BBC snuprað fyrir viðtal við loftslagsafneitara Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 15:58 Nigel Lawson fór með fleipur um loftslagsbreytingar í viðtali á einni útvarpsstöðva BBC í fyrra. Vísir/AFP Breska ríkisútvarpið BBC braut gegn reglum um hlutleysi þegar það leyfði fyrrverandi fjármálaráðherra að fara með staðlausa stafi um loftslagsbreytingar andmælalaust í útvarpsþætti í fyrra. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar landsins sem telur brotið sérlega bagalegt í ljósi þess að stutt er síðan BBC braut sömu reglur í viðtali við sama mann. Nigel Lawson, lávarður og fjármálaráðherra í tíð Margaretar Thatcher, fullyrti ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðustu tíu árin, þvert á niðurstöður allra mælinga, og að engin fjölgun hafi orðið á ofsaveðrum í þættinum Today á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í fyrra. Tvær kvartanir bárust Ofcom, fjölmiðlanefnd Bretlands, vegna þess að viðtalið hefði brotið gegn ákvæði útvarpslaga um fréttir þurfi að vera réttar og settar fram af hlutlægni. Nú hefur Ofcom komist að þeirri niðurstöðu að BBC hafi brotið regluna vegna þess að fullyrðingum Lawson var ekki andæft í þættinum eða þær leiðréttar, að því er segir í frétt The Guardian.Önnur uppákoman af sama tagi BBC viðurkennir að sumt að því sem Lawson sagði hafi gengið lengra en ætlunin var að fjalla um í þættinum. Hann hafi fengið að slengja fram röngum fullyrðingum sem stjórnendur þáttarins hefðu átt að andmæla. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem BBC brýtur gegn hlutleysisreglunni. Viðtal við Lawson í sama útvarpsþætti árið 2014 þar sem hann setti einnig fram rangar fullyrðingar um loftslagsvísindi leiddi til innri rannsóknar hjá BBC sem komst að þeirri niðurstöðu. Talsmaður Ofcom gerir sérstaka athugasemd við þetta nú. „Við sögðum BBC að við höfum áhyggjur af því að þetta sé önnur uppákoman af þessu tagi og í sama þætti,“ segir hann. Þvert á fullyrðingar Lawson í þættinum nú hefur meðalhiti jarðar síðustu árin ekki verið hærri frá því að mælingar hófust á 19. öld. Samkvæmt tölum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA var árið í fyrra það annað hlýjasta frá upphafi en það þriðja hlýjasta samkvæmt aðferðum Haf- og loftslagssstofnunar Bandaríkjanna. Þá hafa sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árinu 1850 verið á þessari öld. Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC braut gegn reglum um hlutleysi þegar það leyfði fyrrverandi fjármálaráðherra að fara með staðlausa stafi um loftslagsbreytingar andmælalaust í útvarpsþætti í fyrra. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar landsins sem telur brotið sérlega bagalegt í ljósi þess að stutt er síðan BBC braut sömu reglur í viðtali við sama mann. Nigel Lawson, lávarður og fjármálaráðherra í tíð Margaretar Thatcher, fullyrti ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðustu tíu árin, þvert á niðurstöður allra mælinga, og að engin fjölgun hafi orðið á ofsaveðrum í þættinum Today á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í fyrra. Tvær kvartanir bárust Ofcom, fjölmiðlanefnd Bretlands, vegna þess að viðtalið hefði brotið gegn ákvæði útvarpslaga um fréttir þurfi að vera réttar og settar fram af hlutlægni. Nú hefur Ofcom komist að þeirri niðurstöðu að BBC hafi brotið regluna vegna þess að fullyrðingum Lawson var ekki andæft í þættinum eða þær leiðréttar, að því er segir í frétt The Guardian.Önnur uppákoman af sama tagi BBC viðurkennir að sumt að því sem Lawson sagði hafi gengið lengra en ætlunin var að fjalla um í þættinum. Hann hafi fengið að slengja fram röngum fullyrðingum sem stjórnendur þáttarins hefðu átt að andmæla. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem BBC brýtur gegn hlutleysisreglunni. Viðtal við Lawson í sama útvarpsþætti árið 2014 þar sem hann setti einnig fram rangar fullyrðingar um loftslagsvísindi leiddi til innri rannsóknar hjá BBC sem komst að þeirri niðurstöðu. Talsmaður Ofcom gerir sérstaka athugasemd við þetta nú. „Við sögðum BBC að við höfum áhyggjur af því að þetta sé önnur uppákoman af þessu tagi og í sama þætti,“ segir hann. Þvert á fullyrðingar Lawson í þættinum nú hefur meðalhiti jarðar síðustu árin ekki verið hærri frá því að mælingar hófust á 19. öld. Samkvæmt tölum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA var árið í fyrra það annað hlýjasta frá upphafi en það þriðja hlýjasta samkvæmt aðferðum Haf- og loftslagssstofnunar Bandaríkjanna. Þá hafa sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árinu 1850 verið á þessari öld.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24