Tollstjóri vill sex milljónir frá Chuck ehf. Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2018 10:43 Vilhjálmur Sanne á Chuck Norris Grill sem býður upp á hamborgara og franskar á Laugaveginum. vísir/gva Chuck ehf. sem stofnað var í apríl 2014 við opnun Chuck Norris Grill á Laugaveginum hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsómi Reykjavíkur þann 21. mars. Veitingastaðurinn Chuck Norris Grill er þó enn rekinn á Laugavegi en í öðru félagi. Skiptastjórinn Pétur F. Gíslason segir í samtali við Vísi að málið sé á frumstigi. Fyrir liggi sex milljóna krafa Tollstjóra í búið en hluti þeirra sé sektargreiðslur vegna vanskila á ársreikningum. Pétur segir að Chuck ehf. hafi verið skráð með vánúmer frá árinu 2015. Rekstur veitingastaðarins hafi því líklega um svipað leyti verið færður yfir á nýtt félag. Chuck Norris grill á Laugavegi 30 hefur verið rekið þar frá því í apríl 2014. Meðal eigenda er Vilhjálmur Sanne sem hefur einnig verið einn eiganda barsins Dillon sem er á efri hæð í sama húsi. Í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla þá, sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess, að lýsa kröfum sínum fyrir undirrituðum skiptastjóra í búinu innan tveggja mánaða frá fyrri birtingu innköllunar þessarar. Skiptastjóranum hefur ekki tekist að boða Vilhjálm enn á sinn fund. Ekki náðist í Vilhjálm við vinnslu fréttarinnar.Uppfært klukkan 13:20Vilhjálmur Sanne segir í samtali við Vísi að unnið sé að því að fá afturkalla gjaldþrotabeiðnina og fá úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur hnekkt. Hann ætli að vinna að því í samvinnu við skiptastjórann. „Við ætlum að fá búið til baka, þegar búið er að skila inn ársreikningi og framtali ásamt leiðréttingu á vaski þá á félagið inneign hjá tollinum,“ segir Vilhjálmur. „Þó að það sé vánúmer þá er enginn vsk skuld á félaginu, það var bara ekki sótt um að opna það aftur þegar það var allt greitt upp vegna þess að það var ekki verið að nota vsk númerið.“ Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15 Chuck Norris er glerharður Vilhjálmur Sanne var að opna nýstárlegan grillstað á Laugaveginum þar sem þemað er Chuck Norris. 15. apríl 2014 09:30 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Chuck ehf. sem stofnað var í apríl 2014 við opnun Chuck Norris Grill á Laugaveginum hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsómi Reykjavíkur þann 21. mars. Veitingastaðurinn Chuck Norris Grill er þó enn rekinn á Laugavegi en í öðru félagi. Skiptastjórinn Pétur F. Gíslason segir í samtali við Vísi að málið sé á frumstigi. Fyrir liggi sex milljóna krafa Tollstjóra í búið en hluti þeirra sé sektargreiðslur vegna vanskila á ársreikningum. Pétur segir að Chuck ehf. hafi verið skráð með vánúmer frá árinu 2015. Rekstur veitingastaðarins hafi því líklega um svipað leyti verið færður yfir á nýtt félag. Chuck Norris grill á Laugavegi 30 hefur verið rekið þar frá því í apríl 2014. Meðal eigenda er Vilhjálmur Sanne sem hefur einnig verið einn eiganda barsins Dillon sem er á efri hæð í sama húsi. Í Lögbirtingablaðinu er skorað á alla þá, sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess, að lýsa kröfum sínum fyrir undirrituðum skiptastjóra í búinu innan tveggja mánaða frá fyrri birtingu innköllunar þessarar. Skiptastjóranum hefur ekki tekist að boða Vilhjálm enn á sinn fund. Ekki náðist í Vilhjálm við vinnslu fréttarinnar.Uppfært klukkan 13:20Vilhjálmur Sanne segir í samtali við Vísi að unnið sé að því að fá afturkalla gjaldþrotabeiðnina og fá úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur hnekkt. Hann ætli að vinna að því í samvinnu við skiptastjórann. „Við ætlum að fá búið til baka, þegar búið er að skila inn ársreikningi og framtali ásamt leiðréttingu á vaski þá á félagið inneign hjá tollinum,“ segir Vilhjálmur. „Þó að það sé vánúmer þá er enginn vsk skuld á félaginu, það var bara ekki sótt um að opna það aftur þegar það var allt greitt upp vegna þess að það var ekki verið að nota vsk númerið.“
Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15 Chuck Norris er glerharður Vilhjálmur Sanne var að opna nýstárlegan grillstað á Laugaveginum þar sem þemað er Chuck Norris. 15. apríl 2014 09:30 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þetta eru tíu bestu skyndibitastaðirnir í Reykjavík Lífið á Vísi fékk nokkra álitsgjafa, og mikla matgæðinga, til að velja bestu skyndibitastaðina á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 17. október 2014 11:15
Chuck Norris er glerharður Vilhjálmur Sanne var að opna nýstárlegan grillstað á Laugaveginum þar sem þemað er Chuck Norris. 15. apríl 2014 09:30