Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. apríl 2018 12:30 Aðgerðirnar tóku á mannskapinn að sögn slökkviliðsstjóra Vísir/eyþór Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. Lengi logaði glatt í húsnæðinu við Miðhraun og slökkviliðsmenn stóðu vaktina linnulaust frá því eldurinn kom upp á fimmtudagsmorgun. „Þetta gekk svona bærilega miðað við aðstæður en vandinn var, eins og fram hefur komið, að við vorum alltaf að elta atburðarásina. Við náðum aldrei að stýra atburðarásinni af neinum krafti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Afar fjölmennt lið kom að aðgerðum, slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Árnessýslu og víðar auk þess sem notast var við ýmsan stórvirkan tækjabúnað, m.a. frá ISAVIA. „Við erum afskaplega þakklátir fyrir hvað við náðum að manna. Menn voru auðvitað þarna sólarhringum saman og voru orðnir þreyttir. Svo náttúrulega hefur það líka mikil áhrif á okkur þegar upp koma atburðir eins og þegar reykkafari fór milli hæða. Þetta tekur sinn toll í liðið,“ segir Jón Viðar. Hann kveðst hins vegar feginn að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Rannsókn málsins fer nú fram af fullum krafti, en slökkviliðið kemur að henni ásamt lögreglu. Líkt og fram hefur komið í tilkynningum lögreglu bendir ekkert til saknæms athæfis, en Jón Viðar segir of snemmt að segja til um hvort eldvarnir hefðu mátt vera betri. „Það er voðalega auðvelt að hoppa á það. Núna er hins vegar verið að rýna teikningar og annað með byggingaryfirvöldum í Garðabæ. Um leið og það verður komið fer myndin aðeins að skýrast.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. Lengi logaði glatt í húsnæðinu við Miðhraun og slökkviliðsmenn stóðu vaktina linnulaust frá því eldurinn kom upp á fimmtudagsmorgun. „Þetta gekk svona bærilega miðað við aðstæður en vandinn var, eins og fram hefur komið, að við vorum alltaf að elta atburðarásina. Við náðum aldrei að stýra atburðarásinni af neinum krafti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Afar fjölmennt lið kom að aðgerðum, slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Árnessýslu og víðar auk þess sem notast var við ýmsan stórvirkan tækjabúnað, m.a. frá ISAVIA. „Við erum afskaplega þakklátir fyrir hvað við náðum að manna. Menn voru auðvitað þarna sólarhringum saman og voru orðnir þreyttir. Svo náttúrulega hefur það líka mikil áhrif á okkur þegar upp koma atburðir eins og þegar reykkafari fór milli hæða. Þetta tekur sinn toll í liðið,“ segir Jón Viðar. Hann kveðst hins vegar feginn að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Rannsókn málsins fer nú fram af fullum krafti, en slökkviliðið kemur að henni ásamt lögreglu. Líkt og fram hefur komið í tilkynningum lögreglu bendir ekkert til saknæms athæfis, en Jón Viðar segir of snemmt að segja til um hvort eldvarnir hefðu mátt vera betri. „Það er voðalega auðvelt að hoppa á það. Núna er hins vegar verið að rýna teikningar og annað með byggingaryfirvöldum í Garðabæ. Um leið og það verður komið fer myndin aðeins að skýrast.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00
Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58