Dansandi hestur á Sunnuhvoli í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2018 20:31 Það getur reynst erfitt að kenna íslenska hestinum nýjar gangtegundir og hvað þá að leika listir sínar. Sextán ára stelpu í Ölfusi hefur þó tekist að kenna sínum hesti spænska sporið sem er mjög óvenjulegt spor, nokkurskonar dansspor sem hesturinn tekur. Á bænum Sunnuhvoli í Ölfusi er mikill áhugi á hestum og allt sem þeim við kemur. Glódís Rún Sigurðardóttir er þar engin undantekning því hún er mikil keppnismanneskja og sér ekki sólina fyrir hestum. Hún hefur unnið margra sigra á hestinum Kambana frá Húsavík. Hún hefur líka verið að kenna honum ýmislegt annað, eins og spænska sporið. „Það kallast spænska sporið eða spænska fetið, ég kenndi honum þetta fyrir nokkrum árum, honum finnst það mjög skemmtilegt því hann fær alltaf nammi,“ segir Glódís Rún. En hvernig kennir maður hesti að gera spænska sporið ? „Þú byrja bara á því að gefa smá ábendingu neðst á löppinni, og svo gerir þú bara meira og meira þar til hann svarar þér og svo þegar hann svarar þér rétt fær hann nammi. Svo reynir þú alltaf að fá hann til að setja löppina hærra og hærra“. Glódís Rún segir mjög gaman að kenna hestum að gera listir. „Já, það er ótrúlega gott að gera eitthvað öðruvísi stundum, ekki alltaf það sama, því það er gott í allri þjálfun að hafa fjölbreytni“. Kamban verður 16 vetra í vor. Glódís segir hann draumahestinn sinn. „Já, þetta er mikill gæðingur, hann er búin að vera í fremstu röð í keppni í nokkur ár í barnaflokki, hann er yfirburðahestur sem allir geta riðið“, segir Glódís Rún Sigurðardóttir. Dýr Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Það getur reynst erfitt að kenna íslenska hestinum nýjar gangtegundir og hvað þá að leika listir sínar. Sextán ára stelpu í Ölfusi hefur þó tekist að kenna sínum hesti spænska sporið sem er mjög óvenjulegt spor, nokkurskonar dansspor sem hesturinn tekur. Á bænum Sunnuhvoli í Ölfusi er mikill áhugi á hestum og allt sem þeim við kemur. Glódís Rún Sigurðardóttir er þar engin undantekning því hún er mikil keppnismanneskja og sér ekki sólina fyrir hestum. Hún hefur unnið margra sigra á hestinum Kambana frá Húsavík. Hún hefur líka verið að kenna honum ýmislegt annað, eins og spænska sporið. „Það kallast spænska sporið eða spænska fetið, ég kenndi honum þetta fyrir nokkrum árum, honum finnst það mjög skemmtilegt því hann fær alltaf nammi,“ segir Glódís Rún. En hvernig kennir maður hesti að gera spænska sporið ? „Þú byrja bara á því að gefa smá ábendingu neðst á löppinni, og svo gerir þú bara meira og meira þar til hann svarar þér og svo þegar hann svarar þér rétt fær hann nammi. Svo reynir þú alltaf að fá hann til að setja löppina hærra og hærra“. Glódís Rún segir mjög gaman að kenna hestum að gera listir. „Já, það er ótrúlega gott að gera eitthvað öðruvísi stundum, ekki alltaf það sama, því það er gott í allri þjálfun að hafa fjölbreytni“. Kamban verður 16 vetra í vor. Glódís segir hann draumahestinn sinn. „Já, þetta er mikill gæðingur, hann er búin að vera í fremstu röð í keppni í nokkur ár í barnaflokki, hann er yfirburðahestur sem allir geta riðið“, segir Glódís Rún Sigurðardóttir.
Dýr Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira