Erlent

Teiknimyndagoðsögn látin

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Isao Takahata var sæmdur frönskum heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til menningar árið 2015.
Isao Takahata var sæmdur frönskum heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til menningar árið 2015. Vísir/Getty
Japanski anime-leikstjórinn Isao Takahata, einn stofnenda hins rómaða kvikmyndaframleiðslufyrirtækis Studio Ghibli, er látinn. Hann var 82 ára gamall.

Takahata hlaut Óskarsverðlaunatilefningu árið 2014 fyrir kvikmyndina The Tale of the Princess Kaguya en hans þekktasta verk er án efa Grave of the Fireflies sem kom út árið 1988.

Hann stofnaði framleiðslufyrirtækið Studio Ghibli ásamt hinum goðsagnakennda leikstjóra Hayao Miyazaki árið 1985. Fyrirtækið er almennt talið vera eitt það fremsta í heiminum þegar kemur að gerð vandaðra teiknimynda og hefur Studio Ghibli sent frá sér verðlaunamyndir á færibandi í rúma þrjá áratugi.

Takahata byrjaði að feta sig áfram við teiknimyndagerð árið 1959 og starfaði í upphafi ferilsins í kvikmyndaverinu Toei þar sem hann kynntist Miyazaki.

Samband þeirra Takahata og Miyazaki hafði frá upphafi verið náið - en um leið flókið. Fólk sem stóð þeim nærri hefur lýst því eins og að þeir væru bestu vinir en um leið hatrömmustu keppinautar.

Meðal annarra kvikmynda sem hafði puttana í hjá Studio Ghibli eru Nausicaa of the Valley of the Wind og Castle in yhe Sky, sem báðar eru háttskrifaðar meðal áhugamanna um japanskar teiknimyndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×