Strákarnir fengu þrjú mörk á sig í tapi gegn Mexíkó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2018 04:39 Mexíkó skorar hér fyrsta mark sitt í leiknum, beint úr aukaspyrnu. Vísir/Getty Ísland tapaði í nótt fyrir Mexíkó, 3-0, í fyrri æfingaleik sínum í Bandaríkjunum en leikurinn fór fram á Levi's leikvanginum í San Francisco að viðstöddum tæplega 70 þúsund áhorfendum. Þetta var fyrsti æfingaleikur ársins þar sem Heimir Hallgrímsson hefur úr öllum sínum leikmönnum að velja sem eru heilir heilsu. Marco Fabian kom Mexíkó yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 37. mínútu en Íslendingar höfðu fram að því spilað ágætlega í leiknum og fengið nokkur tækifæri til að komast yfir í leiknum. Mexíkó hafði að sama skapi skapað sér afar fá færi í leiknum. Miguel Layun skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik. Í fyrra skiptið eftir snarpa sókn þar sem lið Mexíkó refsaði fyrir mistök íslenska liðsins sem tapaði boltanum á miðjunni. Síðara markið kom svo í uppbótartíma en Layun lét þá vaða af löngu færi. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands í leiknum, stóð of framarlega í eigin vítateig og missti skot Layun yfir sig. Rúnar Alex hafði fengið tækifærið í byrjunarliði Íslands en Hannes Þór Halldórsson spilaði ekki að þessu sinni. Ísland var án Gylfa Þór Sigurðssonar og Alfreðs Finnbogasonar sem eru báðir meiddir en Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði, sem hefur ekki spilað með Cardiff vegna meiðsla síðustu mánuðina, spilaði fyrri hálfleikinn. Albert Guðmundsson var einnig í byrjunarliði Íslands í dag og spilaði fyrri hálfleikinn. Viðar Örn Kjartansson leysti hann af hólmi í síðari hálfleik og hann átti besta færi Íslands þegar hann skaut í stöng þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Skömmu síðar skoraði Ísland er Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu Viðars Arnars, sem var hins vegar dæmdur rangstæður. Ísland mætir Perú á þriðjudaginn og fer leikurinn fram í New York og heldur þá liðið áfram að undirbúa sig fyrir HM sem fer fram í Rússlandi í sumar. Mörkin úr leiknum í nótt má sjá hér, á vef Rúv.Lið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson - Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson, Albert Guðmundsson.Varamenn: Hólmar Örn Eyjólfsson (46., fyrir Aron Einar) Viðar Örn Kjartansson (46., fyrir Albert) Samúel Kári Friðjónsson (46., fyrir Birki Má) Rúrik Gíslason (69., fyrir Emil) Kjartan Henry Finnbogason (81., fyrir Björn Bergmann) Theodór Elmar Bjarnason (81., fyrir Jóhann Berg) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Sjá meira
Ísland tapaði í nótt fyrir Mexíkó, 3-0, í fyrri æfingaleik sínum í Bandaríkjunum en leikurinn fór fram á Levi's leikvanginum í San Francisco að viðstöddum tæplega 70 þúsund áhorfendum. Þetta var fyrsti æfingaleikur ársins þar sem Heimir Hallgrímsson hefur úr öllum sínum leikmönnum að velja sem eru heilir heilsu. Marco Fabian kom Mexíkó yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 37. mínútu en Íslendingar höfðu fram að því spilað ágætlega í leiknum og fengið nokkur tækifæri til að komast yfir í leiknum. Mexíkó hafði að sama skapi skapað sér afar fá færi í leiknum. Miguel Layun skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik. Í fyrra skiptið eftir snarpa sókn þar sem lið Mexíkó refsaði fyrir mistök íslenska liðsins sem tapaði boltanum á miðjunni. Síðara markið kom svo í uppbótartíma en Layun lét þá vaða af löngu færi. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands í leiknum, stóð of framarlega í eigin vítateig og missti skot Layun yfir sig. Rúnar Alex hafði fengið tækifærið í byrjunarliði Íslands en Hannes Þór Halldórsson spilaði ekki að þessu sinni. Ísland var án Gylfa Þór Sigurðssonar og Alfreðs Finnbogasonar sem eru báðir meiddir en Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði, sem hefur ekki spilað með Cardiff vegna meiðsla síðustu mánuðina, spilaði fyrri hálfleikinn. Albert Guðmundsson var einnig í byrjunarliði Íslands í dag og spilaði fyrri hálfleikinn. Viðar Örn Kjartansson leysti hann af hólmi í síðari hálfleik og hann átti besta færi Íslands þegar hann skaut í stöng þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Skömmu síðar skoraði Ísland er Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu Viðars Arnars, sem var hins vegar dæmdur rangstæður. Ísland mætir Perú á þriðjudaginn og fer leikurinn fram í New York og heldur þá liðið áfram að undirbúa sig fyrir HM sem fer fram í Rússlandi í sumar. Mörkin úr leiknum í nótt má sjá hér, á vef Rúv.Lið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson - Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson, Albert Guðmundsson.Varamenn: Hólmar Örn Eyjólfsson (46., fyrir Aron Einar) Viðar Örn Kjartansson (46., fyrir Albert) Samúel Kári Friðjónsson (46., fyrir Birki Má) Rúrik Gíslason (69., fyrir Emil) Kjartan Henry Finnbogason (81., fyrir Björn Bergmann) Theodór Elmar Bjarnason (81., fyrir Jóhann Berg)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Sjá meira