Handbolti

Fram átti að fá vítakast eftir sigurmark ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fram hefði átt að fá vítakast eftir að Agnar Smári Jónsson skoraði sigurmark ÍBV i leik liðanna í gær. Markið tryggði Eyjamönnum deildarmeistaratitilinn á meðan Selfoss sat eftir með sárt ennið.

Eftir að Agnar Smári hafði skorað greip um sig ringulreið meðal leikmanna ÍBV. Það endaði með því að þeir voru átta inni á vellinum sem er ekki leyfilegt.

Þar sem svo margir leikmenn voru inni á vellinum og að þetta gerist á síðustu sekúndum leiksins, hefði Magnús Stefánsson átt að fá rautt spjald og Framarar víti.

Hefði Fram skorað af vítapunktinum hefði Selfoss orðið deildarmeistari. Betri útskýringu má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×