„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2018 14:00 Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september síðastliðnum. Vísir/Anton Brink „Ég fór inn á þetta heimili, sá þar karl og konu, síðan lokaði ég dyrunum og fór. Þetta er það sem ég sá,” sagði vitni við aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. Vitnið sem um ræðir er erlendur karlmaður sem ætlaði að hitta Sanitu kvöldið sem hún dó. Hann hafði verið í sambandi við Sanitu um að hitta hana en þegar hann var kominn fyrir utan húsið hennar svaraði hún hvorki símtali frá honum né skilaboðum.Yppti öxlum og fór út Nágranni hleypti honum að lokum inn. Þegar hann var kominn inn í íbúðina hjá Sanitu sá hann hana og Khaled þar sem þau virtust vera að rífast. „Þá bara yppti ég öxlum og lokaði á eftir mér,” sagði maðurinn. Hann sagði bæði Sanitu og Khaled hafa verið fáklædd þegar inn var komið. Hann var spurður út í hvernig hann þekkti Sanitu. Hann sagðist hafa litið svo á að þau væru í sambandi.Khaled var mjög heitt í hamsi Maðurinn var beðinn um lýsa frekar hvað hefði gerst þegar hann fór inn í íbúðina. Hann sagði Khaled hafa komið auga á sig og við það hefði Khaled orðið mjög heitt í hamsi. Maðurinn lokaði dyrunum í kjölfarið. „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins,” sagði maðurinn. Hann talaði við nágranna Sanitu og sagðist telja að eitthvað slæmt væri í uppsiglingu. Bað hann nágrannann um að hafa samband við lögreglu og gekk svo í burtu.Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september. Hér mætir hann í dómsal í morgun.Vísir/RakelGrunaði ekki að málið tæki þessa stefnu Vitnið sagðist eiga erfitt með að rifja upp hlutina en það hefði verið auðveldara í skýrslutöku hjá lögreglu þegar atburðirnir voru nýskeðir. Hann sagðist annars staðfesta allt það sem hann sagði við lögreglu í skýrslutöku. Hann tók fram að þegar hann yfirgaf húsið hefði hann ekki grunað að málið tæki þá stefnu sem það tók.Nemendur varaðir við óhugnalegum myndum Sebastian Kuntz réttarmeinafræðingur var kallaður til vitnis við aðalmeðferðina í dag. Þar fór Sebastian með nákvæmum hætti yfir dánarorsök Sanitu. Hann sagði dauðdaga hennar óvenjulegan og að mestum líkindum manndráp. Hann fór yfir margvíslega áverka hennar sem hún hafði hlotið eftir barsmíðar og kyrkingartak. Lögfræðinemar úr Kvennaskóla Reykjavíkur sitja réttarhöldin. Fjölskipaður héraðsdómur tók það fram í tvígang að við réttarhöldin yrðu sýndar myndir úr réttarmeinarannsókn sem kynnu að vekja óhug og gætu setið eftir í huga nemendanna. Voru þeir beðnir um að líta undan ef þeir teldu sig ekki þola slíka sýn. Sebastian var spurður hvort einhver læknir hefði geta brugðist við öllum þeim áverkum sem Sanita varð fyrir og getað bjargað lífi hennar. Sebastian sagði um mjög miklar getgátur að ræða. Hægt væri að lifa af suma áverka en taldi ólíklegt að einhver læknir hefði geta bjargað Sanitu miðað við þá áverka sem voru á henni. Khaled hefur haldið fram í skýrslutökum og við aðalmeðferð að Sanita hafi ekki fengið nægjanlega góða læknishjálp og þess vegna beðið bana. Lokað var fyrir ummæli við fréttina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
„Ég fór inn á þetta heimili, sá þar karl og konu, síðan lokaði ég dyrunum og fór. Þetta er það sem ég sá,” sagði vitni við aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. Vitnið sem um ræðir er erlendur karlmaður sem ætlaði að hitta Sanitu kvöldið sem hún dó. Hann hafði verið í sambandi við Sanitu um að hitta hana en þegar hann var kominn fyrir utan húsið hennar svaraði hún hvorki símtali frá honum né skilaboðum.Yppti öxlum og fór út Nágranni hleypti honum að lokum inn. Þegar hann var kominn inn í íbúðina hjá Sanitu sá hann hana og Khaled þar sem þau virtust vera að rífast. „Þá bara yppti ég öxlum og lokaði á eftir mér,” sagði maðurinn. Hann sagði bæði Sanitu og Khaled hafa verið fáklædd þegar inn var komið. Hann var spurður út í hvernig hann þekkti Sanitu. Hann sagðist hafa litið svo á að þau væru í sambandi.Khaled var mjög heitt í hamsi Maðurinn var beðinn um lýsa frekar hvað hefði gerst þegar hann fór inn í íbúðina. Hann sagði Khaled hafa komið auga á sig og við það hefði Khaled orðið mjög heitt í hamsi. Maðurinn lokaði dyrunum í kjölfarið. „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins,” sagði maðurinn. Hann talaði við nágranna Sanitu og sagðist telja að eitthvað slæmt væri í uppsiglingu. Bað hann nágrannann um að hafa samband við lögreglu og gekk svo í burtu.Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september. Hér mætir hann í dómsal í morgun.Vísir/RakelGrunaði ekki að málið tæki þessa stefnu Vitnið sagðist eiga erfitt með að rifja upp hlutina en það hefði verið auðveldara í skýrslutöku hjá lögreglu þegar atburðirnir voru nýskeðir. Hann sagðist annars staðfesta allt það sem hann sagði við lögreglu í skýrslutöku. Hann tók fram að þegar hann yfirgaf húsið hefði hann ekki grunað að málið tæki þá stefnu sem það tók.Nemendur varaðir við óhugnalegum myndum Sebastian Kuntz réttarmeinafræðingur var kallaður til vitnis við aðalmeðferðina í dag. Þar fór Sebastian með nákvæmum hætti yfir dánarorsök Sanitu. Hann sagði dauðdaga hennar óvenjulegan og að mestum líkindum manndráp. Hann fór yfir margvíslega áverka hennar sem hún hafði hlotið eftir barsmíðar og kyrkingartak. Lögfræðinemar úr Kvennaskóla Reykjavíkur sitja réttarhöldin. Fjölskipaður héraðsdómur tók það fram í tvígang að við réttarhöldin yrðu sýndar myndir úr réttarmeinarannsókn sem kynnu að vekja óhug og gætu setið eftir í huga nemendanna. Voru þeir beðnir um að líta undan ef þeir teldu sig ekki þola slíka sýn. Sebastian var spurður hvort einhver læknir hefði geta brugðist við öllum þeim áverkum sem Sanita varð fyrir og getað bjargað lífi hennar. Sebastian sagði um mjög miklar getgátur að ræða. Hægt væri að lifa af suma áverka en taldi ólíklegt að einhver læknir hefði geta bjargað Sanitu miðað við þá áverka sem voru á henni. Khaled hefur haldið fram í skýrslutökum og við aðalmeðferð að Sanita hafi ekki fengið nægjanlega góða læknishjálp og þess vegna beðið bana. Lokað var fyrir ummæli við fréttina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
„Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38