Arnór fær mikið hrós: Kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2018 15:00 Arnór Sigurðsson. Twitter/@ifknorrkoping Arnór Sigurðsson átti flotta innkomu hjá IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og eftir leikinn fékk íslenski unglingalandsliðsmaðurinn mikið hrós frá liðsfélaga sínum. IFK Norrköping vann þarna 2-1 sigur á Brommapojkarna í fyrstu umferð tímabilsins en okkar maður átti mikinn þátt í því að lið hans náði að landa sigrinum. Arnór kom inná sem varamaður á 75. mínútu leiksins en þá var staðan 1-1 eftir að gamli Stjörnumaðurinn Martin Rauschenberg hafði jafnað metin á 57. mínútu leiksins. Það tók Arnór aðeins þrjár mínútur að gera út um leikinn en hann fiskaði þá vítaspyrnu sem Kalle Holmberg skoraði úr sigurmarkið. „Hann er kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með,“ sagði miðjumaðurinn Simon Thern sem er 25 ára og hefur spilað með Malmö FF, Heerenveen og AIK á síðustu árum.Thern hyllar Sigurdsson: ”Kanske den största talangen jag spelat med” https://t.co/4CLBwL6n9i — SportExpressen (@SportExpressen) April 2, 2018 „Ég hef sagt þetta áður og ég hef líka spilað með mörgum góðum leikmönnum. Ef ég á að líkja honum við einhvern þá myndi ég líkja honum við Sam Larsson,“ sagði Simon Thern og hann leyndi ekki hrifningu sinni á Arnóri. Sam Larsson er 24 ára sænskur vængmaður sem spilar í dag með Feyenoord í Hollandi. Thern hélt áfram að hrósa Arnóri en Arnór er fæddur árið 1999 og hefur þegar unnið sér sæti í íslenska 21 árs landsliðinu. „Það er rosalega erfitt að ná af honum boltanum og hann er kraftmikill. Arnór hefur frábært auga fyrir leiknum og góða tilfinningu fyrir boltanum. Ég er algjörlega sannfærður um að hann verði aðalmaðurinn í IFK Norrköping í næstu framtíð,“ sagði Thern. „Ég vissi ekkert hver þessi strákur var þegar ég kom. Hann spilar fótbolta með hausnum og veit alveg hvað hann ætlar að gera næst,“ sagði Simon Thern. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Arnór Sigurðsson átti flotta innkomu hjá IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og eftir leikinn fékk íslenski unglingalandsliðsmaðurinn mikið hrós frá liðsfélaga sínum. IFK Norrköping vann þarna 2-1 sigur á Brommapojkarna í fyrstu umferð tímabilsins en okkar maður átti mikinn þátt í því að lið hans náði að landa sigrinum. Arnór kom inná sem varamaður á 75. mínútu leiksins en þá var staðan 1-1 eftir að gamli Stjörnumaðurinn Martin Rauschenberg hafði jafnað metin á 57. mínútu leiksins. Það tók Arnór aðeins þrjár mínútur að gera út um leikinn en hann fiskaði þá vítaspyrnu sem Kalle Holmberg skoraði úr sigurmarkið. „Hann er kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með,“ sagði miðjumaðurinn Simon Thern sem er 25 ára og hefur spilað með Malmö FF, Heerenveen og AIK á síðustu árum.Thern hyllar Sigurdsson: ”Kanske den största talangen jag spelat med” https://t.co/4CLBwL6n9i — SportExpressen (@SportExpressen) April 2, 2018 „Ég hef sagt þetta áður og ég hef líka spilað með mörgum góðum leikmönnum. Ef ég á að líkja honum við einhvern þá myndi ég líkja honum við Sam Larsson,“ sagði Simon Thern og hann leyndi ekki hrifningu sinni á Arnóri. Sam Larsson er 24 ára sænskur vængmaður sem spilar í dag með Feyenoord í Hollandi. Thern hélt áfram að hrósa Arnóri en Arnór er fæddur árið 1999 og hefur þegar unnið sér sæti í íslenska 21 árs landsliðinu. „Það er rosalega erfitt að ná af honum boltanum og hann er kraftmikill. Arnór hefur frábært auga fyrir leiknum og góða tilfinningu fyrir boltanum. Ég er algjörlega sannfærður um að hann verði aðalmaðurinn í IFK Norrköping í næstu framtíð,“ sagði Thern. „Ég vissi ekkert hver þessi strákur var þegar ég kom. Hann spilar fótbolta með hausnum og veit alveg hvað hann ætlar að gera næst,“ sagði Simon Thern.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira