Ólga á meðal grunnskólakennara Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. mars 2018 19:30 Mikil ólga er á meðal grunnskólakennara sem felldu í gær nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin með tæpum 70 prósentum atkvæða. Kennaraforystan metur nú næstu skref. Í grein á Vísi á mánudag gagnrýndi Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara tvo aðila sem taka sæti í nýrri samninganefnd grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. En báðir hlutu kjör til trúnaðarstarfa fyrir félagið í febrúar síðastliðnum. Ólafur hefur sagt áróður pólitískra aðila gegn kjarasamningi sem grunnskólakennarar felldu með tæpum 70 prósentum atkvæða, í gær hafa verið grímulausan. „Það er ekkert sem að ég var að skrifa um sem að blasir ekki við hverjum sem er,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari tekur sæti í samninganefndinni í maí ásamt Jóni Inga Gíslasyni en í grein Ólafs segir hann að þau hafi markvisst hvatt félagsmenn til þess að fella nýgerðan kjarasamning undir myllumerkinu #fellumfeitt. „Það er nú svo sem ekkert leyndarmál að ég og Ólafur höfum ekki verið sammála í því hvert kjör kennara eiga að stefna eða hvernig samningar eiga að vera og ég hef löngum talið að það sé hægt að gera betur. Það er alveg klárt mál að 3 prósenta launahækkun í 2,5 prósenta verðbólgu er ekki eitthvað sem kennarar munu nokkurn tímann sætta sig við,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari. „Þegar þú ert að semja við einhvern, og hann býður þér þetta, þá áttu tvo möguleika í stöðunni eins og ég hef sagt. Annað hvort semur þú eins mikið og þú getur við þær aðstæður eða þú blæst til átaka og við mátum það þannig að úr því það var ekki meira í boði að það væri skynsamlegra að fara þá og leggja þetta í dóm okkar félagsmanna heldur en að blása til átaka,“ segir Ólafur. Forysta grunnskólakennara of samninganefndin hittist á fundi í dag og fór yfir stöðuna og munu hittast aftur eftir helgi þar sem næstu skref verða rædd. Þess ber þó að geta að aðeins 57 dagar eru þar til ný forysta og ný samninganefnd taka við í Félagi grunnskólakennara.Komið þið til með að gera eitthvað fyrir þann tíma? „Það er okkar hlutverk að reyna að semja og við gefumst ekkert upp á því,“ segir Ólafur. „Maður hefur heyrt það á Ólafi og hann hefur jafnvel sagt að þá bara gerist ekki neitt fyrr en 18. maí, þegar ný nefnd tekur við,“ segir Ásthildur.Hver er staða núverandi forystu og samninganefndar í ljósi þess að þessi kjarasamningur var felldur. Eruð þið rúin trausti? „Það má örugglega færa einhver rök fyrir því en þá verða menn líka að horfa á hitt að við lögðum þetta fram í því samhengi sem það er gert, það er að segja þetta er stuttur samningur og það var okkar mat að væri mun skynsamlegra að loka þessu á þessum tíma,“ segir Ólafur. Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Framsókn hafi herjað á samninginn 22. mars 2018 06:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Mikil ólga er á meðal grunnskólakennara sem felldu í gær nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin með tæpum 70 prósentum atkvæða. Kennaraforystan metur nú næstu skref. Í grein á Vísi á mánudag gagnrýndi Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara tvo aðila sem taka sæti í nýrri samninganefnd grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. En báðir hlutu kjör til trúnaðarstarfa fyrir félagið í febrúar síðastliðnum. Ólafur hefur sagt áróður pólitískra aðila gegn kjarasamningi sem grunnskólakennarar felldu með tæpum 70 prósentum atkvæða, í gær hafa verið grímulausan. „Það er ekkert sem að ég var að skrifa um sem að blasir ekki við hverjum sem er,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari tekur sæti í samninganefndinni í maí ásamt Jóni Inga Gíslasyni en í grein Ólafs segir hann að þau hafi markvisst hvatt félagsmenn til þess að fella nýgerðan kjarasamning undir myllumerkinu #fellumfeitt. „Það er nú svo sem ekkert leyndarmál að ég og Ólafur höfum ekki verið sammála í því hvert kjör kennara eiga að stefna eða hvernig samningar eiga að vera og ég hef löngum talið að það sé hægt að gera betur. Það er alveg klárt mál að 3 prósenta launahækkun í 2,5 prósenta verðbólgu er ekki eitthvað sem kennarar munu nokkurn tímann sætta sig við,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari. „Þegar þú ert að semja við einhvern, og hann býður þér þetta, þá áttu tvo möguleika í stöðunni eins og ég hef sagt. Annað hvort semur þú eins mikið og þú getur við þær aðstæður eða þú blæst til átaka og við mátum það þannig að úr því það var ekki meira í boði að það væri skynsamlegra að fara þá og leggja þetta í dóm okkar félagsmanna heldur en að blása til átaka,“ segir Ólafur. Forysta grunnskólakennara of samninganefndin hittist á fundi í dag og fór yfir stöðuna og munu hittast aftur eftir helgi þar sem næstu skref verða rædd. Þess ber þó að geta að aðeins 57 dagar eru þar til ný forysta og ný samninganefnd taka við í Félagi grunnskólakennara.Komið þið til með að gera eitthvað fyrir þann tíma? „Það er okkar hlutverk að reyna að semja og við gefumst ekkert upp á því,“ segir Ólafur. „Maður hefur heyrt það á Ólafi og hann hefur jafnvel sagt að þá bara gerist ekki neitt fyrr en 18. maí, þegar ný nefnd tekur við,“ segir Ásthildur.Hver er staða núverandi forystu og samninganefndar í ljósi þess að þessi kjarasamningur var felldur. Eruð þið rúin trausti? „Það má örugglega færa einhver rök fyrir því en þá verða menn líka að horfa á hitt að við lögðum þetta fram í því samhengi sem það er gert, það er að segja þetta er stuttur samningur og það var okkar mat að væri mun skynsamlegra að loka þessu á þessum tíma,“ segir Ólafur.
Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Framsókn hafi herjað á samninginn 22. mars 2018 06:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50