Arnór fær mikið hrós: Kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2018 15:00 Arnór Sigurðsson. Twitter/@ifknorrkoping Arnór Sigurðsson átti flotta innkomu hjá IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og eftir leikinn fékk íslenski unglingalandsliðsmaðurinn mikið hrós frá liðsfélaga sínum. IFK Norrköping vann þarna 2-1 sigur á Brommapojkarna í fyrstu umferð tímabilsins en okkar maður átti mikinn þátt í því að lið hans náði að landa sigrinum. Arnór kom inná sem varamaður á 75. mínútu leiksins en þá var staðan 1-1 eftir að gamli Stjörnumaðurinn Martin Rauschenberg hafði jafnað metin á 57. mínútu leiksins. Það tók Arnór aðeins þrjár mínútur að gera út um leikinn en hann fiskaði þá vítaspyrnu sem Kalle Holmberg skoraði úr sigurmarkið. „Hann er kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með,“ sagði miðjumaðurinn Simon Thern sem er 25 ára og hefur spilað með Malmö FF, Heerenveen og AIK á síðustu árum.Thern hyllar Sigurdsson: ”Kanske den största talangen jag spelat med” https://t.co/4CLBwL6n9i — SportExpressen (@SportExpressen) April 2, 2018 „Ég hef sagt þetta áður og ég hef líka spilað með mörgum góðum leikmönnum. Ef ég á að líkja honum við einhvern þá myndi ég líkja honum við Sam Larsson,“ sagði Simon Thern og hann leyndi ekki hrifningu sinni á Arnóri. Sam Larsson er 24 ára sænskur vængmaður sem spilar í dag með Feyenoord í Hollandi. Thern hélt áfram að hrósa Arnóri en Arnór er fæddur árið 1999 og hefur þegar unnið sér sæti í íslenska 21 árs landsliðinu. „Það er rosalega erfitt að ná af honum boltanum og hann er kraftmikill. Arnór hefur frábært auga fyrir leiknum og góða tilfinningu fyrir boltanum. Ég er algjörlega sannfærður um að hann verði aðalmaðurinn í IFK Norrköping í næstu framtíð,“ sagði Thern. „Ég vissi ekkert hver þessi strákur var þegar ég kom. Hann spilar fótbolta með hausnum og veit alveg hvað hann ætlar að gera næst,“ sagði Simon Thern. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sjá meira
Arnór Sigurðsson átti flotta innkomu hjá IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og eftir leikinn fékk íslenski unglingalandsliðsmaðurinn mikið hrós frá liðsfélaga sínum. IFK Norrköping vann þarna 2-1 sigur á Brommapojkarna í fyrstu umferð tímabilsins en okkar maður átti mikinn þátt í því að lið hans náði að landa sigrinum. Arnór kom inná sem varamaður á 75. mínútu leiksins en þá var staðan 1-1 eftir að gamli Stjörnumaðurinn Martin Rauschenberg hafði jafnað metin á 57. mínútu leiksins. Það tók Arnór aðeins þrjár mínútur að gera út um leikinn en hann fiskaði þá vítaspyrnu sem Kalle Holmberg skoraði úr sigurmarkið. „Hann er kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með,“ sagði miðjumaðurinn Simon Thern sem er 25 ára og hefur spilað með Malmö FF, Heerenveen og AIK á síðustu árum.Thern hyllar Sigurdsson: ”Kanske den största talangen jag spelat med” https://t.co/4CLBwL6n9i — SportExpressen (@SportExpressen) April 2, 2018 „Ég hef sagt þetta áður og ég hef líka spilað með mörgum góðum leikmönnum. Ef ég á að líkja honum við einhvern þá myndi ég líkja honum við Sam Larsson,“ sagði Simon Thern og hann leyndi ekki hrifningu sinni á Arnóri. Sam Larsson er 24 ára sænskur vængmaður sem spilar í dag með Feyenoord í Hollandi. Thern hélt áfram að hrósa Arnóri en Arnór er fæddur árið 1999 og hefur þegar unnið sér sæti í íslenska 21 árs landsliðinu. „Það er rosalega erfitt að ná af honum boltanum og hann er kraftmikill. Arnór hefur frábært auga fyrir leiknum og góða tilfinningu fyrir boltanum. Ég er algjörlega sannfærður um að hann verði aðalmaðurinn í IFK Norrköping í næstu framtíð,“ sagði Thern. „Ég vissi ekkert hver þessi strákur var þegar ég kom. Hann spilar fótbolta með hausnum og veit alveg hvað hann ætlar að gera næst,“ sagði Simon Thern.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sjá meira