Hugsanlegt að verðmæti í geymslunum séu brunatryggð Gissur Sigurðsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. apríl 2018 13:24 Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í Miðhrauni í morgun. Þarna voru áður geymslur og lager. Vísir/Vilhelm Hugsanlegt er að verðmæti, sem brunnu í húsakynnum Geymslna í Garðabæ í gær, séu brunatryggð, eða á ábyrgð Geymslna, samkvæmt lögum um þjónustukaup. Tjónið vegna brunans í Miðhrauni er líklega á annan milljarð króna en áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín. Fram kemur á heimasíðu Geymslna að tryggingar séu ekki innifaldar í leigu, en Guðni á Haraldsson hæstaréttarlögmaður er ekki viss um að það leysi fyrirtækið undan allri ábyrgð. Tjónið fyrir leigjendur var bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt, enda misstu margir hluti sem hafa mikið tilfinningalegt gildi. „Lögin um þjónustukaup þau gilda um geymslu á lausafjármunum og lögin eru óundanþæg neytendum, það er að segja, það má ekki víkja frá þeim neytenda í óhag. Í lögunum er tekið fram að farist munir sem eru í geymslu að tilviljun eða vegna þjófnaðar eða eldsvoða, þá sé það á ábyrgð rekstraraðila geymslunnar af því að hann getur tryggt sig fyrir slíku,“ sagði Guðni Haraldsson hæstaréttarlögmaður í samtali við fréttastofu í hádeginu. „Þannig að þarna er ábyrgðinni velt yfir á rekstraraðilann og það er óheimilt að undanþiggja sig slíkri ábyrgð vegna þess að lögin eru neytendum í hag.“ Áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín.Vísir/VilhelmLeigjendur láti reyna á hvort skilmálar haldi gagnvart lögum Varðandi textann á heimasíðu Geymslna um að trygging sé ekki innifalin í leigu segir Guðni: „Þá myndi reyna á það hvort að sá skilmáli eða sá fyrirvari, hvort hann héldi gagnvart lögunum. Vegna þess að það er óheimilt að víkja frá ákvæðum laganna neytendum í óhag.“ Aðspurður hvort skilyrði Geymslna teljist frávik frá lögum segir Guðni að hann ætli ekki að fullyrða það. „En það er alveg vel þess virði að skoða það. Það hafa fallið svona úrskurðir í úrskurðarnefndum um neytendamál þar sem að geymsluaðili hefur verið talin bera ábyrgð á svona hlutum. Það er vel þess virði, af því að þetta eru kannski miklir hagsmunir fyrir einstaklinga, að láta skoða þetta og taka ekki svona fullyrðingar án þess að skoða það nánar.“ Lögregla hóf í dag sína rannsókn á brunanum og verður meðal annars farið yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sagði í samtali við Vísi í dag að talið sé að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear, sem er í miðri byggingunni í Miðhrauni 4, við hlið geymslnanna á vegum fyrirtækisins Geymslur. Slökkviliðið mun rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Hugsanlegt er að verðmæti, sem brunnu í húsakynnum Geymslna í Garðabæ í gær, séu brunatryggð, eða á ábyrgð Geymslna, samkvæmt lögum um þjónustukaup. Tjónið vegna brunans í Miðhrauni er líklega á annan milljarð króna en áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín. Fram kemur á heimasíðu Geymslna að tryggingar séu ekki innifaldar í leigu, en Guðni á Haraldsson hæstaréttarlögmaður er ekki viss um að það leysi fyrirtækið undan allri ábyrgð. Tjónið fyrir leigjendur var bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt, enda misstu margir hluti sem hafa mikið tilfinningalegt gildi. „Lögin um þjónustukaup þau gilda um geymslu á lausafjármunum og lögin eru óundanþæg neytendum, það er að segja, það má ekki víkja frá þeim neytenda í óhag. Í lögunum er tekið fram að farist munir sem eru í geymslu að tilviljun eða vegna þjófnaðar eða eldsvoða, þá sé það á ábyrgð rekstraraðila geymslunnar af því að hann getur tryggt sig fyrir slíku,“ sagði Guðni Haraldsson hæstaréttarlögmaður í samtali við fréttastofu í hádeginu. „Þannig að þarna er ábyrgðinni velt yfir á rekstraraðilann og það er óheimilt að undanþiggja sig slíkri ábyrgð vegna þess að lögin eru neytendum í hag.“ Áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín.Vísir/VilhelmLeigjendur láti reyna á hvort skilmálar haldi gagnvart lögum Varðandi textann á heimasíðu Geymslna um að trygging sé ekki innifalin í leigu segir Guðni: „Þá myndi reyna á það hvort að sá skilmáli eða sá fyrirvari, hvort hann héldi gagnvart lögunum. Vegna þess að það er óheimilt að víkja frá ákvæðum laganna neytendum í óhag.“ Aðspurður hvort skilyrði Geymslna teljist frávik frá lögum segir Guðni að hann ætli ekki að fullyrða það. „En það er alveg vel þess virði að skoða það. Það hafa fallið svona úrskurðir í úrskurðarnefndum um neytendamál þar sem að geymsluaðili hefur verið talin bera ábyrgð á svona hlutum. Það er vel þess virði, af því að þetta eru kannski miklir hagsmunir fyrir einstaklinga, að láta skoða þetta og taka ekki svona fullyrðingar án þess að skoða það nánar.“ Lögregla hóf í dag sína rannsókn á brunanum og verður meðal annars farið yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sagði í samtali við Vísi í dag að talið sé að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear, sem er í miðri byggingunni í Miðhrauni 4, við hlið geymslnanna á vegum fyrirtækisins Geymslur. Slökkviliðið mun rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01
Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40
Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45