Wells Fargo í borginni Albuquerque í Nýju Mexíkó, að því er fram kemur á vef Philadelphia Inquirer. Hún átti tvö börn."In her memory--please remember to always be kind, loving, caring, and sharing." Jennifer Riordan's family has released these photos and this statement. @kob4#ABQpic.twitter.com/JgTgdobfRw — Erica Zucco(@ericazucco) April 17, 2018 Flugvélin, sem var á vegum bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines, var á leið frá New York til Dallas en nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Við það kom gat á vélina og Riordan sogaðist nær út um það. Farþegar vélarinnar héldu henni þó niðri og náðu að toga hana aftur inn. Starfsmaður öryggisnefndar flugfélagsins staðfesti í gær að einn hefði látist í slysinu en vildi ekki greina frá því hvort sá hefði verið umræddur farþegi, Riordan, sem sogaðist út um gatið.Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New Mexico„Það vantar hluta flugvélarinnar“ Upptaka af neyðarsímtali úr flugvélinni var birt í gær en í því heyrist flugstjóri vélarinnar, Tammie Jo Shults, lýsa yfir neyðarástandi við starfsmann flugumferðarstjórnunar. BBC birti upptökuna á vef sínum en hlusta má á hana neðst í fréttinni. „Það vantar hluta flugvélarinnar svo við þurfum að hægja örlítið á okkur,“ segir Shults. Þá er hún spurð hvort kviknað sé í flugvélinni en hún segir svo ekki vera. „Þau segja að það sé gat og að einhver hafi farið út.“ Þá var haft eftir slökkviliði í Fíladelfíu að sjö hefðu hlotið minniháttar meiðsl í slysinu og fengið aðhlynningu á vettvangi. Við fyrstu rannsókn á tildrögum slyssins kom auk þess fram að blað virtist vanta í þotuheyfilinn sem hafi að öllum líkindum brotnað af, með áðurnefndum afleiðingum. Southwest Airlines sagði í yfirlýsingu að forsvarsmenn væru „niðurbrotnir“ vegna slyssins og veittu öllum hlutaðeigandi samúð sína. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu er hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. Áður hafði verið staðfest að einn lést í slysinu en ekki fengist upplýsingar um hvort sá hefði verið umræddur farþegi er sogaðist út um gatið. Konan sem lést hét Jennifer Riordan og starfaði sem varaforstjóri hjá fjármálafyrirtækinu Wells Fargo í borginni Albuquerque í Nýju Mexíkó, að því er fram kemur á vef Philadelphia Inquirer. Hún átti tvö börn."In her memory--please remember to always be kind, loving, caring, and sharing." Jennifer Riordan's family has released these photos and this statement. @kob4#ABQpic.twitter.com/JgTgdobfRw — Erica Zucco(@ericazucco) April 17, 2018 Flugvélin, sem var á vegum bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines, var á leið frá New York til Dallas en nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Við það kom gat á vélina og Riordan sogaðist nær út um það. Farþegar vélarinnar héldu henni þó niðri og náðu að toga hana aftur inn. Starfsmaður öryggisnefndar flugfélagsins staðfesti í gær að einn hefði látist í slysinu en vildi ekki greina frá því hvort sá hefði verið umræddur farþegi, Riordan, sem sogaðist út um gatið.Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New Mexico„Það vantar hluta flugvélarinnar“ Upptaka af neyðarsímtali úr flugvélinni var birt í gær en í því heyrist flugstjóri vélarinnar, Tammie Jo Shults, lýsa yfir neyðarástandi við starfsmann flugumferðarstjórnunar. BBC birti upptökuna á vef sínum en hlusta má á hana neðst í fréttinni. „Það vantar hluta flugvélarinnar svo við þurfum að hægja örlítið á okkur,“ segir Shults. Þá er hún spurð hvort kviknað sé í flugvélinni en hún segir svo ekki vera. „Þau segja að það sé gat og að einhver hafi farið út.“ Þá var haft eftir slökkviliði í Fíladelfíu að sjö hefðu hlotið minniháttar meiðsl í slysinu og fengið aðhlynningu á vettvangi. Við fyrstu rannsókn á tildrögum slyssins kom auk þess fram að blað virtist vanta í þotuheyfilinn sem hafi að öllum líkindum brotnað af, með áðurnefndum afleiðingum. Southwest Airlines sagði í yfirlýsingu að forsvarsmenn væru „niðurbrotnir“ vegna slyssins og veittu öllum hlutaðeigandi samúð sína.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15