Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitti hljómsveitarstjóranum og píanistanum Vladimir Ashkenazy stórkross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskrar menningar og tónlistarlífs við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.
Vladimir Ashkenazy fæddist árið 1937 í Rússlandi og er heimsþekktur hljómsveitarstjórnandi og einleikspíanisti. Árið 1961 kvæntist Ashkenazy Þórunni Jóhannsdóttur og hlaut hann íslenskan ríkisborgararétt árið 1972.
Hann var einn af upphafsmönnum Listahátíðar í Reykjavík á sínum tíma og hann hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir píanóleik og hljómsveitarstjórnun.
Vladimir Ashkenazy sæmdur fálkaorðu
Þórdís Valsdóttir skrifar
