SpaceX hverfur af Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 17:36 Musk þóttist ekki þekkja Facebook þegar hann svaraði stofnanda Whatsapp á Twitter. Vísir/EPA Facebook-síða geimferðafyrirtækisins SpaceX hvarf í dag skömmu eftir að Elon Musk, eigandi fyrirtækisins, sagðist ætla að verða við áskorun Twitter-notanda um að gera það. Svo virðist sem að það tengist herferð gegn Facebook vegna nýlegra uppljóstrana um meðferð persónuupplýsinga. Musk var að svara tísti frá Brian Acton, stofnanda skilaboðaforritsins Whatsapp, um myllumerkið #eyðiðfacebook [e. #deletefacebook] þegar annar notandi skoraði á SpaceX að eyða Facebook-síðu sinni. „Eyddu SpaceX-síðunni á Facebook ef þú ert maðurinn?“ tísti notandinn til Musk. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að hún væri til. Geri það,“ svaraði milljarðamæringurinn. Musk virðist hafa verið maður orða sinna því Facebook-síða SpaceX, sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda, er ekki lengur aðgengilega, að því er segir í frétt Reuters. Facebook hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir að halda ekki nægilega vel utan um persónuupplýsingar notenda sinna eftir að í ljós kom að breskt greiningarfyrirtæki sem vann meðal annars fyrir forsetaframboð Donalds Trump notaði illa fengin gögn frá samfélagsmiðlunum til að sérsníða áróður að bandarískum kjósendum. Facebook SpaceX Tengdar fréttir Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Facebook-síða geimferðafyrirtækisins SpaceX hvarf í dag skömmu eftir að Elon Musk, eigandi fyrirtækisins, sagðist ætla að verða við áskorun Twitter-notanda um að gera það. Svo virðist sem að það tengist herferð gegn Facebook vegna nýlegra uppljóstrana um meðferð persónuupplýsinga. Musk var að svara tísti frá Brian Acton, stofnanda skilaboðaforritsins Whatsapp, um myllumerkið #eyðiðfacebook [e. #deletefacebook] þegar annar notandi skoraði á SpaceX að eyða Facebook-síðu sinni. „Eyddu SpaceX-síðunni á Facebook ef þú ert maðurinn?“ tísti notandinn til Musk. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að hún væri til. Geri það,“ svaraði milljarðamæringurinn. Musk virðist hafa verið maður orða sinna því Facebook-síða SpaceX, sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda, er ekki lengur aðgengilega, að því er segir í frétt Reuters. Facebook hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir að halda ekki nægilega vel utan um persónuupplýsingar notenda sinna eftir að í ljós kom að breskt greiningarfyrirtæki sem vann meðal annars fyrir forsetaframboð Donalds Trump notaði illa fengin gögn frá samfélagsmiðlunum til að sérsníða áróður að bandarískum kjósendum.
Facebook SpaceX Tengdar fréttir Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45