Rússar vilja fund með Boris Johnson Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. apríl 2018 14:45 Árásin á Skrípal feðginin er rannsökuð sem morðtilraun. Vísir/EPA Rússneska sendiráðið í London hefur óskað eftir fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands, vegna Skrípal rannsóknarinnar. Er nú beðið eftir viðbrögðum við þeirri beiðni, samkvæmt frétt BBC. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er málið rannsakað sem morðtilraun. Í nýrri yfirlýsingu frá rússneska sendiráðinu segir meðal annars að samskiptin við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins hafi verið algjörlega óviðunandi. „Við teljum að það sé kominn tími á að sendiherrann Alexander Yakovenko fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra.“ Þar kemur einnig fram að sendiherran hafi nú þegar sent skilaboð til Johnson. Bindur sendiráðið miklar vonir við að vel verði tekið í þessa beiðni og að komið verði á fundi sem fyrst. Bretar hafa ekki tjáð sig um beiðnina. Julia Skíipal hefur verið vakandi í rúma viku og í gær var sagt frá því að Sergei Skrípal væri einnig á batavegi eftir að hafa verið í lífshættu í nokkrar vikur. Christine Blanshard, yfirlæknir við spítalann í Salisbury, staðfesti þetta í gær í samtali við fjölmiðla. Skrípal hafði verið rússneskur leyniþjónustumaður sem var hnepptur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Taugaeitursárásin hefur hleypt mikilli spennu í samskipti Breta og vestrænna ríkja annars vegar og Rússa hins vegar. Um tuttugu ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina. Vladimir Pútín þvertekur aftur á móti fyrir að hafa haft eitthvað með árásina að gera. Rússar óskuðu eftir því á fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni, að Bretar skyldu rannsaka taugaeitursárásina á Skripal feðginin í Salisbury á dögunum í samstarfi við Rússa. Öryggisráðið hafnaði þeiri kröfu. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41 Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Rússneska sendiráðið í London hefur óskað eftir fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands, vegna Skrípal rannsóknarinnar. Er nú beðið eftir viðbrögðum við þeirri beiðni, samkvæmt frétt BBC. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er málið rannsakað sem morðtilraun. Í nýrri yfirlýsingu frá rússneska sendiráðinu segir meðal annars að samskiptin við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins hafi verið algjörlega óviðunandi. „Við teljum að það sé kominn tími á að sendiherrann Alexander Yakovenko fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra.“ Þar kemur einnig fram að sendiherran hafi nú þegar sent skilaboð til Johnson. Bindur sendiráðið miklar vonir við að vel verði tekið í þessa beiðni og að komið verði á fundi sem fyrst. Bretar hafa ekki tjáð sig um beiðnina. Julia Skíipal hefur verið vakandi í rúma viku og í gær var sagt frá því að Sergei Skrípal væri einnig á batavegi eftir að hafa verið í lífshættu í nokkrar vikur. Christine Blanshard, yfirlæknir við spítalann í Salisbury, staðfesti þetta í gær í samtali við fjölmiðla. Skrípal hafði verið rússneskur leyniþjónustumaður sem var hnepptur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Taugaeitursárásin hefur hleypt mikilli spennu í samskipti Breta og vestrænna ríkja annars vegar og Rússa hins vegar. Um tuttugu ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina. Vladimir Pútín þvertekur aftur á móti fyrir að hafa haft eitthvað með árásina að gera. Rússar óskuðu eftir því á fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni, að Bretar skyldu rannsaka taugaeitursárásina á Skripal feðginin í Salisbury á dögunum í samstarfi við Rússa. Öryggisráðið hafnaði þeiri kröfu.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41 Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41
Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00
Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53
Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21