Ég er að opna hjarta mitt Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. apríl 2018 11:00 "Þessi sýning fjallar um það hver ég er og hvernig ég vinn,“ segir Gabríela. Fréttablaðið/Ernir Gabríela Friðriksdóttir sýnir ný verk sín á myndlistarsýningu sem verður opnuð í dag, laugardaginn 7. apríl, í Hverfisgalleríi. Þar sýnir hún tæplega sextíu málverk. Sýningin heitir einfaldlega Gabríela og listakonan segir hana einkennast af mjög persónulegum verkum. „Ég geri mikið af myndböndum og innsetningum og milli þessara stóru verkefna mála ég og teikna. Ég vil sinna öllu: málverkum, teikningum, tónlist, dansi og vídeóverkum En alltaf endar það á því að ég sný aftur heim til teikninga og málverka,“ segir Gabríela. „Vinnustofan mín er á neðri hæðinni heima, ég vakna milli fimm og sex á morgnana og geng inn í vinnustofuna, anda að mér andrúmsloftinu og bý inni í því. Á hverjum degi fæ ég ótal hugmyndir og þarf að vinsa úr þeim. Þegar mér var boðið að vera með sýningu í Hverfisgalleríi fannst mér upplagt að þessi heimilisiðnaður minn, litlu myndirnar sem ég geri milli verkefna, færi á sýningu. Þegar ég vinn verk fyrir stórar sýningar þá er ég að búa til heim, sem er oft marglaga. Hérna leyfi ég mér að vera algjörlega laus við það. Þannig að þessi sýning fjallar um það hver ég er og hvernig ég vinn. Sýningin heitir Gabríela og þar er ég að opna hjarta mitt. Þegar maður opnar sig svona, er sannur sjálfum sér og er ekki að rembast þá koma verk sem lýsa því hver maður er. Ég málaði það sem kom upp í hugann hverju sinni og afraksturinn er tæplega sextíu verk í öllum regnbogans litum.“Sálræn glíma Skærir litir einkenna málverkin. Af hverju hrífst hún af þessum litum? „Það er geðveikin, ljótleikinn og þjáningin. Glíman við form og liti er mjög sálræn. Ég elska liti en varð að finna mína leið í litavali,“ segir hún. „Þegar ég var í myndlistarnámi var ég alveg ákveðin í því hvað ég ætlaði ekki að gera. Ég ætlaði ekki að endurtaka mig. Einn daginn fór ég að hugsa um það hversu góður mér þætti Allsorts lakkrís og hversu margir flottir litir væru í honum. Ég ákvað að þannig ætti litapallettan mín að vera: svartur, hvítur, brúnn og svo allir þeir skæru litir sem eru í þessum lakkrís. Þessir litir hafa fylgt mér síðan. Nú er ég að bæta við litum, eins og skærbleikum og rauði og blái liturinn sem ég notaði aldrei í gamla daga eru farnir að skjóta upp kollinum.“"Ég elska liti en varð að finna mína leið í litavali,“ segir Gabríela en sterkir litir einkenna myndirnar á sýningunni. fréttablaðið/ernirEkki hægt að flýja sjálfan sig Á myndunum á sýningunni eru ýmiss konar form og fígúrur áberandi. „Þegar ég var yngri langaði mig óskaplega til að verða abstrakt listamaður, en það hefur ekki gerst. Sögumaðurinn er svo fastur í mér. Ég er bara þannig og það er ekki hægt að flýja sjálfan sig,“ segir hún. „Þessi sýning er algjörlega ég. Hún er eins og dagbók, bara máluð í staðinn fyrir að vera skrifuð. Ég horfi á þessa sýningu og sé nákvæmlega hvað ég ólst upp við.“ Hvað ólst hún upp við? Jú, barnabækur eins og Bláu könnuna og teiknimyndasögur. „Ég var og er enn afskaplega hrifin af teiknimyndasögum og teikningum í barnabókum, eins og myndum Tove Jansson og Barbapabba-myndunum. Það er svo margt í þessum barnabókum sem átti þátt í að skapa mig og það mun aldrei fara. Það mun enn sitja í mér þegar ég er orðin gömul kerling og það þykir mér vænt um. Þá er ég að tala um hluti eins og húmorinn manns og formskyn og smekk fyrir litum.“Spennt fyrir kraftinum í trúnni Ein mynd á sýningunni sýnir Bláu könnuna sem er orðin gömul og í annarri mynd sést Mikki mús sem hefur sömuleiðis elst töluvert. En þarna er mun fleira en myndir sem tengjast bókum og teikningum. Þarna er til dæmis mynd sem heitir Pólitík, en faðir Gabríelu, Friðrik Sophusson, var áberandi stjórnmálamaður á sínum tíma og systir hennar, Áslaug, er stjórnmálamaður. Önnur mynd heitir Guðspeki. „Ég ólst mikið upp í Guðspekifélaginu því mamma, Helga Jóakimsdóttir, var forseti Íslandsdeildarinnar og þar kynntist ég mörgu skemmtilegu fólki. Þarna sat fólk í hugleiðslu og það var svo yndislegt að ég fylltist af andagift,“ segir Gabríela. „Ég held að kynnin af Guðspekifélaginu hafi haft mikil áhrif á mig. Í verkum mínum hef ég verið að vinna úr guðdómnum og symbólismanum, þótt það sé kannski ekki beinlínis sýnilegt.“ Þegar hún er spurð hvort hún sé trúuð segir hún: „Ég er zen búddisti. Ég hallast að búddisma því í honum felst það að taka ábyrgð á sjálfum sér. Hann hentar mínum raunveruleika fullkomlega. Mér finnst kaþólskan reyndar líka óskaplega spennandi. Oft hefur mig langað til að verða kaþólikki. Ég elska skreytingarnar í kaþólsku kirkjunum en get ekki hrifist af ljótu steypukirkjunum okkar þar sem eru engar myndir. Ég er mjög trúuð. Ég er líka spennt fyrir kraftinum sem er í trúnni og því ósýnilega. Það veitir mér innblástur.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Gabríela Friðriksdóttir sýnir ný verk sín á myndlistarsýningu sem verður opnuð í dag, laugardaginn 7. apríl, í Hverfisgalleríi. Þar sýnir hún tæplega sextíu málverk. Sýningin heitir einfaldlega Gabríela og listakonan segir hana einkennast af mjög persónulegum verkum. „Ég geri mikið af myndböndum og innsetningum og milli þessara stóru verkefna mála ég og teikna. Ég vil sinna öllu: málverkum, teikningum, tónlist, dansi og vídeóverkum En alltaf endar það á því að ég sný aftur heim til teikninga og málverka,“ segir Gabríela. „Vinnustofan mín er á neðri hæðinni heima, ég vakna milli fimm og sex á morgnana og geng inn í vinnustofuna, anda að mér andrúmsloftinu og bý inni í því. Á hverjum degi fæ ég ótal hugmyndir og þarf að vinsa úr þeim. Þegar mér var boðið að vera með sýningu í Hverfisgalleríi fannst mér upplagt að þessi heimilisiðnaður minn, litlu myndirnar sem ég geri milli verkefna, færi á sýningu. Þegar ég vinn verk fyrir stórar sýningar þá er ég að búa til heim, sem er oft marglaga. Hérna leyfi ég mér að vera algjörlega laus við það. Þannig að þessi sýning fjallar um það hver ég er og hvernig ég vinn. Sýningin heitir Gabríela og þar er ég að opna hjarta mitt. Þegar maður opnar sig svona, er sannur sjálfum sér og er ekki að rembast þá koma verk sem lýsa því hver maður er. Ég málaði það sem kom upp í hugann hverju sinni og afraksturinn er tæplega sextíu verk í öllum regnbogans litum.“Sálræn glíma Skærir litir einkenna málverkin. Af hverju hrífst hún af þessum litum? „Það er geðveikin, ljótleikinn og þjáningin. Glíman við form og liti er mjög sálræn. Ég elska liti en varð að finna mína leið í litavali,“ segir hún. „Þegar ég var í myndlistarnámi var ég alveg ákveðin í því hvað ég ætlaði ekki að gera. Ég ætlaði ekki að endurtaka mig. Einn daginn fór ég að hugsa um það hversu góður mér þætti Allsorts lakkrís og hversu margir flottir litir væru í honum. Ég ákvað að þannig ætti litapallettan mín að vera: svartur, hvítur, brúnn og svo allir þeir skæru litir sem eru í þessum lakkrís. Þessir litir hafa fylgt mér síðan. Nú er ég að bæta við litum, eins og skærbleikum og rauði og blái liturinn sem ég notaði aldrei í gamla daga eru farnir að skjóta upp kollinum.“"Ég elska liti en varð að finna mína leið í litavali,“ segir Gabríela en sterkir litir einkenna myndirnar á sýningunni. fréttablaðið/ernirEkki hægt að flýja sjálfan sig Á myndunum á sýningunni eru ýmiss konar form og fígúrur áberandi. „Þegar ég var yngri langaði mig óskaplega til að verða abstrakt listamaður, en það hefur ekki gerst. Sögumaðurinn er svo fastur í mér. Ég er bara þannig og það er ekki hægt að flýja sjálfan sig,“ segir hún. „Þessi sýning er algjörlega ég. Hún er eins og dagbók, bara máluð í staðinn fyrir að vera skrifuð. Ég horfi á þessa sýningu og sé nákvæmlega hvað ég ólst upp við.“ Hvað ólst hún upp við? Jú, barnabækur eins og Bláu könnuna og teiknimyndasögur. „Ég var og er enn afskaplega hrifin af teiknimyndasögum og teikningum í barnabókum, eins og myndum Tove Jansson og Barbapabba-myndunum. Það er svo margt í þessum barnabókum sem átti þátt í að skapa mig og það mun aldrei fara. Það mun enn sitja í mér þegar ég er orðin gömul kerling og það þykir mér vænt um. Þá er ég að tala um hluti eins og húmorinn manns og formskyn og smekk fyrir litum.“Spennt fyrir kraftinum í trúnni Ein mynd á sýningunni sýnir Bláu könnuna sem er orðin gömul og í annarri mynd sést Mikki mús sem hefur sömuleiðis elst töluvert. En þarna er mun fleira en myndir sem tengjast bókum og teikningum. Þarna er til dæmis mynd sem heitir Pólitík, en faðir Gabríelu, Friðrik Sophusson, var áberandi stjórnmálamaður á sínum tíma og systir hennar, Áslaug, er stjórnmálamaður. Önnur mynd heitir Guðspeki. „Ég ólst mikið upp í Guðspekifélaginu því mamma, Helga Jóakimsdóttir, var forseti Íslandsdeildarinnar og þar kynntist ég mörgu skemmtilegu fólki. Þarna sat fólk í hugleiðslu og það var svo yndislegt að ég fylltist af andagift,“ segir Gabríela. „Ég held að kynnin af Guðspekifélaginu hafi haft mikil áhrif á mig. Í verkum mínum hef ég verið að vinna úr guðdómnum og symbólismanum, þótt það sé kannski ekki beinlínis sýnilegt.“ Þegar hún er spurð hvort hún sé trúuð segir hún: „Ég er zen búddisti. Ég hallast að búddisma því í honum felst það að taka ábyrgð á sjálfum sér. Hann hentar mínum raunveruleika fullkomlega. Mér finnst kaþólskan reyndar líka óskaplega spennandi. Oft hefur mig langað til að verða kaþólikki. Ég elska skreytingarnar í kaþólsku kirkjunum en get ekki hrifist af ljótu steypukirkjunum okkar þar sem eru engar myndir. Ég er mjög trúuð. Ég er líka spennt fyrir kraftinum sem er í trúnni og því ósýnilega. Það veitir mér innblástur.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira