Eric Cantona: Auðmýktin einkennir íslenska landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2018 19:45 Auðmýkt einkennir íslenska landsliðið í fótbolta og er lykill að árangri þess segir goðsögnin Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Fjórfaldi Englandsmeistarinn var hér á landi í síðustu viku að taka upp efni fyrir heimildamynd sína sem ber heitið The Kings Road. Hún fjallar um þrjú öðruvísi lið, ef svo má segja, sem keppa á HM í sumar; Perú, Senegal og Ísland. Cantona fór aðrar leiðir og talaði ekki bara við fótboltamenn og þjálfara heldur hitti hann einnig Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn, Jón Gnarr, grínista, og Guðna Th. Jóhannesson, forseta lýðveldisins. „Það er margt sem ég hef lært. Ég hef hitt fólk sem kemur frá öðrum heimi. Þetta var frábært. Við lærðum margt, meira en við bjuggumst við,“ segir Cantona í einkaviðtali við íþróttadeild. Markmið Cantona var að reyna að komast í skilning um hvernig í veröldinni 340.000 manna þjóð, sú minnsta í sögu HM, væri svona öflug og á leið á stærsta fótboltamót heims. Það er allavega eitt sem hann segir einkenna strákana okkar og íslensku þjóðina. „Ég tel það vera auðmýktina og hversu mikið þið leggið á ykkur og auðvitað baráttuandinn. Þetta einkennir liðið. Íslenska liðið veit hvað það er. Það veit að það verður að vinna eftir sínu einkenni. Það virðir mótherjann en virðist sig líka fyrst og fremst,“ segir Cantona Franska goðsögnin var mjög hrifinn af fótboltahöllunum sem Íslendingar hafa byggt og segir þær lykilatriði í að halda áfram uppbyggingunni. „Það er verið að vinna í næstu kynslóð líka. Það er búið að fjárfesta miklu í fótboltahallir þannig að fleiri ungir leikmenn eru að koma upp. Hér eru margir góðir þjálfarar sem vinna í komandi kynslóðum. Ísland er með frábært lið í dag en það er líka verið að passa upp á næstu kynslóð,“ segir hann. Cantona naut dvalarinnar á Íslandi og segir ekki sjá fyrir endann á velgengni strákanna okkar. Íslendingar hugsa vel um ungu fótboltakrakkana og það skiptir öllu máli. „Þið eruð með frábært landslið. Það sem hefur verið áhugavert er að reyna að komast að því hvernig ykkur tókst þetta. Ég tel Ísland líka vera að undirbúa allt fyrir komandi kynslóðir. Það sem skiptir öllu máli er að vera við öllu búinn. Ísland tel ég vera tilbúið fyrir komandi ár,“ segir Eric Cantona.Hér fyrir neðan má sjá upptöku með öllu viðtalinu við Cantona. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Sjá meira
Auðmýkt einkennir íslenska landsliðið í fótbolta og er lykill að árangri þess segir goðsögnin Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Fjórfaldi Englandsmeistarinn var hér á landi í síðustu viku að taka upp efni fyrir heimildamynd sína sem ber heitið The Kings Road. Hún fjallar um þrjú öðruvísi lið, ef svo má segja, sem keppa á HM í sumar; Perú, Senegal og Ísland. Cantona fór aðrar leiðir og talaði ekki bara við fótboltamenn og þjálfara heldur hitti hann einnig Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn, Jón Gnarr, grínista, og Guðna Th. Jóhannesson, forseta lýðveldisins. „Það er margt sem ég hef lært. Ég hef hitt fólk sem kemur frá öðrum heimi. Þetta var frábært. Við lærðum margt, meira en við bjuggumst við,“ segir Cantona í einkaviðtali við íþróttadeild. Markmið Cantona var að reyna að komast í skilning um hvernig í veröldinni 340.000 manna þjóð, sú minnsta í sögu HM, væri svona öflug og á leið á stærsta fótboltamót heims. Það er allavega eitt sem hann segir einkenna strákana okkar og íslensku þjóðina. „Ég tel það vera auðmýktina og hversu mikið þið leggið á ykkur og auðvitað baráttuandinn. Þetta einkennir liðið. Íslenska liðið veit hvað það er. Það veit að það verður að vinna eftir sínu einkenni. Það virðir mótherjann en virðist sig líka fyrst og fremst,“ segir Cantona Franska goðsögnin var mjög hrifinn af fótboltahöllunum sem Íslendingar hafa byggt og segir þær lykilatriði í að halda áfram uppbyggingunni. „Það er verið að vinna í næstu kynslóð líka. Það er búið að fjárfesta miklu í fótboltahallir þannig að fleiri ungir leikmenn eru að koma upp. Hér eru margir góðir þjálfarar sem vinna í komandi kynslóðum. Ísland er með frábært lið í dag en það er líka verið að passa upp á næstu kynslóð,“ segir hann. Cantona naut dvalarinnar á Íslandi og segir ekki sjá fyrir endann á velgengni strákanna okkar. Íslendingar hugsa vel um ungu fótboltakrakkana og það skiptir öllu máli. „Þið eruð með frábært landslið. Það sem hefur verið áhugavert er að reyna að komast að því hvernig ykkur tókst þetta. Ég tel Ísland líka vera að undirbúa allt fyrir komandi kynslóðir. Það sem skiptir öllu máli er að vera við öllu búinn. Ísland tel ég vera tilbúið fyrir komandi ár,“ segir Eric Cantona.Hér fyrir neðan má sjá upptöku með öllu viðtalinu við Cantona.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Sjá meira