Rík skylda eigenda og forráðamanna að brunavarnir húsa séu í takt við starfsemi hverju sinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. apríl 2018 19:00 Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skoða vettvang í dag Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Enn er allt á huldu um hvers vegna eldur kom upp í verslunar- og iðnaðarhúsinu að Miðhrauni fjögur fyrir helgi. Slökkviliðsstjóri segir hafa komið á óvart hversu hratt byggingin brann. Rík skylda er á eigendum húsa um að eldvarnir þeirra séu í samræmi við starfsemi á hverjum tíma. Vettvangsrannsókn á eldsupptökum hófst í dag en lögreglan fékk vettvanginn afhentan á föstudagskvöld en af öryggissjónarmiðum var beðið með vettvangsrannsókn til dagsins í dag. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn brunans með aðstoð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en glæður hafa verið að finnast í ýmsum eldhreiðrum í byggingunni nú fjórum dögum eftir brunann. Eins og sjá má hafa verið gríðarleg átök átt sér stað í eldhafinu sem varð á fimmtudag. Aðalburðarsúlur hússins hafa svignað og gefið sig en þess að aflögun sem þessi geti átt sér stað þarf gríðarlega hita. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir það hafa komið á óvar á hve skömmum tíma stærsti hluti hússins hvar verið orðinn alelda „Hraðinn var það mikill að við náðum aldrei fram fyrir atburðarásina. Við vorum í rauninni alltaf að elta atburðarásina og náðum aldrei að stýra henni,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Hvaða lærdóm dragið þið af þessum bruna?„Það sem stendur upp úr og það sem maður er afskaplega þakklátur fyrir er að enginn hafi slasast. Við vorum ansi nærri því að menn væri að slasast hérna hjá okkur,“ segir Jón Viðar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ekkert vatnsúðakerfi í húsinu sem hæglega hefði hamlað útbreiðslu eldsins. Ábyrgð eigenda húsa og bygginga er mikið þegar kemur að eldvörnum og eldvarnareftirliti. Í reglugerð sem Björt Ólafsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra samþykkti á síðasta ári kemur fram að eigandi mannvirkis ber ábyrgð á að það fullnægi kröfum um brunavarnir sem fram eru settar í lög lögum og reglugerðum og að brunavarnir taki mið af þeirri starfsemi sem fer fram. Þá segir einnig að eigandi ber ábyrgð á eigin brunavörnum og skal hann gæta þess að viðhalda brunatæknilegu öryggi í mannvirki í samræmi við forsendur byggingarleyfis eða eðli starfseminnar á hverjum tíma. Þá kemur fram að eigandi geti ekki takmarkað ábyrgð sína samkvæmt reglugerð með samningum, til að mynda við leigutaka sem einnig hefur ríkar skyldur.Sjáið þið að í þessu húsi hafi verið gerðar breytingar sem ekki hafi verið samþykktar?„Við sjáum breytingar á notkun. Hér var Latibær einu sinni og svo breyttist það yfir í Icewear eða lagergeymslu fyrir Icewear. Hvort að það eitt og sér hafi kallað á breytingar erum við þessa stundina að fara yfir með byggingafulltrúa Garðabæjar,“ segir Jón Viðar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Enn mikill hiti í Miðhrauni Lögreglan hóf rannsókn á brunarústunum í dag. 9. apríl 2018 13:15 Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41 Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Enn er allt á huldu um hvers vegna eldur kom upp í verslunar- og iðnaðarhúsinu að Miðhrauni fjögur fyrir helgi. Slökkviliðsstjóri segir hafa komið á óvart hversu hratt byggingin brann. Rík skylda er á eigendum húsa um að eldvarnir þeirra séu í samræmi við starfsemi á hverjum tíma. Vettvangsrannsókn á eldsupptökum hófst í dag en lögreglan fékk vettvanginn afhentan á föstudagskvöld en af öryggissjónarmiðum var beðið með vettvangsrannsókn til dagsins í dag. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn brunans með aðstoð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en glæður hafa verið að finnast í ýmsum eldhreiðrum í byggingunni nú fjórum dögum eftir brunann. Eins og sjá má hafa verið gríðarleg átök átt sér stað í eldhafinu sem varð á fimmtudag. Aðalburðarsúlur hússins hafa svignað og gefið sig en þess að aflögun sem þessi geti átt sér stað þarf gríðarlega hita. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir það hafa komið á óvar á hve skömmum tíma stærsti hluti hússins hvar verið orðinn alelda „Hraðinn var það mikill að við náðum aldrei fram fyrir atburðarásina. Við vorum í rauninni alltaf að elta atburðarásina og náðum aldrei að stýra henni,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Hvaða lærdóm dragið þið af þessum bruna?„Það sem stendur upp úr og það sem maður er afskaplega þakklátur fyrir er að enginn hafi slasast. Við vorum ansi nærri því að menn væri að slasast hérna hjá okkur,“ segir Jón Viðar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ekkert vatnsúðakerfi í húsinu sem hæglega hefði hamlað útbreiðslu eldsins. Ábyrgð eigenda húsa og bygginga er mikið þegar kemur að eldvörnum og eldvarnareftirliti. Í reglugerð sem Björt Ólafsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra samþykkti á síðasta ári kemur fram að eigandi mannvirkis ber ábyrgð á að það fullnægi kröfum um brunavarnir sem fram eru settar í lög lögum og reglugerðum og að brunavarnir taki mið af þeirri starfsemi sem fer fram. Þá segir einnig að eigandi ber ábyrgð á eigin brunavörnum og skal hann gæta þess að viðhalda brunatæknilegu öryggi í mannvirki í samræmi við forsendur byggingarleyfis eða eðli starfseminnar á hverjum tíma. Þá kemur fram að eigandi geti ekki takmarkað ábyrgð sína samkvæmt reglugerð með samningum, til að mynda við leigutaka sem einnig hefur ríkar skyldur.Sjáið þið að í þessu húsi hafi verið gerðar breytingar sem ekki hafi verið samþykktar?„Við sjáum breytingar á notkun. Hér var Latibær einu sinni og svo breyttist það yfir í Icewear eða lagergeymslu fyrir Icewear. Hvort að það eitt og sér hafi kallað á breytingar erum við þessa stundina að fara yfir með byggingafulltrúa Garðabæjar,“ segir Jón Viðar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Enn mikill hiti í Miðhrauni Lögreglan hóf rannsókn á brunarústunum í dag. 9. apríl 2018 13:15 Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41 Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01
Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41
Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00