Málefni barna í forgangi hjá ráðherra Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. mars 2018 07:45 Unnið er að breytingu á reglugerð um dagforeldra í heimahúsum. NordicPhotos/Getty „Ekki liggja fyrir heildstæðar tillögur um skilyrði þess efnis að að minnsta kosti tveir dagforeldrar starfi saman við daggæslu, en til greina kemur að nefndinni verði falið að skoða slíkt skilyrði,“ segir Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Reykjavíkurborg hefði eindregið hvatt til þess að reglugerð félagsmálaráðherra um daggæslu í heimahúsum yrði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Á þriðjudag var dagmóðir fundin sek í Héraðsdómi Reykjavíkur um að hafa beitt barn, sem hún gætti, ofbeldi. Barnið hlaut áverka, aðallega marbletti. Í svari aðstoðarmanns félagsmálaráðherra segir að á árinu 2016 hafi þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir, skipað nefnd til að endurskoða reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Auk fulltrúa ráðherra skipuðu nefndina fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Félags daggæsluráðgjafa og fulltrúa, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Barnaverndarstofu. Meðal þeirra atriða sem nefndinni var falið að líta til voru starfsskyldur og starfsskilyrði dagforeldra, skilyrði fyrir leyfisveitingu til dagforeldra og leyfissviptingu, framkvæmd og umfang eftirlits með starfsemi dagforeldra, menntun og símenntun dagforeldra auk öryggis og velferðar barna í daggæslu. „Vinna nefndarinnar hefur legið niðri um nokkra hríð en áætlað er að nefndin hefji aftur störf sem allra fyrst, en málefni barna eru í forgangi félags- og jafnréttismálaráðherra,“ segir í svarinu. Haft var eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann ætti von á tillögum frá starfshópi um dagforeldra eftir tvær til þrjár vikur. Borgin sjái fyrir sér í auknum mæli að dagforeldrar starfi saman í litlum dagforeldrahúsum á leikvöllum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
„Ekki liggja fyrir heildstæðar tillögur um skilyrði þess efnis að að minnsta kosti tveir dagforeldrar starfi saman við daggæslu, en til greina kemur að nefndinni verði falið að skoða slíkt skilyrði,“ segir Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Reykjavíkurborg hefði eindregið hvatt til þess að reglugerð félagsmálaráðherra um daggæslu í heimahúsum yrði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Á þriðjudag var dagmóðir fundin sek í Héraðsdómi Reykjavíkur um að hafa beitt barn, sem hún gætti, ofbeldi. Barnið hlaut áverka, aðallega marbletti. Í svari aðstoðarmanns félagsmálaráðherra segir að á árinu 2016 hafi þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir, skipað nefnd til að endurskoða reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Auk fulltrúa ráðherra skipuðu nefndina fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Félags daggæsluráðgjafa og fulltrúa, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Barnaverndarstofu. Meðal þeirra atriða sem nefndinni var falið að líta til voru starfsskyldur og starfsskilyrði dagforeldra, skilyrði fyrir leyfisveitingu til dagforeldra og leyfissviptingu, framkvæmd og umfang eftirlits með starfsemi dagforeldra, menntun og símenntun dagforeldra auk öryggis og velferðar barna í daggæslu. „Vinna nefndarinnar hefur legið niðri um nokkra hríð en áætlað er að nefndin hefji aftur störf sem allra fyrst, en málefni barna eru í forgangi félags- og jafnréttismálaráðherra,“ segir í svarinu. Haft var eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hann ætti von á tillögum frá starfshópi um dagforeldra eftir tvær til þrjár vikur. Borgin sjái fyrir sér í auknum mæli að dagforeldrar starfi saman í litlum dagforeldrahúsum á leikvöllum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira