„Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2018 07:44 Nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Vísir/epa Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu er hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. Áður hafði verið staðfest að einn lést í slysinu en ekki fengist upplýsingar um hvort sá hefði verið umræddur farþegi er sogaðist út um gatið. Konan sem lést hét Jennifer Riordan og starfaði sem varaforstjóri hjá fjármálafyrirtækinu Wells Fargo í borginni Albuquerque í Nýju Mexíkó, að því er fram kemur á vef Philadelphia Inquirer. Hún átti tvö börn."In her memory--please remember to always be kind, loving, caring, and sharing." Jennifer Riordan's family has released these photos and this statement. @kob4#ABQpic.twitter.com/JgTgdobfRw — Erica Zucco(@ericazucco) April 17, 2018 Flugvélin, sem var á vegum bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines, var á leið frá New York til Dallas en nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Við það kom gat á vélina og Riordan sogaðist nær út um það. Farþegar vélarinnar héldu henni þó niðri og náðu að toga hana aftur inn. Starfsmaður öryggisnefndar flugfélagsins staðfesti í gær að einn hefði látist í slysinu en vildi ekki greina frá því hvort sá hefði verið umræddur farþegi, Riordan, sem sogaðist út um gatið.Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New Mexico„Það vantar hluta flugvélarinnar“ Upptaka af neyðarsímtali úr flugvélinni var birt í gær en í því heyrist flugstjóri vélarinnar, Tammie Jo Shults, lýsa yfir neyðarástandi við starfsmann flugumferðarstjórnunar. BBC birti upptökuna á vef sínum en hlusta má á hana neðst í fréttinni. „Það vantar hluta flugvélarinnar svo við þurfum að hægja örlítið á okkur,“ segir Shults. Þá er hún spurð hvort kviknað sé í flugvélinni en hún segir svo ekki vera. „Þau segja að það sé gat og að einhver hafi farið út.“ Þá var haft eftir slökkviliði í Fíladelfíu að sjö hefðu hlotið minniháttar meiðsl í slysinu og fengið aðhlynningu á vettvangi. Við fyrstu rannsókn á tildrögum slyssins kom auk þess fram að blað virtist vanta í þotuheyfilinn sem hafi að öllum líkindum brotnað af, með áðurnefndum afleiðingum. Southwest Airlines sagði í yfirlýsingu að forsvarsmenn væru „niðurbrotnir“ vegna slyssins og veittu öllum hlutaðeigandi samúð sína. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu er hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. Áður hafði verið staðfest að einn lést í slysinu en ekki fengist upplýsingar um hvort sá hefði verið umræddur farþegi er sogaðist út um gatið. Konan sem lést hét Jennifer Riordan og starfaði sem varaforstjóri hjá fjármálafyrirtækinu Wells Fargo í borginni Albuquerque í Nýju Mexíkó, að því er fram kemur á vef Philadelphia Inquirer. Hún átti tvö börn."In her memory--please remember to always be kind, loving, caring, and sharing." Jennifer Riordan's family has released these photos and this statement. @kob4#ABQpic.twitter.com/JgTgdobfRw — Erica Zucco(@ericazucco) April 17, 2018 Flugvélin, sem var á vegum bandaríska flugfélagsins Southwest Airlines, var á leið frá New York til Dallas en nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Við það kom gat á vélina og Riordan sogaðist nær út um það. Farþegar vélarinnar héldu henni þó niðri og náðu að toga hana aftur inn. Starfsmaður öryggisnefndar flugfélagsins staðfesti í gær að einn hefði látist í slysinu en vildi ekki greina frá því hvort sá hefði verið umræddur farþegi, Riordan, sem sogaðist út um gatið.Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New Mexico„Það vantar hluta flugvélarinnar“ Upptaka af neyðarsímtali úr flugvélinni var birt í gær en í því heyrist flugstjóri vélarinnar, Tammie Jo Shults, lýsa yfir neyðarástandi við starfsmann flugumferðarstjórnunar. BBC birti upptökuna á vef sínum en hlusta má á hana neðst í fréttinni. „Það vantar hluta flugvélarinnar svo við þurfum að hægja örlítið á okkur,“ segir Shults. Þá er hún spurð hvort kviknað sé í flugvélinni en hún segir svo ekki vera. „Þau segja að það sé gat og að einhver hafi farið út.“ Þá var haft eftir slökkviliði í Fíladelfíu að sjö hefðu hlotið minniháttar meiðsl í slysinu og fengið aðhlynningu á vettvangi. Við fyrstu rannsókn á tildrögum slyssins kom auk þess fram að blað virtist vanta í þotuheyfilinn sem hafi að öllum líkindum brotnað af, með áðurnefndum afleiðingum. Southwest Airlines sagði í yfirlýsingu að forsvarsmenn væru „niðurbrotnir“ vegna slyssins og veittu öllum hlutaðeigandi samúð sína.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15