Allra augu verða á Bandaríkjamanninum Tiger Woods sem hefur komið sterkur til baka eftir síðustu bakaðgerð og spilað mjög vel á síðustu mótum. Það eru Ástralinn Marc Leishman og Englendingurinn Tommy Fleetwood sem verða í ráshópi með Tiger.
Groupings and tee times for the first two rounds of the #themasters have been announced. https://t.co/E9C3FRDhd1pic.twitter.com/yuuB8ryaqR
— Masters Tournament (@TheMasters) April 3, 2018
Tommy Fleetwood er 27 ára gamall og náði ekki niðurskurðinum á Mastersmótinu í fyrra. Hans besti árangur á risamóti er 4. sæti á opna bandaríska meistaramótinu árið 2017.
Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum þar af Mastersmótið fjórum sinnum eða 1997, 2001, 2002 og 2005. Hann vann hinsvegar sitt síðasta risamót fyrir tíu árum eða opna bandaríska mótið árið 2008.
Tiger Woods, Marc Leishman and Tommy Fleetwood tee of at 10:42 ET on Thursday.
Fleetwood has never been grouped with Woods in a PGA TOUR event. Leishman has played 2 rounds with Tiger: the 4th round of the 2013 Memorial, and the 4th round of 2009 BMW Championship (Woods won)
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 3, 2018
Eitt flottasti hópurinn er sá með þeim Bubba Watson, Henrik Stenson og Jason Day en Jordan Spieth er í hópi með þeim Alex Noren og Louis Oosthuizen og þá verður Rory McIlroy með þeim Adam Scott og Jon Rahm.
Phil Mickelson er í ráshópi með þeim Rickie Fowler og Matt Kuchar.