Hugsanlegt að verðmæti í geymslunum séu brunatryggð Gissur Sigurðsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. apríl 2018 13:24 Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í Miðhrauni í morgun. Þarna voru áður geymslur og lager. Vísir/Vilhelm Hugsanlegt er að verðmæti, sem brunnu í húsakynnum Geymslna í Garðabæ í gær, séu brunatryggð, eða á ábyrgð Geymslna, samkvæmt lögum um þjónustukaup. Tjónið vegna brunans í Miðhrauni er líklega á annan milljarð króna en áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín. Fram kemur á heimasíðu Geymslna að tryggingar séu ekki innifaldar í leigu, en Guðni á Haraldsson hæstaréttarlögmaður er ekki viss um að það leysi fyrirtækið undan allri ábyrgð. Tjónið fyrir leigjendur var bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt, enda misstu margir hluti sem hafa mikið tilfinningalegt gildi. „Lögin um þjónustukaup þau gilda um geymslu á lausafjármunum og lögin eru óundanþæg neytendum, það er að segja, það má ekki víkja frá þeim neytenda í óhag. Í lögunum er tekið fram að farist munir sem eru í geymslu að tilviljun eða vegna þjófnaðar eða eldsvoða, þá sé það á ábyrgð rekstraraðila geymslunnar af því að hann getur tryggt sig fyrir slíku,“ sagði Guðni Haraldsson hæstaréttarlögmaður í samtali við fréttastofu í hádeginu. „Þannig að þarna er ábyrgðinni velt yfir á rekstraraðilann og það er óheimilt að undanþiggja sig slíkri ábyrgð vegna þess að lögin eru neytendum í hag.“ Áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín.Vísir/VilhelmLeigjendur láti reyna á hvort skilmálar haldi gagnvart lögum Varðandi textann á heimasíðu Geymslna um að trygging sé ekki innifalin í leigu segir Guðni: „Þá myndi reyna á það hvort að sá skilmáli eða sá fyrirvari, hvort hann héldi gagnvart lögunum. Vegna þess að það er óheimilt að víkja frá ákvæðum laganna neytendum í óhag.“ Aðspurður hvort skilyrði Geymslna teljist frávik frá lögum segir Guðni að hann ætli ekki að fullyrða það. „En það er alveg vel þess virði að skoða það. Það hafa fallið svona úrskurðir í úrskurðarnefndum um neytendamál þar sem að geymsluaðili hefur verið talin bera ábyrgð á svona hlutum. Það er vel þess virði, af því að þetta eru kannski miklir hagsmunir fyrir einstaklinga, að láta skoða þetta og taka ekki svona fullyrðingar án þess að skoða það nánar.“ Lögregla hóf í dag sína rannsókn á brunanum og verður meðal annars farið yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sagði í samtali við Vísi í dag að talið sé að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear, sem er í miðri byggingunni í Miðhrauni 4, við hlið geymslnanna á vegum fyrirtækisins Geymslur. Slökkviliðið mun rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Hugsanlegt er að verðmæti, sem brunnu í húsakynnum Geymslna í Garðabæ í gær, séu brunatryggð, eða á ábyrgð Geymslna, samkvæmt lögum um þjónustukaup. Tjónið vegna brunans í Miðhrauni er líklega á annan milljarð króna en áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín. Fram kemur á heimasíðu Geymslna að tryggingar séu ekki innifaldar í leigu, en Guðni á Haraldsson hæstaréttarlögmaður er ekki viss um að það leysi fyrirtækið undan allri ábyrgð. Tjónið fyrir leigjendur var bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt, enda misstu margir hluti sem hafa mikið tilfinningalegt gildi. „Lögin um þjónustukaup þau gilda um geymslu á lausafjármunum og lögin eru óundanþæg neytendum, það er að segja, það má ekki víkja frá þeim neytenda í óhag. Í lögunum er tekið fram að farist munir sem eru í geymslu að tilviljun eða vegna þjófnaðar eða eldsvoða, þá sé það á ábyrgð rekstraraðila geymslunnar af því að hann getur tryggt sig fyrir slíku,“ sagði Guðni Haraldsson hæstaréttarlögmaður í samtali við fréttastofu í hádeginu. „Þannig að þarna er ábyrgðinni velt yfir á rekstraraðilann og það er óheimilt að undanþiggja sig slíkri ábyrgð vegna þess að lögin eru neytendum í hag.“ Áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín.Vísir/VilhelmLeigjendur láti reyna á hvort skilmálar haldi gagnvart lögum Varðandi textann á heimasíðu Geymslna um að trygging sé ekki innifalin í leigu segir Guðni: „Þá myndi reyna á það hvort að sá skilmáli eða sá fyrirvari, hvort hann héldi gagnvart lögunum. Vegna þess að það er óheimilt að víkja frá ákvæðum laganna neytendum í óhag.“ Aðspurður hvort skilyrði Geymslna teljist frávik frá lögum segir Guðni að hann ætli ekki að fullyrða það. „En það er alveg vel þess virði að skoða það. Það hafa fallið svona úrskurðir í úrskurðarnefndum um neytendamál þar sem að geymsluaðili hefur verið talin bera ábyrgð á svona hlutum. Það er vel þess virði, af því að þetta eru kannski miklir hagsmunir fyrir einstaklinga, að láta skoða þetta og taka ekki svona fullyrðingar án þess að skoða það nánar.“ Lögregla hóf í dag sína rannsókn á brunanum og verður meðal annars farið yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sagði í samtali við Vísi í dag að talið sé að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear, sem er í miðri byggingunni í Miðhrauni 4, við hlið geymslnanna á vegum fyrirtækisins Geymslur. Slökkviliðið mun rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01
Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40
Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45