Innlent

ASÍ hundsar þjóðhagsráð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson.
Miðstjórn ASÍ ákvað í gær að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika.

Það er mat miðstjórnar ASÍ að fram undan séu átök um grundvallarmál eins og fjármögnun velferðarkerfisins, skattamál, launastefnu og jöfnuð. Umræða um þessi mál fer ekki fram í þjóðhagsráði, að mati miðstjórnar, heldur í beinum tengslum við gerð nýrra kjarasamninga í haust.

Ákvörðun um stofnun þjóðhagsráðs var tekin árið 2015, m.a. að frumkvæði ASÍ. Tæp tvö ár eru síðan þjóðhagsráð kom fyrst saman en það hefur hingað til starfað án samtaka launafólks




Fleiri fréttir

Sjá meira


×