Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. mars 2018 06:00 Maðurinn hefur starfað sem Bocciaþjálfari um árabil á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Gefin hefur verið út ákæra á hendur Guðrúnu Karítas Garðarsdóttur fyrir líflátshótun gegn manni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Maðurinn, sem hefur um árabil starfað sem boccia-þjálfari á Akureyri, mun hafa stofnað til náinna vináttusambanda við kvenkyns iðkendur íþróttarinnar og nýtt sér þær kynferðislega í krafti yfirburðastöðu sinnar gagnvart þeim. Hefur hann til dæmis útvegað þeim húsnæði til búsetu og þannig tryggt sér aðgang að þeim, en þær á sama tíma rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Kæra var lögð fram á hendur manninum árið 2015 og er rannsókn lokið hjá lögreglu og hefur málinu verið vísað til héraðssaksóknara. Ákvörðun um ákæru á hendur manninum liggur ekki fyrir. Þegar Guðrún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu mannsins, brást hún ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Henni var birt ákæra í síðustu viku þar sem henni er gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig helvítið þitt,“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“. Síðari orðin er Guðrún sögð hafa haft uppi þegar brotaþoli lýsti efasemdum um hæfni hennar til manndrápa. Sjálf segist Guðrún ekki hafa sagt síðari orðin en gengst við því að hafa hótað manninum vegna samskipta hans við dóttur hennar. „Þetta eru veruleg vonbrigði og ég var bara slegin þegar mér var tilkynnt um ákæruna,“ segir Guðrún og lýsir furðu og vonbrigðum með að hún sé ákærð á undan manninum sem hefur að hennar sögn gengið laus og haldið uppteknum hætti allt frá því að grunur vaknaði um brot árið 2014. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Gefin hefur verið út ákæra á hendur Guðrúnu Karítas Garðarsdóttur fyrir líflátshótun gegn manni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Maðurinn, sem hefur um árabil starfað sem boccia-þjálfari á Akureyri, mun hafa stofnað til náinna vináttusambanda við kvenkyns iðkendur íþróttarinnar og nýtt sér þær kynferðislega í krafti yfirburðastöðu sinnar gagnvart þeim. Hefur hann til dæmis útvegað þeim húsnæði til búsetu og þannig tryggt sér aðgang að þeim, en þær á sama tíma rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Kæra var lögð fram á hendur manninum árið 2015 og er rannsókn lokið hjá lögreglu og hefur málinu verið vísað til héraðssaksóknara. Ákvörðun um ákæru á hendur manninum liggur ekki fyrir. Þegar Guðrún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu mannsins, brást hún ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Henni var birt ákæra í síðustu viku þar sem henni er gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig helvítið þitt,“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“. Síðari orðin er Guðrún sögð hafa haft uppi þegar brotaþoli lýsti efasemdum um hæfni hennar til manndrápa. Sjálf segist Guðrún ekki hafa sagt síðari orðin en gengst við því að hafa hótað manninum vegna samskipta hans við dóttur hennar. „Þetta eru veruleg vonbrigði og ég var bara slegin þegar mér var tilkynnt um ákæruna,“ segir Guðrún og lýsir furðu og vonbrigðum með að hún sé ákærð á undan manninum sem hefur að hennar sögn gengið laus og haldið uppteknum hætti allt frá því að grunur vaknaði um brot árið 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira