Fór úr lið á ökkla en leiddi Masters sólarhring seinna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2018 07:00 Ökklinn virtist ekki trufla Finau mikið í gær visir/getty Þegar Tony Finau lauk leik á fyrsta hring Mastersmótsins í golfi í gær leiddi hann mótið ásamt landa sínum Jordan Spieth á fjórum höggum undir pari. Það er ákveðið afrek í sjálfu sér hjá Bandaríkjamanninum sem er í 34. sæti heimslistans í golfi. Það sem gerir þetta hins vegar enn magnaðara er að aðeins tæpum sólahring fyrr fór hann úr ökklalið á golfvellinum. Finau fór holu í höggi á sjöundu holu í par 3 keppninni sem haldin var í undirbúningi fyrir Mastersmótið á miðvikudag. Þegar hann fagnaði högginu náði hann að fara úr lið á ökkla en hann beygði sig niður og ýtti ökklanum aftur í lið. Hann virtist hafa verið eftir sig eftir meiðslin og hætti keppni í par 3 keppninni og var óvíst hvort hann færi yfir höfuð á stað í gærmorgun. Hann gerði þó gott betur en það, spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla.Crazy day. Thanks for thoughts of concern, messages and prayers from all. I'm optimistic. https://t.co/m9y5T1a9Uy — Tony Finau Golf (@tonyfinaugolf) April 5, 2018 Hér fyrir neðan má sjá atvikið, myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.Tony Finau: Hits hole-in-one at The Maters Dislocates his ankle Pops it back in Waves to crowd WHAT! pic.twitter.com/zkC4bIGNAK — 12up (@12upSport) April 4, 2018 Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þegar Tony Finau lauk leik á fyrsta hring Mastersmótsins í golfi í gær leiddi hann mótið ásamt landa sínum Jordan Spieth á fjórum höggum undir pari. Það er ákveðið afrek í sjálfu sér hjá Bandaríkjamanninum sem er í 34. sæti heimslistans í golfi. Það sem gerir þetta hins vegar enn magnaðara er að aðeins tæpum sólahring fyrr fór hann úr ökklalið á golfvellinum. Finau fór holu í höggi á sjöundu holu í par 3 keppninni sem haldin var í undirbúningi fyrir Mastersmótið á miðvikudag. Þegar hann fagnaði högginu náði hann að fara úr lið á ökkla en hann beygði sig niður og ýtti ökklanum aftur í lið. Hann virtist hafa verið eftir sig eftir meiðslin og hætti keppni í par 3 keppninni og var óvíst hvort hann færi yfir höfuð á stað í gærmorgun. Hann gerði þó gott betur en það, spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla.Crazy day. Thanks for thoughts of concern, messages and prayers from all. I'm optimistic. https://t.co/m9y5T1a9Uy — Tony Finau Golf (@tonyfinaugolf) April 5, 2018 Hér fyrir neðan má sjá atvikið, myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.Tony Finau: Hits hole-in-one at The Maters Dislocates his ankle Pops it back in Waves to crowd WHAT! pic.twitter.com/zkC4bIGNAK — 12up (@12upSport) April 4, 2018
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira