„Umfang starfsemi hljómsveitarinnar og meðlima hennar var á þeim tíma sem þjónustan fór fram, á árunum 2005 til og með 2014, að stærstum hluta erlendis, þar sem tekjur af starfsemi þeirra mynduðust,“ segir Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi í yfirlýsingu vegna skattrannsóknar sem tengist hljómsveitinni Sigur Rós.
Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um en ekki ásetningi um brot.
Gunnar segist hafa veitt aðstoð við reiknings- og framtalsskil hljómsveitarmeðlima á Íslandi. „Þjónustan grundvallaðist á fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum, sem einnig var kallað eftir og bárust, meðal annars erlendis frá.“
Gunnar segist ekki tjá sig frekar um málið.
Segir fátt um mál Sigur Rósar

Tengdar fréttir

Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna
Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá.

Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik
Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir.

Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar
Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld.