Strákarnir fengu þrjú mörk á sig í tapi gegn Mexíkó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2018 04:39 Mexíkó skorar hér fyrsta mark sitt í leiknum, beint úr aukaspyrnu. Vísir/Getty Ísland tapaði í nótt fyrir Mexíkó, 3-0, í fyrri æfingaleik sínum í Bandaríkjunum en leikurinn fór fram á Levi's leikvanginum í San Francisco að viðstöddum tæplega 70 þúsund áhorfendum. Þetta var fyrsti æfingaleikur ársins þar sem Heimir Hallgrímsson hefur úr öllum sínum leikmönnum að velja sem eru heilir heilsu. Marco Fabian kom Mexíkó yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 37. mínútu en Íslendingar höfðu fram að því spilað ágætlega í leiknum og fengið nokkur tækifæri til að komast yfir í leiknum. Mexíkó hafði að sama skapi skapað sér afar fá færi í leiknum. Miguel Layun skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik. Í fyrra skiptið eftir snarpa sókn þar sem lið Mexíkó refsaði fyrir mistök íslenska liðsins sem tapaði boltanum á miðjunni. Síðara markið kom svo í uppbótartíma en Layun lét þá vaða af löngu færi. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands í leiknum, stóð of framarlega í eigin vítateig og missti skot Layun yfir sig. Rúnar Alex hafði fengið tækifærið í byrjunarliði Íslands en Hannes Þór Halldórsson spilaði ekki að þessu sinni. Ísland var án Gylfa Þór Sigurðssonar og Alfreðs Finnbogasonar sem eru báðir meiddir en Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði, sem hefur ekki spilað með Cardiff vegna meiðsla síðustu mánuðina, spilaði fyrri hálfleikinn. Albert Guðmundsson var einnig í byrjunarliði Íslands í dag og spilaði fyrri hálfleikinn. Viðar Örn Kjartansson leysti hann af hólmi í síðari hálfleik og hann átti besta færi Íslands þegar hann skaut í stöng þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Skömmu síðar skoraði Ísland er Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu Viðars Arnars, sem var hins vegar dæmdur rangstæður. Ísland mætir Perú á þriðjudaginn og fer leikurinn fram í New York og heldur þá liðið áfram að undirbúa sig fyrir HM sem fer fram í Rússlandi í sumar. Mörkin úr leiknum í nótt má sjá hér, á vef Rúv.Lið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson - Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson, Albert Guðmundsson.Varamenn: Hólmar Örn Eyjólfsson (46., fyrir Aron Einar) Viðar Örn Kjartansson (46., fyrir Albert) Samúel Kári Friðjónsson (46., fyrir Birki Má) Rúrik Gíslason (69., fyrir Emil) Kjartan Henry Finnbogason (81., fyrir Björn Bergmann) Theodór Elmar Bjarnason (81., fyrir Jóhann Berg) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Ísland tapaði í nótt fyrir Mexíkó, 3-0, í fyrri æfingaleik sínum í Bandaríkjunum en leikurinn fór fram á Levi's leikvanginum í San Francisco að viðstöddum tæplega 70 þúsund áhorfendum. Þetta var fyrsti æfingaleikur ársins þar sem Heimir Hallgrímsson hefur úr öllum sínum leikmönnum að velja sem eru heilir heilsu. Marco Fabian kom Mexíkó yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 37. mínútu en Íslendingar höfðu fram að því spilað ágætlega í leiknum og fengið nokkur tækifæri til að komast yfir í leiknum. Mexíkó hafði að sama skapi skapað sér afar fá færi í leiknum. Miguel Layun skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik. Í fyrra skiptið eftir snarpa sókn þar sem lið Mexíkó refsaði fyrir mistök íslenska liðsins sem tapaði boltanum á miðjunni. Síðara markið kom svo í uppbótartíma en Layun lét þá vaða af löngu færi. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands í leiknum, stóð of framarlega í eigin vítateig og missti skot Layun yfir sig. Rúnar Alex hafði fengið tækifærið í byrjunarliði Íslands en Hannes Þór Halldórsson spilaði ekki að þessu sinni. Ísland var án Gylfa Þór Sigurðssonar og Alfreðs Finnbogasonar sem eru báðir meiddir en Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði, sem hefur ekki spilað með Cardiff vegna meiðsla síðustu mánuðina, spilaði fyrri hálfleikinn. Albert Guðmundsson var einnig í byrjunarliði Íslands í dag og spilaði fyrri hálfleikinn. Viðar Örn Kjartansson leysti hann af hólmi í síðari hálfleik og hann átti besta færi Íslands þegar hann skaut í stöng þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Skömmu síðar skoraði Ísland er Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu Viðars Arnars, sem var hins vegar dæmdur rangstæður. Ísland mætir Perú á þriðjudaginn og fer leikurinn fram í New York og heldur þá liðið áfram að undirbúa sig fyrir HM sem fer fram í Rússlandi í sumar. Mörkin úr leiknum í nótt má sjá hér, á vef Rúv.Lið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson - Birkir Már Sævarsson, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson, Albert Guðmundsson.Varamenn: Hólmar Örn Eyjólfsson (46., fyrir Aron Einar) Viðar Örn Kjartansson (46., fyrir Albert) Samúel Kári Friðjónsson (46., fyrir Birki Má) Rúrik Gíslason (69., fyrir Emil) Kjartan Henry Finnbogason (81., fyrir Björn Bergmann) Theodór Elmar Bjarnason (81., fyrir Jóhann Berg)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira