Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. apríl 2018 20:00 Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. Bruninn í húsnæði Geymslna og Icewear við Miðhraun í Garðabæ var eitt umfangsmesta verkefni sem slökkvilið hefur sinnt undanfarin misseri og kom gríðarstór hópur fólks víða af landinu að verkinu. Lögregla fékk vettvanginn afhentan í gærkvöldi, en rannsókn á staðnum hefst ekki fyrr en á mánudag. Rétt var talið að leyfa húsinu að jafna sig yfir helgina, ef svo má segja, til að tryggja öryggi rannsakenda.Óljóst hver ber endanlega ábyrgð Fjölmargir áttu gríðarleg verðmæti í geymslum í húsinu og vaknar því óhjákvæmilega spurningin um hver beri ábyrgð á tjóninu. Samkvæmt upplýsingum á vef Geymslna er hið geymda a.m.k. ekki tryggt af fyrirtækinu, þó brunavörnum og öðrum kerfum sé ætlað að minnka hættu á tjóni. Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í vátryggingarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrirtækinu beri engin skylda til að taka slíkar tryggingar. Hins vegar sé staðan óljósari hvað varðar bótaábyrgð. „Lög um þjónustukaup gilda um sölu svona þjónustu. Það er alveg skýrt í gildissviði þeirra laga að nákvæmlega svona þjónusta fellur þar undir,“ segir Þóra. Í 26. grein laganna segir að seljandi þjónustu beri ábyrgð á því ef hlutur sem vinna á við skemmist af óviðráðanlegum orsökum í hans vörslum. „Þarna er verið að grípa ábyrgð sem til dæmis bílaverkstæði bera gagnvart þeim sem koma með bílinn í viðgerð og hafa enga stjórn á því hvernig bíllinn er geymdur og þess háttar,“ bendir Þóra á. Það er því túlkanlegt hvort geymslufyrirtæki teljist vinna við hluti sem þau geyma og beri þannig ábyrgð samkvæmt ákvæðinu. „Það mætti alveg hugsa sér það og greinargerðin með ákvæðinu er ekki alveg skýr um það. Ég treysti mér ekki til að fullyrða um það hér og nú,“ segir Þóra.Allur gangur á formi geymslusamninganna Þóra kannast ekki við að dómar hafi fallið um slík álitaefni, en segir að slík fordæmi gætu orðið afar áhugaverð. Þó megi einnig spyrja sig hvort samningsformin í kringum geymslustarfsemi af þessu tagi gætu haft áhrif. „Það er ýmist verið að gera samninga um þessa þjónustu eða jafnvel húsaleigusamninga og þá kemur til álita hvort seljandi svona þjónustu geti komið sér undan þessari ábyrgð með því að gera t.d. húsaleigusamning en ekki þjónustusamning eins og hann ætti að gera,“ segir Þóra. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. Bruninn í húsnæði Geymslna og Icewear við Miðhraun í Garðabæ var eitt umfangsmesta verkefni sem slökkvilið hefur sinnt undanfarin misseri og kom gríðarstór hópur fólks víða af landinu að verkinu. Lögregla fékk vettvanginn afhentan í gærkvöldi, en rannsókn á staðnum hefst ekki fyrr en á mánudag. Rétt var talið að leyfa húsinu að jafna sig yfir helgina, ef svo má segja, til að tryggja öryggi rannsakenda.Óljóst hver ber endanlega ábyrgð Fjölmargir áttu gríðarleg verðmæti í geymslum í húsinu og vaknar því óhjákvæmilega spurningin um hver beri ábyrgð á tjóninu. Samkvæmt upplýsingum á vef Geymslna er hið geymda a.m.k. ekki tryggt af fyrirtækinu, þó brunavörnum og öðrum kerfum sé ætlað að minnka hættu á tjóni. Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í vátryggingarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrirtækinu beri engin skylda til að taka slíkar tryggingar. Hins vegar sé staðan óljósari hvað varðar bótaábyrgð. „Lög um þjónustukaup gilda um sölu svona þjónustu. Það er alveg skýrt í gildissviði þeirra laga að nákvæmlega svona þjónusta fellur þar undir,“ segir Þóra. Í 26. grein laganna segir að seljandi þjónustu beri ábyrgð á því ef hlutur sem vinna á við skemmist af óviðráðanlegum orsökum í hans vörslum. „Þarna er verið að grípa ábyrgð sem til dæmis bílaverkstæði bera gagnvart þeim sem koma með bílinn í viðgerð og hafa enga stjórn á því hvernig bíllinn er geymdur og þess háttar,“ bendir Þóra á. Það er því túlkanlegt hvort geymslufyrirtæki teljist vinna við hluti sem þau geyma og beri þannig ábyrgð samkvæmt ákvæðinu. „Það mætti alveg hugsa sér það og greinargerðin með ákvæðinu er ekki alveg skýr um það. Ég treysti mér ekki til að fullyrða um það hér og nú,“ segir Þóra.Allur gangur á formi geymslusamninganna Þóra kannast ekki við að dómar hafi fallið um slík álitaefni, en segir að slík fordæmi gætu orðið afar áhugaverð. Þó megi einnig spyrja sig hvort samningsformin í kringum geymslustarfsemi af þessu tagi gætu haft áhrif. „Það er ýmist verið að gera samninga um þessa þjónustu eða jafnvel húsaleigusamninga og þá kemur til álita hvort seljandi svona þjónustu geti komið sér undan þessari ábyrgð með því að gera t.d. húsaleigusamning en ekki þjónustusamning eins og hann ætti að gera,“ segir Þóra.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00
Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. 7. apríl 2018 12:30
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45
Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58