Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Hersir Aron Ólafsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 1. apríl 2018 20:10 Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. Hann telur ólíklegt að meirihluti bæjarbúa séu móttfallnir fyrirhugðu niðurrifi. Lengi hefur staðið styr um húsnæðisins við Framnesveg 9 þar sem sundhöll Keflavíkur var áður starfrækt. Húsið var byggt á fimmta áratug síðustu aldar en til stendur að rífa það til að rýma fyrir nýrri íbúðabyggð. Bæjarstjórnin heimilaði niðurrif og uppbyggingu á dögunum en hollvinir hússins ætla að kæra afgreiðslu málsins hjá umhverfis- og skipulagsnefnd. Þeir telja einn nefndarmanna vanhæfan. „Þetta er nefndarmaður sem er vensluð eigendum hússins og í öllum málum sem varða það fyrirtæki og þessa uppbyggingu á þessum reit, eða þessi deilskipulagsáform, þá hefur hún alltaf vikið, þar til núna og það er kannski eina skiptið sem hennar atkvæði skiptir máli því það fór þrjú tvö,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka sundhallarinnar. „Við förum eftir lögum sem heita sveitarstjórnarlög og í 20. grein þeirra laga stendur svo ekki er um villst að viðkomandi nefndarmaður var ekki vanhæfur í málinu,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Ástand hússins er miður gott en þar er hnefaleikafélag bæjarins nú með aðstöðu. Eigandi hússins vill rífa það og byggja á reitnum. Ragnheiður Elín telur hins vegar að hægt væri að koma því í betra ástand og önnur not. „Það er verið að þyrla upp moldviðri í málinu. Ég held að við eigum bara að fara að hugsa um það sem skiptir máli í þessu. Það er búið að liggja fyrir síðan 2006 að þessi sundlaug átti að fara,“ segir Guðbrandur. Nokkuð virkur Facebook hópur með 1.550 meðlimi berst gegn niðurrifi hússins, en á þeim vettvangi var efnt til undirskriftarsöfnunar um málið. „Ég held að það hafi fengist fimm hundrað undirskriftir. Þar af var helmingurinn búsettur utan svæðis,“ segir Guðbrandur. Ragnheiður Elín segir hins vegar að húsið hafi mikið tilfinningagildi fyrir fjölda bæjarbúa, íbúarnir hafi sjálfir safnað fyrir og byggt höllina sem auk þess sé hönnuð af einum ástsælasta arkitekt þjóðarinnar, Guðjóni Samúelssyni. „Þetta er einungis ein af þremur byggingum sem teiknuð er af Guðjóni hér í bænum þannig að þá aðeins af þeirri ástæðu þykir okkur hún mjög varðveisluverð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Reykjanesbær Sundlaugar Tengdar fréttir Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. Hann telur ólíklegt að meirihluti bæjarbúa séu móttfallnir fyrirhugðu niðurrifi. Lengi hefur staðið styr um húsnæðisins við Framnesveg 9 þar sem sundhöll Keflavíkur var áður starfrækt. Húsið var byggt á fimmta áratug síðustu aldar en til stendur að rífa það til að rýma fyrir nýrri íbúðabyggð. Bæjarstjórnin heimilaði niðurrif og uppbyggingu á dögunum en hollvinir hússins ætla að kæra afgreiðslu málsins hjá umhverfis- og skipulagsnefnd. Þeir telja einn nefndarmanna vanhæfan. „Þetta er nefndarmaður sem er vensluð eigendum hússins og í öllum málum sem varða það fyrirtæki og þessa uppbyggingu á þessum reit, eða þessi deilskipulagsáform, þá hefur hún alltaf vikið, þar til núna og það er kannski eina skiptið sem hennar atkvæði skiptir máli því það fór þrjú tvö,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka sundhallarinnar. „Við förum eftir lögum sem heita sveitarstjórnarlög og í 20. grein þeirra laga stendur svo ekki er um villst að viðkomandi nefndarmaður var ekki vanhæfur í málinu,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Ástand hússins er miður gott en þar er hnefaleikafélag bæjarins nú með aðstöðu. Eigandi hússins vill rífa það og byggja á reitnum. Ragnheiður Elín telur hins vegar að hægt væri að koma því í betra ástand og önnur not. „Það er verið að þyrla upp moldviðri í málinu. Ég held að við eigum bara að fara að hugsa um það sem skiptir máli í þessu. Það er búið að liggja fyrir síðan 2006 að þessi sundlaug átti að fara,“ segir Guðbrandur. Nokkuð virkur Facebook hópur með 1.550 meðlimi berst gegn niðurrifi hússins, en á þeim vettvangi var efnt til undirskriftarsöfnunar um málið. „Ég held að það hafi fengist fimm hundrað undirskriftir. Þar af var helmingurinn búsettur utan svæðis,“ segir Guðbrandur. Ragnheiður Elín segir hins vegar að húsið hafi mikið tilfinningagildi fyrir fjölda bæjarbúa, íbúarnir hafi sjálfir safnað fyrir og byggt höllina sem auk þess sé hönnuð af einum ástsælasta arkitekt þjóðarinnar, Guðjóni Samúelssyni. „Þetta er einungis ein af þremur byggingum sem teiknuð er af Guðjóni hér í bænum þannig að þá aðeins af þeirri ástæðu þykir okkur hún mjög varðveisluverð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Reykjanesbær Sundlaugar Tengdar fréttir Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25