Danir mörðu Panama í vináttulandsleik á heimavölli Bröndby í kvöld en leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Einungis eitt mark var skorað og lokatölur 1-0 sigur Dana.
Staðan var markalaus í hálfleik en Danir voru mun sterkari aðilinn. Bæði lið verða meðal þjóða á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar og eru
Pione Sisto skoraði eina mark leiksins á 69. mínútu eftir undirbúning fyrrum FCK-fyrirliðans og núverandi miðjumanns Werder Bremen, Thomas Delaney. Lokatölur 1-0.
Danir eru með Perú, Ástralíu og Frakklandi í C-riðlinum á HM. Panama spilar við Belgíu, Túnis og England.
Danir mörðu Panama
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana
Körfubolti


Steven Gerrard orðinn afi
Enski boltinn



Elvar Már til Póllands
Körfubolti
