Mývetningum fjölgar ört og breyttir tímar blasa við Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Þorsteinn segir fólk í Mývatnssveit nú hafa trú á framtíðinni. Vísir/Vilhelm Í dag eru Mývetningar 505 talsins en í sveitinni hefur átt sér stað nokkuð stöðug fjölgun íbúa síðan árið 2013. Á tímabilinu hefur Mývetningum fjölgað um 135 einstaklinga og hafa þeir ekki verið fleiri síðan árið 1993. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir sveitarfélagið hafa orðið fyrir áfalli árið 2004 þegar kísiliðjan lokaði eftir margra áratuga rekstur. „Þetta var kjölfesta sem hvarf á einu bretti, og það fækkaði smátt og smátt hjá okkur í kjölfarið,“ segir Þorsteinn. Mývetningar eru ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát þegar áskoranir blasa við. Sjálfsbjargarviðleitnin tekur við. „Hún kennir fólki að finna lausnir. Þeir sem voru eftir veðjuðu á ferðaþjónustu.“ Á síðustu árum hefur mikil uppbygging átt sér stað í Mývatnssveit. Tvær hótelkeðjur hafa opnað hótel á svæðinu og búið er að stækka hótel sem fyrir var. Samhliða auknum straumi ferðamanna til Mývatns hefur margs konar afþreying í sveitinni litið dagsins ljós.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi„Það má segja að ferðaþjónustan hafi bjargað atvinnulífinu í Mývatnssveit,“ segir Þorsteinn. „Hún er algjör kjölfesta í öllu sem við erum að gera. Og þetta hefur orðið þess valdandi að hér hefur átt sér stað uppbygging og fólk hér hefur nú trú á framtíðinni.“ Þá segir Þorsteinn það vera mikið gleðiefni að sjá ungt fólk, oft með rætur í sveitinni, koma þangað með fjölskyldur sínar og setjast að. „Það er talsverður áhugi fyrir því hjá einstaklingum að byggja hér, og það er mjög athyglisvert enda er slík fjárfesting ekkert endilega að borga sig strax, enda er fasteignaverðið hér ekki hátt.“ Fjölgun íbúa eins og í Mývatnssveit eykur álag á innviði. Þorsteinn segir að nú þurfi að hugsa til lengri tíma í innviða- og skipulagsmálum. „Við erum nýbúin að gera húsnæð- isáætlun fyrir sveitina. Það er íbúðaskortur hér á eins og víða annars staðar. Við munum boða til íbúafundar í næsta mánuði til að ræða þessa áætlun. Við verðum að bregðast við þessum þrýstingi um fá fleiri íbúðir. Það er búið að skipuleggja töluverðan fjölda íbúða, en við þurfum að hugsa þetta miklu lengra.“ Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Mývetningar yfir 500 talsins í fyrsta skipti í 25 ár Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. 30. mars 2018 10:23 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Í dag eru Mývetningar 505 talsins en í sveitinni hefur átt sér stað nokkuð stöðug fjölgun íbúa síðan árið 2013. Á tímabilinu hefur Mývetningum fjölgað um 135 einstaklinga og hafa þeir ekki verið fleiri síðan árið 1993. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir sveitarfélagið hafa orðið fyrir áfalli árið 2004 þegar kísiliðjan lokaði eftir margra áratuga rekstur. „Þetta var kjölfesta sem hvarf á einu bretti, og það fækkaði smátt og smátt hjá okkur í kjölfarið,“ segir Þorsteinn. Mývetningar eru ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát þegar áskoranir blasa við. Sjálfsbjargarviðleitnin tekur við. „Hún kennir fólki að finna lausnir. Þeir sem voru eftir veðjuðu á ferðaþjónustu.“ Á síðustu árum hefur mikil uppbygging átt sér stað í Mývatnssveit. Tvær hótelkeðjur hafa opnað hótel á svæðinu og búið er að stækka hótel sem fyrir var. Samhliða auknum straumi ferðamanna til Mývatns hefur margs konar afþreying í sveitinni litið dagsins ljós.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi„Það má segja að ferðaþjónustan hafi bjargað atvinnulífinu í Mývatnssveit,“ segir Þorsteinn. „Hún er algjör kjölfesta í öllu sem við erum að gera. Og þetta hefur orðið þess valdandi að hér hefur átt sér stað uppbygging og fólk hér hefur nú trú á framtíðinni.“ Þá segir Þorsteinn það vera mikið gleðiefni að sjá ungt fólk, oft með rætur í sveitinni, koma þangað með fjölskyldur sínar og setjast að. „Það er talsverður áhugi fyrir því hjá einstaklingum að byggja hér, og það er mjög athyglisvert enda er slík fjárfesting ekkert endilega að borga sig strax, enda er fasteignaverðið hér ekki hátt.“ Fjölgun íbúa eins og í Mývatnssveit eykur álag á innviði. Þorsteinn segir að nú þurfi að hugsa til lengri tíma í innviða- og skipulagsmálum. „Við erum nýbúin að gera húsnæð- isáætlun fyrir sveitina. Það er íbúðaskortur hér á eins og víða annars staðar. Við munum boða til íbúafundar í næsta mánuði til að ræða þessa áætlun. Við verðum að bregðast við þessum þrýstingi um fá fleiri íbúðir. Það er búið að skipuleggja töluverðan fjölda íbúða, en við þurfum að hugsa þetta miklu lengra.“
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Mývetningar yfir 500 talsins í fyrsta skipti í 25 ár Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. 30. mars 2018 10:23 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Mývetningar yfir 500 talsins í fyrsta skipti í 25 ár Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. 30. mars 2018 10:23