Lék í fræga 1-1 jafnteflinu á Íslandi 1998 og mætir nú með HM-styttuna til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 08:00 Christian Karembeu með HM-styttuna. Instagram/trophytour Haustið 1998 mættu nýkrýndir heimsmeistarar Frakka á Laugardalsvöllinn og náðu bara 1-1 jafntefli á móti litla Íslandi. Nú mætir einn af byrjunarliðsmönnum liðsins aftur til Íslands. Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eina sanna HM-stytta koma til Íslands í boði Coca-Cola en íslenska keppir í fyrsta sinn um hana á HM í Rússlandi í sumar. KSÍ segir frá. HM-styttan fór í þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa og er þetta í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts. Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar. Með í för er fyrrum franski landsliðsmaðurinn Christian Karembeu sem lék 53 landsleiki fyrir Frakka og var í liði Frakka sem hampaði títtnefndum bikar árið 1998 sem og varð Evrópumeistari árið 2000. Karembau verður ásamt bikarnum í Smáralindinni, sunnudaginn 25. mars á milli kl. 14 - 18. Name a better date. Happy Valentine’s Day! A post shared by Trophy Tour (@trophytour) on Feb 14, 2018 at 10:41am PST Karembau er ekki að koma í fyrsta sinn til Íslands á vegum fótboltans. Hann var líka hér á landi vegna sögulegs leiks Íslands og Frakklands fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Leikur franska landsliðsins á móti Íslandi 5. september 1998 var fyrsti leikur Frakka og Íslendinga í undankeppni EM 2000 og fyrsti keppnisleikur Frakka eftir að þeir unnu sinn fyrsta og eina heimsmeistaratitil sumarið 1998. Karembeu var í byrjunarliði Frakka í 3-0 sigri á Brasilíu í úrslitaleiknum á Stade de France 12. júlí 1998 og hann var líka í byrjunarliðinu tæpum tveimur mánuðum síðar. Christian Karembeu var þarna leikmaður Real Madrid og spilaði allan leikinn á móti Íslandi. Hann var nálægt þegar Ríkharður Daðason stakk sér framfyrir markvörðinn Fabien Barthez á 32. mínútu og skallaði boltann í markið. Christophe Dugarry náði að jafna metin fyrir Frakka fjórum mínútum síðar en lengra komust þeir ekki. Íslenska þjóðin fagnaði eins og um sigur hafði verið að ræða og í seinni leiknum út í Frakklandi ári seinna þá þurftu Frakkar að hafa mikið fyrir 3-2 sigri. Frakkar fóru hinsvegar á EM 2000 og unnu annað stórmótið í röð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Haustið 1998 mættu nýkrýndir heimsmeistarar Frakka á Laugardalsvöllinn og náðu bara 1-1 jafntefli á móti litla Íslandi. Nú mætir einn af byrjunarliðsmönnum liðsins aftur til Íslands. Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eina sanna HM-stytta koma til Íslands í boði Coca-Cola en íslenska keppir í fyrsta sinn um hana á HM í Rússlandi í sumar. KSÍ segir frá. HM-styttan fór í þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa og er þetta í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts. Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar. Með í för er fyrrum franski landsliðsmaðurinn Christian Karembeu sem lék 53 landsleiki fyrir Frakka og var í liði Frakka sem hampaði títtnefndum bikar árið 1998 sem og varð Evrópumeistari árið 2000. Karembau verður ásamt bikarnum í Smáralindinni, sunnudaginn 25. mars á milli kl. 14 - 18. Name a better date. Happy Valentine’s Day! A post shared by Trophy Tour (@trophytour) on Feb 14, 2018 at 10:41am PST Karembau er ekki að koma í fyrsta sinn til Íslands á vegum fótboltans. Hann var líka hér á landi vegna sögulegs leiks Íslands og Frakklands fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Leikur franska landsliðsins á móti Íslandi 5. september 1998 var fyrsti leikur Frakka og Íslendinga í undankeppni EM 2000 og fyrsti keppnisleikur Frakka eftir að þeir unnu sinn fyrsta og eina heimsmeistaratitil sumarið 1998. Karembeu var í byrjunarliði Frakka í 3-0 sigri á Brasilíu í úrslitaleiknum á Stade de France 12. júlí 1998 og hann var líka í byrjunarliðinu tæpum tveimur mánuðum síðar. Christian Karembeu var þarna leikmaður Real Madrid og spilaði allan leikinn á móti Íslandi. Hann var nálægt þegar Ríkharður Daðason stakk sér framfyrir markvörðinn Fabien Barthez á 32. mínútu og skallaði boltann í markið. Christophe Dugarry náði að jafna metin fyrir Frakka fjórum mínútum síðar en lengra komust þeir ekki. Íslenska þjóðin fagnaði eins og um sigur hafði verið að ræða og í seinni leiknum út í Frakklandi ári seinna þá þurftu Frakkar að hafa mikið fyrir 3-2 sigri. Frakkar fóru hinsvegar á EM 2000 og unnu annað stórmótið í röð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira