Rooney hjálpaði McIlroy að sigra um helgina Anton Ingi Leifsson skrifar 21. mars 2018 07:00 Rory fagnar um helgina. vísir/getty Hinn magnaði golfari Rory McIlroy þakkar Wayne Rooney, framherja Everton, fyrir hjálpina um helgina en McIlroy stóð uppi sem sigurvegari á Arnold Palmer um helgina eftir fimm fugla á síðustu sex holunum. Eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn á Valspar mótinu í Tampa byrjaði McIlroy að vinna í sínum málum á öllum hliðum golfsins. Hann spilaði svo frábærlega um helgina, eins og áður segir, og vann sinn fyrsta titil í nærri átján mánuði. „Við vorum að tala um aðrar íþróttir,” sagði McIlroy um spjall sitt við Brad Faxon, einn af þjálfurum sínum, í aðdraganda mótsins. „Brad var að tala um þriggja stiga skyttur í körfubolta eða eitthvað sem ég tengdi meira við eins og fótbolta.” „Við vorum að tala um kveikjuna að einhverju eða hvernig þú byrjar að hitt ofan í úr púttunum. Allir hafa mismunandi leið til þess að byrja eitthvað slíkt,” sagði McIlroy áður en hann beindi spjótum sínum að Rooney. „Ég sagði að Rooney, áður en hann tæki aukaspyrnu eða víti, tiplaði tánni í völlinn áður en hann hljóp að boltanum. Ég tók eftir þessu þegar við vorum að taka upp Nike-auglýsingu saman fyrir nokkrum árum.” Það styttist í Masters en keppni þar hefst 5. apríl. Það er því gleðifréttir fyrir Rory sé hann að hitna fyrir það magnaða mót. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hinn magnaði golfari Rory McIlroy þakkar Wayne Rooney, framherja Everton, fyrir hjálpina um helgina en McIlroy stóð uppi sem sigurvegari á Arnold Palmer um helgina eftir fimm fugla á síðustu sex holunum. Eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn á Valspar mótinu í Tampa byrjaði McIlroy að vinna í sínum málum á öllum hliðum golfsins. Hann spilaði svo frábærlega um helgina, eins og áður segir, og vann sinn fyrsta titil í nærri átján mánuði. „Við vorum að tala um aðrar íþróttir,” sagði McIlroy um spjall sitt við Brad Faxon, einn af þjálfurum sínum, í aðdraganda mótsins. „Brad var að tala um þriggja stiga skyttur í körfubolta eða eitthvað sem ég tengdi meira við eins og fótbolta.” „Við vorum að tala um kveikjuna að einhverju eða hvernig þú byrjar að hitt ofan í úr púttunum. Allir hafa mismunandi leið til þess að byrja eitthvað slíkt,” sagði McIlroy áður en hann beindi spjótum sínum að Rooney. „Ég sagði að Rooney, áður en hann tæki aukaspyrnu eða víti, tiplaði tánni í völlinn áður en hann hljóp að boltanum. Ég tók eftir þessu þegar við vorum að taka upp Nike-auglýsingu saman fyrir nokkrum árum.” Það styttist í Masters en keppni þar hefst 5. apríl. Það er því gleðifréttir fyrir Rory sé hann að hitna fyrir það magnaða mót.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira