Innlent

Sjónarvottar greina frá þremur sprengingum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins.
Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins. Vísir/Egill
„Ég heyrði eina háværa sprengingu,“ segir Árni Björn Kristjánsson, rekstrarstjóri Crossfit XY, sem staðsett er í Miðhrauni í grennd við húsnæði þar sem slökkviliðið berst nú við mikinn eld.

Segir Árni Björn að þegar hann hafi verið að koma til vinnu fljótlega eftir átta í morgun hafi hann séð eldtungur og reykjarmökkinn stíga upp úr húsnæðinu sem hýsir verslun og lager Icewear sem og geymslur á vegum Geymslna.

Eftir að sprengingin varð barst eldurinn mjög hratt út og segist Árni Björn hafa séð starfsmenn Marels, sem einnig er með aðstöðu í húsinu hafa hlaupið út.

Þá segir Árni Björn hafa heyrt frá samstarfsmönnum sínum að sprengingarnar hafi alls verið þrjár.

„Ég frétti frá öðrum hérna að það hafi verið tvær sprengingar fyrir það.“

Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu en allt tiltækt lið slökkviliðs glímir nú við eldinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×