Enginn ræður við innköstin Kristinn Páll skrifar 7. apríl 2018 08:00 Stelpurnar fagna marki Gunnhildar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 2-0 sigur á Slóveníu ytra í gærkvöldi og náði toppsæti riðilsins í undankeppni HM 2019 í bili með tíu stig að fjórum umferðum loknum. Var þetta þriðji útileikur Íslands í riðlinum en Stelpurnar okkar mæta Færeyjum á þriðjudaginn kemur í síðasta útileiknum áður en þær ljúka keppninni á fjórum heimaleikjum í röð. Ísland missir toppsæti riðilsins til Þýskalands eða Tékklands þegar liðin mætast í dag en þegar öll liðin hafa leikið fjóra leiki er Ísland efst í riðlinum með tíu stig.Sterk byrjun Líkt og þegar liðin mættust á sama stað í undankeppni EM árið 2015 byrjaði íslenska liðið af krafti og voru þær ákveðnar í að brjóta ísinn snemma. Eftir að hafa stýrt leiknum komst Ísland yfir með marki Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, hennar þriðja í undankeppninni, á 15. mínútu eftir langt innkast. Tuttugu mínútum síðar bætti Rakel Hönnudóttir við marki af stuttu færi þegar boltinn féll fyrir fætur hennar í vítateig Slóvena og leiddi Ísland 2-0 í hálfleik. Slóvenar komust betur inn í leikinn á upphafsmínútum seinni hálfleiks og voru mun meira með boltann án þess að ógna marki Íslands. Fékk Ísland nokkur hálffæri til að klára leikinn endanlega en mörkin tvö úr fyrri hálfleik dugðu til. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, var hinn kátasti er Fréttablaðið heyrði í honum eftir leik. „Fyrri hálfleikurinn var frábær af okkar hálfu sem er afar ánægjulegt, við spiluðum vel og varnarleikurinn var afar öflugur. Við vorum að vinna boltann hratt og færa boltann í þau svæði sem við vildum sækja í og sköpuðum fyrir vikið fullt af góðum færum. Svo skorum við úr löngu innköstunum sem enginn ræður við,“ segir Freyr en bæði mörkin komu eftir löng innköst frá Sif Atladóttur.Hægðu á leiknum í seinni „Mér fannst þetta hrikalega fallegt mark, þetta var beint af æfingasvæðinu,“ sagði Freyr hlæjandi um mark Gunnhildar sem hún virtist skora með maganum. „Hvort sem það er með maganum, hnénu eða ristinni er mér alveg sama ef leikmennirnir klára hlaupin sín og gera það vel. Við vorum árásargjörn í föstum leikatriðum og uppskárum tvö mörk upp úr því, að okkar mati eigum við að geta gert usla með föstum leikatriðum gegn hvaða andstæðingi sem er.“ Honum fannst spilamennskan aðeins detta niður í upphafi seinni hálfleiks. „Það kemur 20-25 mínútna kafli í seinni hálfleik þar sem spilamennskan er ekki nægilega góð hreint út sagt, það er kannski eðlilegt á þessum árstíma að ná ekki að halda sama hraða í 90 mínútur en þetta var fulllangt að mínu mati. Í byrjun vorum við að vinna boltann í fyrstu pressu og fórum á rétta staði með hann sem kom í veg fyrir að þær hægðu á leiknum og klukkuðu okkur. Það hjálpaði okkur að halda góðu flæði í fyrri hálfleik en vantaði í byrjun seinni hálfleiks, þá náðu þær að hægja leikinn og hnoðast aðeins meira og settu meiri pressu á okkur.“ Þrátt fyrir það fannst þjálfaranum forskotið ekki í hættu. „Við vorum með öll tök á leiknum, þó að þær hafi komið dýrvitlausar út úr hálfleiknum á sama tíma og við vorum aðeins farnar að slaka á, þá vorum við með gott tak á leiknum og betra liðið og náðum í stigin þrjú sem skipta máli. Í raun var það helsta sem fór í taugarnar á mér að bæta ekki við mörkum upp á gleðina að gera.“Brynjar tekur víkingaklappið Fram undan er leikur gegn Færeyjum en það er síðasti útileikur Íslands í undankeppninni. Ísland vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli 8-0 en með sigri tekst Íslandi að taka þrettán stig af fimmtán mögulegum á útivelli, nokkuð sem liðið setti sér sem markmið. „Við horfðum á þennan stigafjölda, þrettán stig í fimm leikjum, það væri frábær árangur og myndi setja okkur í þá stöðu sem við viljum vera í þegar kemur að lokaumferðunum. Við erum spennt að fara til Færeyja, ég þekki marga þarna og er spenntur að koma þangað. Ég ætlast til þess að við gerum enn betur og sækjum stigin þrjú og komum heim í toppsætinu,“ sagði Freyr en íslenska liðið flýgur til Færeyja frá Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Freyr kvaðst vera búinn að mynda stuðningsmannasveit í Færeyjum. „Brynjar Hlöðversson ætlar að vera í stúkunni með trommur að styðja við bakið á okkur, Jónas Tór Næs verður þarna líka. Brynjar er á við heilan her og ætlar að taka víkingaklappið svo að við fáum góðan stuðning þar,“ sagði Freyr léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 2-0 sigur á Slóveníu ytra í gærkvöldi og náði toppsæti riðilsins í undankeppni HM 2019 í bili með tíu stig að fjórum umferðum loknum. Var þetta þriðji útileikur Íslands í riðlinum en Stelpurnar okkar mæta Færeyjum á þriðjudaginn kemur í síðasta útileiknum áður en þær ljúka keppninni á fjórum heimaleikjum í röð. Ísland missir toppsæti riðilsins til Þýskalands eða Tékklands þegar liðin mætast í dag en þegar öll liðin hafa leikið fjóra leiki er Ísland efst í riðlinum með tíu stig.Sterk byrjun Líkt og þegar liðin mættust á sama stað í undankeppni EM árið 2015 byrjaði íslenska liðið af krafti og voru þær ákveðnar í að brjóta ísinn snemma. Eftir að hafa stýrt leiknum komst Ísland yfir með marki Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, hennar þriðja í undankeppninni, á 15. mínútu eftir langt innkast. Tuttugu mínútum síðar bætti Rakel Hönnudóttir við marki af stuttu færi þegar boltinn féll fyrir fætur hennar í vítateig Slóvena og leiddi Ísland 2-0 í hálfleik. Slóvenar komust betur inn í leikinn á upphafsmínútum seinni hálfleiks og voru mun meira með boltann án þess að ógna marki Íslands. Fékk Ísland nokkur hálffæri til að klára leikinn endanlega en mörkin tvö úr fyrri hálfleik dugðu til. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, var hinn kátasti er Fréttablaðið heyrði í honum eftir leik. „Fyrri hálfleikurinn var frábær af okkar hálfu sem er afar ánægjulegt, við spiluðum vel og varnarleikurinn var afar öflugur. Við vorum að vinna boltann hratt og færa boltann í þau svæði sem við vildum sækja í og sköpuðum fyrir vikið fullt af góðum færum. Svo skorum við úr löngu innköstunum sem enginn ræður við,“ segir Freyr en bæði mörkin komu eftir löng innköst frá Sif Atladóttur.Hægðu á leiknum í seinni „Mér fannst þetta hrikalega fallegt mark, þetta var beint af æfingasvæðinu,“ sagði Freyr hlæjandi um mark Gunnhildar sem hún virtist skora með maganum. „Hvort sem það er með maganum, hnénu eða ristinni er mér alveg sama ef leikmennirnir klára hlaupin sín og gera það vel. Við vorum árásargjörn í föstum leikatriðum og uppskárum tvö mörk upp úr því, að okkar mati eigum við að geta gert usla með föstum leikatriðum gegn hvaða andstæðingi sem er.“ Honum fannst spilamennskan aðeins detta niður í upphafi seinni hálfleiks. „Það kemur 20-25 mínútna kafli í seinni hálfleik þar sem spilamennskan er ekki nægilega góð hreint út sagt, það er kannski eðlilegt á þessum árstíma að ná ekki að halda sama hraða í 90 mínútur en þetta var fulllangt að mínu mati. Í byrjun vorum við að vinna boltann í fyrstu pressu og fórum á rétta staði með hann sem kom í veg fyrir að þær hægðu á leiknum og klukkuðu okkur. Það hjálpaði okkur að halda góðu flæði í fyrri hálfleik en vantaði í byrjun seinni hálfleiks, þá náðu þær að hægja leikinn og hnoðast aðeins meira og settu meiri pressu á okkur.“ Þrátt fyrir það fannst þjálfaranum forskotið ekki í hættu. „Við vorum með öll tök á leiknum, þó að þær hafi komið dýrvitlausar út úr hálfleiknum á sama tíma og við vorum aðeins farnar að slaka á, þá vorum við með gott tak á leiknum og betra liðið og náðum í stigin þrjú sem skipta máli. Í raun var það helsta sem fór í taugarnar á mér að bæta ekki við mörkum upp á gleðina að gera.“Brynjar tekur víkingaklappið Fram undan er leikur gegn Færeyjum en það er síðasti útileikur Íslands í undankeppninni. Ísland vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli 8-0 en með sigri tekst Íslandi að taka þrettán stig af fimmtán mögulegum á útivelli, nokkuð sem liðið setti sér sem markmið. „Við horfðum á þennan stigafjölda, þrettán stig í fimm leikjum, það væri frábær árangur og myndi setja okkur í þá stöðu sem við viljum vera í þegar kemur að lokaumferðunum. Við erum spennt að fara til Færeyja, ég þekki marga þarna og er spenntur að koma þangað. Ég ætlast til þess að við gerum enn betur og sækjum stigin þrjú og komum heim í toppsætinu,“ sagði Freyr en íslenska liðið flýgur til Færeyja frá Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Freyr kvaðst vera búinn að mynda stuðningsmannasveit í Færeyjum. „Brynjar Hlöðversson ætlar að vera í stúkunni með trommur að styðja við bakið á okkur, Jónas Tór Næs verður þarna líka. Brynjar er á við heilan her og ætlar að taka víkingaklappið svo að við fáum góðan stuðning þar,“ sagði Freyr léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira