Ólga á meðal grunnskólakennara Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. mars 2018 19:30 Mikil ólga er á meðal grunnskólakennara sem felldu í gær nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin með tæpum 70 prósentum atkvæða. Kennaraforystan metur nú næstu skref. Í grein á Vísi á mánudag gagnrýndi Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara tvo aðila sem taka sæti í nýrri samninganefnd grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. En báðir hlutu kjör til trúnaðarstarfa fyrir félagið í febrúar síðastliðnum. Ólafur hefur sagt áróður pólitískra aðila gegn kjarasamningi sem grunnskólakennarar felldu með tæpum 70 prósentum atkvæða, í gær hafa verið grímulausan. „Það er ekkert sem að ég var að skrifa um sem að blasir ekki við hverjum sem er,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari tekur sæti í samninganefndinni í maí ásamt Jóni Inga Gíslasyni en í grein Ólafs segir hann að þau hafi markvisst hvatt félagsmenn til þess að fella nýgerðan kjarasamning undir myllumerkinu #fellumfeitt. „Það er nú svo sem ekkert leyndarmál að ég og Ólafur höfum ekki verið sammála í því hvert kjör kennara eiga að stefna eða hvernig samningar eiga að vera og ég hef löngum talið að það sé hægt að gera betur. Það er alveg klárt mál að 3 prósenta launahækkun í 2,5 prósenta verðbólgu er ekki eitthvað sem kennarar munu nokkurn tímann sætta sig við,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari. „Þegar þú ert að semja við einhvern, og hann býður þér þetta, þá áttu tvo möguleika í stöðunni eins og ég hef sagt. Annað hvort semur þú eins mikið og þú getur við þær aðstæður eða þú blæst til átaka og við mátum það þannig að úr því það var ekki meira í boði að það væri skynsamlegra að fara þá og leggja þetta í dóm okkar félagsmanna heldur en að blása til átaka,“ segir Ólafur. Forysta grunnskólakennara of samninganefndin hittist á fundi í dag og fór yfir stöðuna og munu hittast aftur eftir helgi þar sem næstu skref verða rædd. Þess ber þó að geta að aðeins 57 dagar eru þar til ný forysta og ný samninganefnd taka við í Félagi grunnskólakennara.Komið þið til með að gera eitthvað fyrir þann tíma? „Það er okkar hlutverk að reyna að semja og við gefumst ekkert upp á því,“ segir Ólafur. „Maður hefur heyrt það á Ólafi og hann hefur jafnvel sagt að þá bara gerist ekki neitt fyrr en 18. maí, þegar ný nefnd tekur við,“ segir Ásthildur.Hver er staða núverandi forystu og samninganefndar í ljósi þess að þessi kjarasamningur var felldur. Eruð þið rúin trausti? „Það má örugglega færa einhver rök fyrir því en þá verða menn líka að horfa á hitt að við lögðum þetta fram í því samhengi sem það er gert, það er að segja þetta er stuttur samningur og það var okkar mat að væri mun skynsamlegra að loka þessu á þessum tíma,“ segir Ólafur. Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Framsókn hafi herjað á samninginn 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Mikil ólga er á meðal grunnskólakennara sem felldu í gær nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin með tæpum 70 prósentum atkvæða. Kennaraforystan metur nú næstu skref. Í grein á Vísi á mánudag gagnrýndi Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara tvo aðila sem taka sæti í nýrri samninganefnd grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. En báðir hlutu kjör til trúnaðarstarfa fyrir félagið í febrúar síðastliðnum. Ólafur hefur sagt áróður pólitískra aðila gegn kjarasamningi sem grunnskólakennarar felldu með tæpum 70 prósentum atkvæða, í gær hafa verið grímulausan. „Það er ekkert sem að ég var að skrifa um sem að blasir ekki við hverjum sem er,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari tekur sæti í samninganefndinni í maí ásamt Jóni Inga Gíslasyni en í grein Ólafs segir hann að þau hafi markvisst hvatt félagsmenn til þess að fella nýgerðan kjarasamning undir myllumerkinu #fellumfeitt. „Það er nú svo sem ekkert leyndarmál að ég og Ólafur höfum ekki verið sammála í því hvert kjör kennara eiga að stefna eða hvernig samningar eiga að vera og ég hef löngum talið að það sé hægt að gera betur. Það er alveg klárt mál að 3 prósenta launahækkun í 2,5 prósenta verðbólgu er ekki eitthvað sem kennarar munu nokkurn tímann sætta sig við,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari. „Þegar þú ert að semja við einhvern, og hann býður þér þetta, þá áttu tvo möguleika í stöðunni eins og ég hef sagt. Annað hvort semur þú eins mikið og þú getur við þær aðstæður eða þú blæst til átaka og við mátum það þannig að úr því það var ekki meira í boði að það væri skynsamlegra að fara þá og leggja þetta í dóm okkar félagsmanna heldur en að blása til átaka,“ segir Ólafur. Forysta grunnskólakennara of samninganefndin hittist á fundi í dag og fór yfir stöðuna og munu hittast aftur eftir helgi þar sem næstu skref verða rædd. Þess ber þó að geta að aðeins 57 dagar eru þar til ný forysta og ný samninganefnd taka við í Félagi grunnskólakennara.Komið þið til með að gera eitthvað fyrir þann tíma? „Það er okkar hlutverk að reyna að semja og við gefumst ekkert upp á því,“ segir Ólafur. „Maður hefur heyrt það á Ólafi og hann hefur jafnvel sagt að þá bara gerist ekki neitt fyrr en 18. maí, þegar ný nefnd tekur við,“ segir Ásthildur.Hver er staða núverandi forystu og samninganefndar í ljósi þess að þessi kjarasamningur var felldur. Eruð þið rúin trausti? „Það má örugglega færa einhver rök fyrir því en þá verða menn líka að horfa á hitt að við lögðum þetta fram í því samhengi sem það er gert, það er að segja þetta er stuttur samningur og það var okkar mat að væri mun skynsamlegra að loka þessu á þessum tíma,“ segir Ólafur.
Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Framsókn hafi herjað á samninginn 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50