Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2018 16:30 Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. Vísir/AFP Háttsettir embættismenn innan Efnavopnastofnunarinnar, OPW, segja yfirlýsingar Rússa um að annað taugaeitur, sem á rætur að rekja til ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafi verið notað til að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. Í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í London sagði að „einkar líklegt“ væri að BWZ hefði verið notað í Salisbury og að OPCW og yfirvöld Bretlands þyrftu að svara fyrir það. Samkvæmt umfjöllun Guardian er BWZ í höndum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins en ekki Rússa.Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. BWZ hefði ekki fundist í sýninu og sömuleiðis væri að gegn starfsreglum stofnunarinnar að opinbera í hvaða rannsóknarstöðvum störf þeirra færu fram.Óásættanleg hegðun Sendinefnd Breta sagði Rússa hafa verið gómaða við að reyna að draga alþjóðasamfélagið á asnaeyrunum. Sendinefnd Sviss sagði hegðun Lavrov „óútskýranlega“ og „óásættanlega“. Bretar kölluðu til fundar í dag til að fjalla um skýrslu OPCW þar sem staðfest var að taugaeitrinu novichok, sem þróað var af Sovétríkjunum, hefði verið beitt í Salisbury. OPCW hefur ekki heimild til að segja til um hvaðan efnið kemur. Þegar áðurnefnd skýrsla var gefin út í síðustu viku og rannsakendur nefndu ekki uppruna taugaeitursins lýstu rússneskir fjölmiðlar því sem sigur fyrir Rússa. Í fyrstu höfnuðu Rússar niðurstöðu OPCW alfarið. BWZ var þó nefnt í skýrslunni og þá sagði Lavrov það til sönnunar um að vesturveldin hefðu komið að eitruninni. Marc-Michael Blum, yfirmaður rannsóknarstöðvarinnar, sagði BWZ hafa verið nefnt þar sem það hefði verið notað í annað sýni en ekki sýnið sem rannsakendum barst frá Salisbury. Ahmet Üzümcü, yfirmaður OPCW, ítrekaði að niðurstöður stofnunarinnar staðfestu að um novichok væri að ræða.Fjöldi kenninga og ásakana Við því gaf sendinefnd Rússa í skyn að Bretar hefðu haft áhrif á lífsýni Sergei Skripal á meðan hann hefði verið í dái. Rússneskir embættismenn hafa varpað fram fjölda kenninga og ásakana um hvað gerðist í Salisbury. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, Svíþjóð, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi. Þá eiga Bretar að hafa gert taugaeitursárásina sjálfir og jafnvel að hafa komið feðginunum í dá og falsað árásina.Lavrov hefur áður sagt að markmið Breta hefði verið að hylma yfir hve illa Brexit viðræðurnar gengu.Yfirlýsing sendinefndar Sviss. Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Háttsettir embættismenn innan Efnavopnastofnunarinnar, OPW, segja yfirlýsingar Rússa um að annað taugaeitur, sem á rætur að rekja til ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafi verið notað til að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. Í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í London sagði að „einkar líklegt“ væri að BWZ hefði verið notað í Salisbury og að OPCW og yfirvöld Bretlands þyrftu að svara fyrir það. Samkvæmt umfjöllun Guardian er BWZ í höndum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins en ekki Rússa.Á fundi yfirmanna OPCW í Haag í morgun sögðu þeir þó að yfirlýsingar Rússa ekki stæðust ekki við rök. BWZ hefði ekki fundist í sýninu og sömuleiðis væri að gegn starfsreglum stofnunarinnar að opinbera í hvaða rannsóknarstöðvum störf þeirra færu fram.Óásættanleg hegðun Sendinefnd Breta sagði Rússa hafa verið gómaða við að reyna að draga alþjóðasamfélagið á asnaeyrunum. Sendinefnd Sviss sagði hegðun Lavrov „óútskýranlega“ og „óásættanlega“. Bretar kölluðu til fundar í dag til að fjalla um skýrslu OPCW þar sem staðfest var að taugaeitrinu novichok, sem þróað var af Sovétríkjunum, hefði verið beitt í Salisbury. OPCW hefur ekki heimild til að segja til um hvaðan efnið kemur. Þegar áðurnefnd skýrsla var gefin út í síðustu viku og rannsakendur nefndu ekki uppruna taugaeitursins lýstu rússneskir fjölmiðlar því sem sigur fyrir Rússa. Í fyrstu höfnuðu Rússar niðurstöðu OPCW alfarið. BWZ var þó nefnt í skýrslunni og þá sagði Lavrov það til sönnunar um að vesturveldin hefðu komið að eitruninni. Marc-Michael Blum, yfirmaður rannsóknarstöðvarinnar, sagði BWZ hafa verið nefnt þar sem það hefði verið notað í annað sýni en ekki sýnið sem rannsakendum barst frá Salisbury. Ahmet Üzümcü, yfirmaður OPCW, ítrekaði að niðurstöður stofnunarinnar staðfestu að um novichok væri að ræða.Fjöldi kenninga og ásakana Við því gaf sendinefnd Rússa í skyn að Bretar hefðu haft áhrif á lífsýni Sergei Skripal á meðan hann hefði verið í dái. Rússneskir embættismenn hafa varpað fram fjölda kenninga og ásakana um hvað gerðist í Salisbury. Þar á meðal á Úkraína að hafa gert árásina, Bandaríkin, Svíþjóð, einkaaðilar gerðu það til að koma af stað milliríkjadeilum, vesturlönd gerðu þetta í sameiningu til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Rússlandi. Þá eiga Bretar að hafa gert taugaeitursárásina sjálfir og jafnvel að hafa komið feðginunum í dá og falsað árásina.Lavrov hefur áður sagt að markmið Breta hefði verið að hylma yfir hve illa Brexit viðræðurnar gengu.Yfirlýsing sendinefndar Sviss.
Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent