Slökkviliðsmaður borinn út úr brunanum í Miðhrauni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2018 14:29 Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í dag vegna stórbrunans í Miðhrauni. Vísir/Egill Aðalsteinsson Slökkvilið hefur verið að störfum við gríðarlega erfiðar aðstæður frá því snemma í morgun vegna stórbruna í verslunar- og iðnaðarhúsnæði í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Nokkrir slökkviliðsmenn hafa hlotið minniháttar meiðsl við störf á vettvangi í dag. Um klukkan hálf ellefu í morgun þurfti að bera slökkviliðsmann út úr byggingunni þar sem hann fékk aðstoð félaga sinna, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Slökkviliðsmaðurinn stóð mjög fljótt upp aftur og var ekki fluttur til aðhlynningar heldur var áfram að störfum á svæðinu. Flytja þurfti einn slökkviliðsmann á sjúkrahús með minniháttar meiðsl, sagði Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi í hádeginu. Það var gert snemma í morgun, fljótlega eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. Á tólfta tímanum féll einn slökkviliðsmaður á milli hæða en slapp þó ómeiddur. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í dag, líka þeir sem voru á frívakt. Einnig voru slökkviliðsmenn í þjálfun á vettvangi í Miðhrauni til að fylgjast með og læra. Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar og hópur frá slökkviliðinu í Árborg mættu einnig á staðinn til að hjálpa. Erfiðlega gekk í byrjun að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum. Vinna slökkviliðs snýst nú að mestu um að hreinsa til og slökkva í hreiðrum þar sem glæður geta leynst. Til þess er notast við aðstoðar krabba þar sem ekki er þorandi að senda slökkviliðsmenn inn. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að reykmengun frá stórbrunanum sé að mestu gengin yfir en reykurinn er eitraður og talinn mjög skaðlegur. Allir sem eru að störfum á vettvangi og eru ekki í slökkviliðsbúnaði eru með grímur sem dreift var á staðnum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54 Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Slökkvilið hefur verið að störfum við gríðarlega erfiðar aðstæður frá því snemma í morgun vegna stórbruna í verslunar- og iðnaðarhúsnæði í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Nokkrir slökkviliðsmenn hafa hlotið minniháttar meiðsl við störf á vettvangi í dag. Um klukkan hálf ellefu í morgun þurfti að bera slökkviliðsmann út úr byggingunni þar sem hann fékk aðstoð félaga sinna, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Slökkviliðsmaðurinn stóð mjög fljótt upp aftur og var ekki fluttur til aðhlynningar heldur var áfram að störfum á svæðinu. Flytja þurfti einn slökkviliðsmann á sjúkrahús með minniháttar meiðsl, sagði Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi í hádeginu. Það var gert snemma í morgun, fljótlega eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. Á tólfta tímanum féll einn slökkviliðsmaður á milli hæða en slapp þó ómeiddur. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í dag, líka þeir sem voru á frívakt. Einnig voru slökkviliðsmenn í þjálfun á vettvangi í Miðhrauni til að fylgjast með og læra. Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar og hópur frá slökkviliðinu í Árborg mættu einnig á staðinn til að hjálpa. Erfiðlega gekk í byrjun að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum. Vinna slökkviliðs snýst nú að mestu um að hreinsa til og slökkva í hreiðrum þar sem glæður geta leynst. Til þess er notast við aðstoðar krabba þar sem ekki er þorandi að senda slökkviliðsmenn inn. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að reykmengun frá stórbrunanum sé að mestu gengin yfir en reykurinn er eitraður og talinn mjög skaðlegur. Allir sem eru að störfum á vettvangi og eru ekki í slökkviliðsbúnaði eru með grímur sem dreift var á staðnum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54 Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54
Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41