Marcello Lippi var spurður á blaðamannafundi um hvaða ráða hann gæti gefið Ryan Giggs í hans nýja starfi hjá Wales. Lippi er 69 ára gamall og í sínu sextánda þjálfarastarfi.
„Mér finnst ekki eins og ég þurfi að gefa honum einhver ráð,“ sagði Marcello Lippi sem gerði Ítala að heimsmeisturum árið 2006.
Just copy Alex Ferguson. Easier said than done, but that's what Marcello Lippi thinks Wales boss Ryan Giggs should do.
More: https://t.co/qX3sz8hvO9pic.twitter.com/o7EWjChfKP
— BBC Sport (@BBCSport) March 20, 2018
Aðeins einn annar þjálfari hefur náð að vinna bæði HM og Meistaradeildina eins og Marcello Lippi sem vann Meistaradeildina með Juventus árið 1996. Hinn er Vicente del Bosque sem vann HM með spænska landsliðinu (2010) og Meistaradeildina með Real Madrid (2000 og 2002).
Ryan Giggs og Sir Alex Ferguson unnu 34 titla saman hjá Manchester United þar af ensku deildina þrettán sinnum og Meistaradeildina tvisvar.